Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 21. feb. 2018

Opnað fyrir skimunarsögu íslenskra kvenna

  • Guðrún Birgisdóttir, geislafræðingur, í brjóstamyndatöku á Leitarstöð 2019.

Á Mínar síður á vefgáttinni island.is geta konur nú skoðað upplýsingar um boðun og eigin þátttöku í skipulegum skimunum fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum.

Samkvæmt samningi við heilbrigðisyfirvöld sér Krabbameinsfélagið um skimun fyrir krabbameini í leghálsi hjá konum á aldrinum 23-65 ára og fyrir krabbameini í brjóstum hjá konum á aldrinum 40-69 ára. Regluleg þátttaka í skimuninni er meðal annars forsenda þess að greina megi forstig krabbameins í leghálsi og frumstig krabbameins í brjóstum. Það er því mikilvægt að konum sé gert kleift að sjá heildaryfirlit yfir þátttöku sína í skimun.

Skimunarsagan er afrakstur samstarfs á milli Krabbameinsfélags Íslands og Þjóðskrár Íslands. Skimunarsagan nær aftur til ársins 2006 og í henni eru upplýsingar um hvenær kona fékk boð um þátttöku í skimun fyrir krabbameini í leghálsi og/eða brjóstum, hvenær hún mætti og hvar.

„Þetta er stór áfangi fyrir íslenskar konur þar sem regluleg mæting kvenna í skimun er afar mikilvægur liður í því að lækka dánartíðni vegna legháls- og brjóstakrabbameins. Það er von Krabbameinsfélagsins að Skimunarsagan verði til þess að auka vitund kvenna og hvetja þær til þátttöku,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.

Hægt er að nota hvort sem er Íslykil eða rafræn skilríki til þess að fá aðgang að Skimunarsögu.

Hér er beinn hlekkur á innskráningu á mínar síður á Ísland.is.


Fleiri nýjar fréttir

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

22. nóv. 2023 : Jóla­happ­drætti: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Dregið verður 24. desember í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins.  Vinningar eru 284 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónir króna.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?