Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 12. des. 2019

Nýtt: Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins

  • Hlaðvarp
    Guðmundur Pálsson, Sigríður Sólan og Birna Þórisdóttir.

Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins hefur göngu sína í dag. Þættirnir verða sendir út reglulega og munu fjalla um ýmislegt sem tengist betri heilsu og líðan.

Þáttarstjórnendur Hlaðvarpsins eru þau Birna Þórisdóttir, Guðmundur Pálsson og Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir og þau munu fjalla um ýmislegt sem tengist betri heilsu og líðan.

„Okkur er ekkert óviðkomandi sem tengist bættri heilsu og líðan og munum fá til okkar góða gesti og fjalla um ýmislegt skemmtilegt í þáttunum, en auðvitað líka um alvöru lífsins. Málefni líðandi stundar verða á dagskrá öðru hvoru, reynslusögur, umræður og viðtöl við áhugavert fólk, og við hvetjum alla sem hafa áhuga á heilbrigðu lífi til að hlusta,“ segir Sigríður, sem stýrir verkefninu.

Hlaðvarpið er hluti af miðlun Krabbameinsfélagsins og verða þættirnir sendir út vikulega.

Í fyrsta þættinum er fjallaðum hamingjuna á erfiðum tímum . Sigríður Sólan talar við Önnu Lóu Ólafsdóttur, sérfræðing og atvinnutengil hjá Virk en hún er einnig með með diploma í sálgæslu og heldur fyrirlestra og skrifar pistla um hamingjuna á Hamingjuhorninu.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?