Guðmundur Pálsson 12. ágú. 2019

Opið fyrir umsóknir í vísindasjóð norrænu krabbameinssamtakanna

Vakin er athygli á því að opið er fyrir umsóknir í vísindasjóð NCU (Norrænu krabbameinssamtakanna). Umsóknarfrestur er til og með 2. september næstkomandi.

Samtök norrænna krabbameinsfélaga, Nordic Cancer Union (NCU) , voru stofnuð á fyrri hluta sjötta áratugarins, og var Krabbameinsfélag Íslands (stofnað 1951) með í samtökunum frá upphafi.

Félögin, sem mynda samtökin nú eru auk Krabbameinsfélag Íslands danska félagið Kræftens Bekæmpelse, norska félagið Kreftforeningen, sænska félagið Cancerfonden, finnska félagið Syöpajajestöt og færeyska Krabbameinfélagið.

Samtökin hafa lagt mikla áherslu á að styðja vísindarannsóknir á krabbameinum, en láta einnig til sín taka varðandi ýmis málefni sjúklinga. Viðfangsefni félaganna og markmið eru að mörgu leyti lík, en áherslur mismiklar eftir verkefnum. Segja má að Krabbameinsfélag Íslands sinni fjölbreyttustu verkefnunum þar sem félagið rekur Krabbameinsskrána og Leitarstöðina auk hefðbundinna verkefna sjúklingafélaga.


Fleiri nýjar fréttir

1. jún. 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?