Guðlaug B. Guðjónsdóttir Krabbameinsf. höfuðb.sv. 29. maí 2019

„Nýtt líf án tóbaks”

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur látið útbúa stutt fræðslumyndbönd „Nýtt líf án tóbaks“ með skilaboðum til barnshafandi kvenna sem nota tóbak eða nikótín á meðgöngu. 

Mæðravernd á heilsugæslustöðvum landsins getur nýtt fræðsluefnið til að kynna afleiðingar tóbaksneyslu á meðgöngu í samskiptum sínum við verðandi forelda sem nota tóbak. Ef viðkomandi vill fá aðstoð við að takast á við tóbaksneyslu fer beiðni til starfsfólks Reyksímans sem tekur að sér stuðning til tóbaksleysis. Hægt er að velja um enskan eða pólskan texta. 

Viðmælendur í fræðslumyndunum eru Ragnheiður Bjarnadóttir, yfirlæknir mæðraverndar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Karitas Ívarsdóttir, ljósmóðir á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og Þórður Þórkelsson, yfirlæknir vökudeildar Barnaspítala Hringsins, sérfræðingur í nýburalækningum. 

Félagið hafði góða ráðgjafa með sér í undirbúningi og vinnslu þessa verkefnis, Jón Steinar Jónsson heilsugæslulækni, Karitas Ívarsdóttur ljósmóður ásamt Jóhönnu S. Kristjánsdóttur frá Ráðgjöf í reykbindindi. Páll Kristinn Pálsson hjá Epos kvikmyndagerð var framleiðandi. Lýðheilsusjóður styrkti verkefnið.


Fleiri nýjar fréttir

20. jún. 2019 : Reykjavíkurmaraþon: „Ég hleyp af því ég get það”

Ætlar þú ekki örugglega að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu 2019? Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi.

Lesa meira

19. jún. 2019 : Aukið aðgengi jafngildir aukinni áfengisneyslu

Afleiðingar aukins aðgengis að áfengi hafa verið margrannsakaðar og hafa meðal annars bein áhrif til fjölgunar dauðsfalla af völdum krabbameina. 

Lesa meira

18. jún. 2019 : Aukaverkanir hjá einstaklingum sem fengu krabbamein á barnsaldri

Meðferð einstaklinga sem fá krabbamein á barnsaldri hefur tekið stórstígum framförum síðustu áratugi og eru horfurnar almennt mjög góðar. 

Lesa meira

17. jún. 2019 : Krabbameinsfélagið þakkar frábærar undirtektir í árlegu sumarhappdrætti félagsins

Vinningaskrá er aðgengileg hér á vef Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

14. jún. 2019 : Sumaropnun Ráðgjafar­þjónustunnar og spennandi námskeið í haust

Þjónusta Ráðgjafarþjónustunnar verður að mestu með hefðbundnu sniði í sumar. Hlé verður gert á námskeiðahaldi yfir hásumarið en það hefst svo á ný af miklum krafti í lok ágúst og eru upplýsingar um þau að finna hér að neðan.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?