Birna Þórisdóttir 8. maí 2019

Gerum hreyfingu hluta af daglegu lífi

  • Hjólað í stígvélum

Í dag hófst Hjólað í vinnuna, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ. Starfsfólk Krabbameinsfélagsins tekur eins og áður þátt og hvetur alla til þess að gera virkan ferðamáta og hreyfingu hluta af daglegu lífi. Auk þess að bæta almenna líðan minnkar hreyfing líkur á krabbameinum og fleiri langvinnum sjúkdómum. 

Regluleg hreyfing minnkar líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi, brjóstum og legbol, en þessi mein eru í hópi algengustu krabbameina á Íslandi.

Sú áhættuminnkun sem regluleg hreyfing gefur er talin tengjast margvíslegum líffræðilegum ferlum í líkamanum. Meðal þeirra eru áhrif á blóðsykurgildi, insúlín og tengd hormón, kynhormón, bólgu- og ónæmisviðbrögð, en öll hafa þessi ferli áhrif á krabbameinsáhættu. Hreyfing minnkar einnig líkurnar á þyngdaraukningu og stuðlar að því að viðhalda hæfilegri líkamsþyngd sem aftur hefur viðbótaráhrif til að draga úr krabbameinsáhættu.

Hvernig hreyfing er ákjósanleg?

Svo lengi sem hún fer ekki út í öfgar er öll hreyfing jákvæð, og því meiri hreyfing, því betra. Æskilegt er að hreyfa sig rösklega, þannig að hjartsláttur og öndun aukist, í að minnsta kosti hálftíma á dag. Auk þess er gott að hreyfa sig oft yfir daginn, þó ekki sé nema stutt í einu, og takmarka kyrrsetu. Það að gera virkan ferðamáta hluta af daglegu lífi, til dæmis með því að hjóla í og úr vinnu eða skóla, getur verið stórt skref í átt að betri heilsu og umhverfisvænni lífsstíl.

Getur aukin hreyfing verið til góðs fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein?

Rannsóknir á nokkrum tegundum krabbameina hafa sýnt fram á að hreyfing á meðan krabbameinsmeðferð stendur yfir og eftir að henni er lokið hefur jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina og eykur lífsgæði. Auk þess getur hún dregið úr þreytu sem oft gerir vart við sig hjá þeim sem fá krabbamein. Því er þeim sem greinast með krabbamein ráðlagt að hreyfa sig og fylgja almennum leiðbeiningum varðandi hreyfingu eins og hægt er, nema heilbrigðisstarfsfólk ráðleggi annað.

Lestu meira:

· Hreyfing til að draga úr líkum á krabbameini á vef Krabbameinsfélagsins

· Hreyfing til að draga úr líkum á krabbameini á vef World Cancer Research Fund

· Hjólað í vinnuna, verkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands

· Ráðleggingar um hreyfingu, bæklingur frá Embætti landlæknis


Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?