Ása Sigríður Þórisdóttir 22. des. 2020

Nýtum tæknina og gerum eitthvað saman

Rík hefð er fyrir því að fólk komi saman og njóti samverunnar og alls þess sem hátíðarnar hafa upp á að bjóða. Fyrir marga verður þessi tími frábrugðinn því sem við erum vön líkt og með annað á þessu ári. Samt sem áður höfum við ýmsa möguleika á því að gleðjast saman hér koma nokkrar hugmyndir að samverustundum.

Hægt er að nota fjölmörg forrit t.d. facetime, messenger, zoom, teams, skype, meet svo fátt eitt sé nefnt.

Hér koma nokkrar hugmyndir:

  • Rifjaðu upp skemmtileg og eftirminnileg augnablik og búðu til rafrænt myndaalbúm og deildu með fjölskyldu og vinum.
  • Opna pakkana saman í beinni.
  • Spurningakeppni (pöbbkviss) hægt er að gera sínar eigin spurningar eða nota einhver spurningaspil (Trivial Pursuit og fleiri) þar sem keppendur skrifa svörin á blað og svo eru svör við öllum spurningum lesin upp í lokin og fólk hakar við hjá sér hvað það er með mörg svör rétt. Auðvitað bannað að gúggla svörin. Einnig er hægt að setja upp könnun í Kahoot.
  • Bingó í beinni allir með bingóspjöld og spila saman. Hér er t.d. hægt að nálgast spjöld Virtual Logasalir BINGO (mfbc.us).
  • Syngja saman.
  • Bókaklúbbur þar sem rætt er um jólabækurnar og þeim gefin einkunn.

Fleiri nýjar fréttir

1. jún. 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?