Ása Sigríður Þórisdóttir 22. des. 2020

Nýtum tæknina og gerum eitthvað saman

Rík hefð er fyrir því að fólk komi saman og njóti samverunnar og alls þess sem hátíðarnar hafa upp á að bjóða. Fyrir marga verður þessi tími frábrugðinn því sem við erum vön líkt og með annað á þessu ári. Samt sem áður höfum við ýmsa möguleika á því að gleðjast saman hér koma nokkrar hugmyndir að samverustundum.

Hægt er að nota fjölmörg forrit t.d. facetime, messenger, zoom, teams, skype, meet svo fátt eitt sé nefnt.

Hér koma nokkrar hugmyndir:

  • Rifjaðu upp skemmtileg og eftirminnileg augnablik og búðu til rafrænt myndaalbúm og deildu með fjölskyldu og vinum.
  • Opna pakkana saman í beinni.
  • Spurningakeppni (pöbbkviss) hægt er að gera sínar eigin spurningar eða nota einhver spurningaspil (Trivial Pursuit og fleiri) þar sem keppendur skrifa svörin á blað og svo eru svör við öllum spurningum lesin upp í lokin og fólk hakar við hjá sér hvað það er með mörg svör rétt. Auðvitað bannað að gúggla svörin. Einnig er hægt að setja upp könnun í Kahoot.
  • Bingó í beinni allir með bingóspjöld og spila saman. Hér er t.d. hægt að nálgast spjöld Virtual Logasalir BINGO (mfbc.us).
  • Syngja saman.
  • Bókaklúbbur þar sem rætt er um jólabækurnar og þeim gefin einkunn.

Fleiri nýjar fréttir

23. jan. 2023 : Vilt þú taka þátt í undir­búningi Styrk­leik­anna?

Styrkleikarnir verða haldnir í annað sinn á Selfossi laugardaginn 29. apríl til sunnudagsins 30. apríl. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Laust starf: Viltu hafa áhrif til góðs?

Til að ná enn meiri árangri í starfi félagsins viljum við fjölga í öflugu teymi sérfræðinga okkar og efla kynningar- og fræðslustarf félagsins enn frekar og auglýsum eftir sérfræðingi í miðlun. Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem brennur fyrir að ná árangri í starfi, fólkinu í landinu til heilla.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Er ekki langt síðan þú fórst í vísindaferð? Nú er komið að því!

Krabbameinsfélagið býður heilbrigðisstarfsfólki í vísindaferð, fimmtudaginn 12. janúar kl. 16:30 – 18:00 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8.  

Lesa meira

3. jan. 2023 : Reyklaust nýtt ár

Innan Krabbameinsfélagsins er áratuga reynsla af stuðningi við fólk sem vill hætta að reykja. Hægt er að bóka ókeypis samtal við sérfræðinga í reykbindindi, bæði á íslensku, pólsku og ensku. 

Lesa meira

3. jan. 2023 : Bláa Lónið styrkir Vísinda­sjóð Krabba­meins­fé­lagsins

Í ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?