Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 12. maí 2020

Ókeypis ráðgjöf nú einnig á Suðurnesjum

Krabbameinsfélagið býður nú upp á ráðgjöf og stuðning án endurgjalds á Suðurnesjum fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra. 

Í gær var skrifað undir samning á milli félagsins, Reykjanesbæjar og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja um að veita ráðgjöf og stuðning án endurgjalds fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra á svæðinu.

https://youtu.be/AIRl4wClcNw

Fagaðilar frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins munu veita ráðgjöfina tvo daga í mánuði og fer hún fram í Ráðhúsi Reykjanesbæjar.

„Þetta er bætt þjónusta fyrir íbúana okkar þannig að við erum afar ánægðir með það að ná svona samkomulagi á milli þessara aðila til að gera enn betur fyrir íbúana okkar hér,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins samanstendur af hjúkrunarfræðingum, sálfræðingi, kynfræðingi, lýðheilsufræðingi og félagsráðgjafa og mikið er lagt upp úr jafningastuðningi í gegnum stuðningshópa og stuðningsnet félagsins og aðildarfélaga þess.

„Þetta er bara tímabært vegna ástandsins að koma með ráðgjöf hingað suðureftir enda erum við stórt svæði og það er alveg þörf fyrir þetta,“ segir Sigríður Erlingsdóttir, starfsmaður Krabbameinsfélags Suðurnesja.

Krabbameinsfélagið hefur aukið þjónustu við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra á landsbyggðinni, þannig er ráðgjöf nú veitt hjá félögunum á Austurlandi, Selfossi og Akureyri auk hefðbundins starfs félaganna þar. Á Suðurnesjum er nú einnig verið að fara af stað með stuðningshópa í endurbættu húsnæði félagsins.

„Það er mikið um greiningar hérna suðurfrá. Bara að geta veitt þessa auka þjónustu frá heilbrigðisstarfsmanni og fagaðila. Þannig að þessi viðbót er kærkomin,“ segir Sigríður

„Ég vil þakka þeim sem hafa haft frumkvæði og komu þessu samkomulagi á og við hlökkum til samtarfsins við Krabbameinsfélagið, bæði Krabbameinsfélag Íslands og náttúrulega starfsfólki hér suðurfrá, heilbrigðisstofnun og aðra sem að málinu koma“ segir Kjartan.


Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?