Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 12. des. 2019

Nýtt: Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins

  • Hlaðvarp
    Guðmundur Pálsson, Sigríður Sólan og Birna Þórisdóttir.

Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins hefur göngu sína í dag. Þættirnir verða sendir út reglulega og munu fjalla um ýmislegt sem tengist betri heilsu og líðan.

Þáttarstjórnendur Hlaðvarpsins eru þau Birna Þórisdóttir, Guðmundur Pálsson og Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir og þau munu fjalla um ýmislegt sem tengist betri heilsu og líðan.

„Okkur er ekkert óviðkomandi sem tengist bættri heilsu og líðan og munum fá til okkar góða gesti og fjalla um ýmislegt skemmtilegt í þáttunum, en auðvitað líka um alvöru lífsins. Málefni líðandi stundar verða á dagskrá öðru hvoru, reynslusögur, umræður og viðtöl við áhugavert fólk, og við hvetjum alla sem hafa áhuga á heilbrigðu lífi til að hlusta,“ segir Sigríður, sem stýrir verkefninu.

Hlaðvarpið er hluti af miðlun Krabbameinsfélagsins og verða þættirnir sendir út vikulega.

Í fyrsta þættinum er fjallaðum hamingjuna á erfiðum tímum . Sigríður Sólan talar við Önnu Lóu Ólafsdóttur, sérfræðing og atvinnutengil hjá Virk en hún er einnig með með diploma í sálgæslu og heldur fyrirlestra og skrifar pistla um hamingjuna á Hamingjuhorninu.


Fleiri nýjar fréttir

29. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #5

Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn 31. maí.
Börn og ungmenni eru markhópur tóbaks- og nikótíniðnaðarins

Lesa meira

28. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #4

Lífið eftir krabbamein

Lesa meira

27. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #3

Krabbameinsrannsóknir hafa leitt til stórkostlegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Verkinu er þó hvergi nærri lokið.

Lesa meira

27. maí 2020 : Sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins - stuðningur við marg­þætta starfsemi

Fræðsla um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir og stuðningur við krabbameinssjúklinga eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhagsstuðningi við félagið.

Lesa meira

26. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #2

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína! 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?