Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 15. jún. 2017

Ónæmi fyrir sýklalyfjum er vaxandi ógn

Norska krabbameinsfélagið Kreftforeningen hefur hleypt af stokkunum nýrri herferð til að vekja athygli á að ónæmi gegn sýklalyfjum er vaxandi ógn við góðan árangur í baráttunni gegn krabbameini því einn af hverjum fimm krabbameinssjúklingum þurfa sýklalyf í tengslum við krabbameinsmeðferð sína. Sumar tegundir krabbameina eru jafnvel ólæknanlegar án notkunar sýklalyfja. 

Óttast er að aukið ónæmi fyrir sýklalyfjum vegna rangrar notkunar þeirra geti fært árangur í krabbameinsmeðferðum aftur um áratugi ef ekkert er að gert. 

Við getum öll átt þátt í að hafa jákvæð áhrif með því að meðal annars nota einungis sýklalyf þegar þörf krefur og fara þá í einu og öllu að fyrirmælum heilbrigðisstarfsfólks. Aldrei krefjast sýklalyfja ef heilbrigðisstarfsfólk telur að ekki sé þörf á notkun þeirra. Við getum einnig gert okkar ítrasta til að forðast sýkingar með góðu hreinlæti, svo sem með handþvotti og með því að tryggja hreinlæti í matargerð. Mikilvægt er einnig að nýta sér þær bólusetningar sem bjóðast. 

Hægt er að kynna sér átakið nánar á vefsíðu norsku krabbameinssamtakanna hér.   

Hér má finna skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO um sama efni. 


Fleiri nýjar fréttir

19. ágú. 2022 : Enn styrkist þekkingargrunnurinn sem undirstrikar mikilvægi forvarna gegn krabbameinum

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust í Lancet tímaritinu í vikunni benda til þess að í næstum helmingi tilfella dauðsfalla af völdum krabbameina megi rekja orsök meinanna til áhættuþátta sem koma mætti í veg fyrir. Á meðal þessara áhættuþátta eru þeir þrír helstu tóbaksreykingar, áfengisneysla og of mikil líkamsþyngd.

Lesa meira
Gunnar Ármannsson hlaupari

18. ágú. 2022 : Heilsufarsávinningur fyrir þig og leið til að styðja góð málefni - það gerist varla betra!

Í gegnum áratugina hefur Reykjavíkurmaraþonið verið hvati margra til að fara að stunda regluleg hlaup og göngur sem er sannarlega frábært því að þeir sem stunda reglulega hreyfingu draga úr líkum á krabbameinum og fjölda annarra sjúkdóma.

Lesa meira

10. ágú. 2022 : Meðvera ný samskiptagátt bætir þjónustu við krabbameinssjúklinga

Krabbameinsfélagið er afar stolt af því að hafa átt þátt í að koma þessu þarfa verkefni á laggirnar. Það var brýnt að finna nýjar og nútímalegri leiðir til að tryggja og efla samskipti milli fagfólks og þeirra sem eru í krabbameinsmeðferð.

Lesa meira

9. ágú. 2022 : Embætti landlæknis og Krabbameinsfélagið endurnýja þjónustusamning um Krabbameinsskrá

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir það mikið ánægjuefni að gengið hafi verið frá áframhaldandi samkomulagi um rekstur skrárinnar sem hefur verið starfrækt hjá félaginu af mikilli fagmennsku í nærri 70 ár. Það er trú okkar að með því að hún sé hluti af Rannsókna- og skráningarsetri félagsins séu bæði gæði og hagnýting skrárinnar sem best tryggð“ segir Halla.

Lesa meira

12. júl. 2022 : Slökkviliðsstörf eru krabbameinsvaldandi

Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin (IARC), hefur breytt hættu­flokk­un starfs slökkviliðsmanna í staðfest krabba­meinsvald­andi varðandi krabbamein í fleiðru og krabbamein í þvagblöðru.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?