Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 15. jún. 2017

Ónæmi fyrir sýklalyfjum er vaxandi ógn

Norska krabbameinsfélagið Kreftforeningen hefur hleypt af stokkunum nýrri herferð til að vekja athygli á að ónæmi gegn sýklalyfjum er vaxandi ógn við góðan árangur í baráttunni gegn krabbameini því einn af hverjum fimm krabbameinssjúklingum þurfa sýklalyf í tengslum við krabbameinsmeðferð sína. Sumar tegundir krabbameina eru jafnvel ólæknanlegar án notkunar sýklalyfja. 

Óttast er að aukið ónæmi fyrir sýklalyfjum vegna rangrar notkunar þeirra geti fært árangur í krabbameinsmeðferðum aftur um áratugi ef ekkert er að gert. 

Við getum öll átt þátt í að hafa jákvæð áhrif með því að meðal annars nota einungis sýklalyf þegar þörf krefur og fara þá í einu og öllu að fyrirmælum heilbrigðisstarfsfólks. Aldrei krefjast sýklalyfja ef heilbrigðisstarfsfólk telur að ekki sé þörf á notkun þeirra. Við getum einnig gert okkar ítrasta til að forðast sýkingar með góðu hreinlæti, svo sem með handþvotti og með því að tryggja hreinlæti í matargerð. Mikilvægt er einnig að nýta sér þær bólusetningar sem bjóðast. 

Hægt er að kynna sér átakið nánar á vefsíðu norsku krabbameinssamtakanna hér.   

Hér má finna skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO um sama efni. 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2019 : Hvernig nennirðu þessu?

Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða og Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins skrifar:

Lesa meira

4. des. 2019 : Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Lesa meira

4. des. 2019 : Ljósabekkjanotkun helst óbreytt milli ára

Árlegri könnun á notkun ljósabekkja á Íslandi er nýlega lokið. Könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

2. des. 2019 : Rautt eða hvítt?

Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd.

Lesa meira

29. nóv. 2019 : Býður hjúkrunarfræðingum í Bláa Lónið

Bergljót Inga Kvaran, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Höfða, var dregin út í vinkonuleik Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar í ár og hlaut í verðlaun dekur fyrir 6 á Retreat Spa í Bláa Lóninu og óvissuferð á Lava Restaurant. Bergljót kom og sótti vinninginn í Skógarhlíðina í dag.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?