Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 21. jún. 2018

Opnunartími og sumarleyfi

Starfsemi Krabbameinsfélagsins verður takmörkuð í júlí vegna sumarleyfa. Hér að neðan gefur að líta upplýsingar um opnunartíma.

Móttaka í Skógarhlíð 8

  • Móttakan verður lokuð frá 13. júlí til og með 6. ágúst. 

Minningarkort

  • Minningarkort er eingöngu hægt að senda af vefsíðu www.krabb.is frá 13. júlí til og með 6. ágúst.

Frumurannsókn

  • Frumurannsóknarstofa er lokuð frá 16. júli til og með 20. júlí.

Leitarstöð

Leitarstöðin er lokuð vegna sumarleyfa frá 6. júlí til og með 6. ágúst. Þú getur sent fyrirspurnir eða ósk um tímabókun á leit@krabb.is. Ef þú ert með einkenni frá brjóstum bendum við þér á hafa samband við heilsugæsluna.

  • Brjóstamyndatökur – lokað frá og með 2. júlí – 7. ágúst.
  • Leghálsskoðanir – lokað frá og með 9. júlí – 7. ágúst.
  • Tímapantanir eru teknar í síma 540 1919. Nú standa yfir pantanir fyrir brjóstamyndatökur í lok ágúst og fyrir leghálsskoðun í byrjun ágúst.

Ráðgjafarþjónusta

Frá 9. júlí – 7. ágúst er opið alla virka daga í einstaklingsviðtöl og símaráðgjöf í síma 800-4040 frá kl. 10-14. Hægt er að panta tíma í gegnum netfangið radgjof@radgjof.is.

Hefðbundinn opnunartími utan þess tíma er mánudaga til miðvikudaga frá kl 9-16, fimmtudaga kl 9-18 og föstudaga kl 9-14. Símaráðgjöf frá kl 13-15 virka daga.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?