Guðlaug B. Guðjónsdóttir Krabbameinsf. höfuðb.sv. 29. maí 2019

„Nýtt líf án tóbaks”

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur látið útbúa stutt fræðslumyndbönd „Nýtt líf án tóbaks“ með skilaboðum til barnshafandi kvenna sem nota tóbak eða nikótín á meðgöngu. 

Mæðravernd á heilsugæslustöðvum landsins getur nýtt fræðsluefnið til að kynna afleiðingar tóbaksneyslu á meðgöngu í samskiptum sínum við verðandi forelda sem nota tóbak. Ef viðkomandi vill fá aðstoð við að takast á við tóbaksneyslu fer beiðni til starfsfólks Reyksímans sem tekur að sér stuðning til tóbaksleysis. Hægt er að velja um enskan eða pólskan texta. 

Viðmælendur í fræðslumyndunum eru Ragnheiður Bjarnadóttir, yfirlæknir mæðraverndar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Karitas Ívarsdóttir, ljósmóðir á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og Þórður Þórkelsson, yfirlæknir vökudeildar Barnaspítala Hringsins, sérfræðingur í nýburalækningum. 

Félagið hafði góða ráðgjafa með sér í undirbúningi og vinnslu þessa verkefnis, Jón Steinar Jónsson heilsugæslulækni, Karitas Ívarsdóttur ljósmóður ásamt Jóhönnu S. Kristjánsdóttur frá Ráðgjöf í reykbindindi. Páll Kristinn Pálsson hjá Epos kvikmyndagerð var framleiðandi. Lýðheilsusjóður styrkti verkefnið.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?