Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 15. jún. 2017

Ónæmi fyrir sýklalyfjum er vaxandi ógn

Norska krabbameinsfélagið Kreftforeningen hefur hleypt af stokkunum nýrri herferð til að vekja athygli á að ónæmi gegn sýklalyfjum er vaxandi ógn við góðan árangur í baráttunni gegn krabbameini því einn af hverjum fimm krabbameinssjúklingum þurfa sýklalyf í tengslum við krabbameinsmeðferð sína. Sumar tegundir krabbameina eru jafnvel ólæknanlegar án notkunar sýklalyfja. 

Óttast er að aukið ónæmi fyrir sýklalyfjum vegna rangrar notkunar þeirra geti fært árangur í krabbameinsmeðferðum aftur um áratugi ef ekkert er að gert. 

Við getum öll átt þátt í að hafa jákvæð áhrif með því að meðal annars nota einungis sýklalyf þegar þörf krefur og fara þá í einu og öllu að fyrirmælum heilbrigðisstarfsfólks. Aldrei krefjast sýklalyfja ef heilbrigðisstarfsfólk telur að ekki sé þörf á notkun þeirra. Við getum einnig gert okkar ítrasta til að forðast sýkingar með góðu hreinlæti, svo sem með handþvotti og með því að tryggja hreinlæti í matargerð. Mikilvægt er einnig að nýta sér þær bólusetningar sem bjóðast. 

Hægt er að kynna sér átakið nánar á vefsíðu norsku krabbameinssamtakanna hér.   

Hér má finna skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO um sama efni. 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?