Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 15. jún. 2017

Ónæmi fyrir sýklalyfjum er vaxandi ógn

Norska krabbameinsfélagið Kreftforeningen hefur hleypt af stokkunum nýrri herferð til að vekja athygli á að ónæmi gegn sýklalyfjum er vaxandi ógn við góðan árangur í baráttunni gegn krabbameini því einn af hverjum fimm krabbameinssjúklingum þurfa sýklalyf í tengslum við krabbameinsmeðferð sína. Sumar tegundir krabbameina eru jafnvel ólæknanlegar án notkunar sýklalyfja. 

Óttast er að aukið ónæmi fyrir sýklalyfjum vegna rangrar notkunar þeirra geti fært árangur í krabbameinsmeðferðum aftur um áratugi ef ekkert er að gert. 

Við getum öll átt þátt í að hafa jákvæð áhrif með því að meðal annars nota einungis sýklalyf þegar þörf krefur og fara þá í einu og öllu að fyrirmælum heilbrigðisstarfsfólks. Aldrei krefjast sýklalyfja ef heilbrigðisstarfsfólk telur að ekki sé þörf á notkun þeirra. Við getum einnig gert okkar ítrasta til að forðast sýkingar með góðu hreinlæti, svo sem með handþvotti og með því að tryggja hreinlæti í matargerð. Mikilvægt er einnig að nýta sér þær bólusetningar sem bjóðast. 

Hægt er að kynna sér átakið nánar á vefsíðu norsku krabbameinssamtakanna hér.   

Hér má finna skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO um sama efni. 


Fleiri nýjar fréttir

2. júl. 2020 : Tólf velunnarar segja af hverju þeir styrkja Krabbameinsfélagið

Velunnarar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við krabbamein.


Lesa meira

19. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins - útdráttur

Dregið var í Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins þann 17. júní. Félagið þakkar frábærar viðtökur og er þakklátt þeim fjölmörgu sem leggja starfinu lið með því að taka þátt.

Lesa meira
Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

18. jún. 2020 : Tímamót í þjónustu á Austurlandi

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Lesa meira

14. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Við drögum 17. júní - átt þú miða?

Vinningar eru 266 talsins að verðmæti um 46,8 milljónir króna. Peugeot bifreið að verðmæti 6,6 milljónir króna gæti orðið þín! 

Lesa meira

12. jún. 2020 : Viðtökur við Áttavitanum fram úr björtustu vonum

Boðsbréf sem send voru út í vikunni til markhóps í rannsókn Krabbameins­félagsins, Áttavitans, sem fjallar um reynslu fólks af greiningu og meðferð krabbameins, hafa fengið góð viðbrögð og mikill fjöldi nú þegar skráð sig í rannsóknina.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?