Guðlaug B. Guðjónsdóttir Krabbameinsf. höfuðb.sv. 29. maí 2019

„Nýtt líf án tóbaks”

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur látið útbúa stutt fræðslumyndbönd „Nýtt líf án tóbaks“ með skilaboðum til barnshafandi kvenna sem nota tóbak eða nikótín á meðgöngu. 

Mæðravernd á heilsugæslustöðvum landsins getur nýtt fræðsluefnið til að kynna afleiðingar tóbaksneyslu á meðgöngu í samskiptum sínum við verðandi forelda sem nota tóbak. Ef viðkomandi vill fá aðstoð við að takast á við tóbaksneyslu fer beiðni til starfsfólks Reyksímans sem tekur að sér stuðning til tóbaksleysis. Hægt er að velja um enskan eða pólskan texta. 

Viðmælendur í fræðslumyndunum eru Ragnheiður Bjarnadóttir, yfirlæknir mæðraverndar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Karitas Ívarsdóttir, ljósmóðir á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og Þórður Þórkelsson, yfirlæknir vökudeildar Barnaspítala Hringsins, sérfræðingur í nýburalækningum. 

Félagið hafði góða ráðgjafa með sér í undirbúningi og vinnslu þessa verkefnis, Jón Steinar Jónsson heilsugæslulækni, Karitas Ívarsdóttur ljósmóður ásamt Jóhönnu S. Kristjánsdóttur frá Ráðgjöf í reykbindindi. Páll Kristinn Pálsson hjá Epos kvikmyndagerð var framleiðandi. Lýðheilsusjóður styrkti verkefnið.


Fleiri nýjar fréttir

23. okt. 2020 : Málþing: Brjósta­krabba­mein - fordæma­lausir tímar

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein verður þriðjudaginn 27. október 2020 kl. 17:00-18:15 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

23. okt. 2020 : Staða félaga­samtaka í heims­faraldri

Rafrænt málþing Almannaheilla og Vaxandi fimmtudaginn 29. október.

Lesa meira

21. okt. 2020 : Heilsu­sögu­bankinn: Ný rannsókn á áhættu­þáttum brjósta­krabba­meins

Áhrif áhættuþátta og skimunar á tíðni brjóstakrabbameins.

Lesa meira

16. okt. 2020 : Málum bæinn bleikan og stillum á Bleikt100

Í tilefni Bleika dagsins ætlar útvarpsstöðin K100 að skipta um nafn í einn dag og verða Bleikt100.

Lesa meira

16. okt. 2020 : Bleiki dagurinn er í dag!

Á Bleika deginum hvetjum við landsmenn til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?