Sigurlaug Gissurardóttir 17. okt. 2016

Nýr framkvæmdarstjóri Krabbameinsfélags Íslands

Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands og tekur hann við starfinu um áramót þegar tímabundinni ráðningu Kristjáns Oddssonar lýkur.

Kristján Sturluson er félagsráðgjafi og sálfræðingur og hefur einnig lokið MBA námi. Hann hefur undanfarin þrjú ár starfað sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Hafnarfjarðarbæ og verið staðgengill bæjarstjóra. Hann hefur starfað m.a. við kennslu og ráðgjöf, stefnumótun og mannauðsstjórnun. Hann var framkvæmdarstjóri Rauða kross Íslands frá 2005 til 2013 og skrifstofustjóri innanlandsdeildar Rauða krossins frá 1994 til 1999.


Fleiri nýjar fréttir

21. feb. 2020 : Umhugað um heilsu og heilbrigði starfsfólks síns

HS Veitur hvetja starfsfólk sitt til þátttöku í Karlahlaupi Krabbameinsfélagsins og greiða þátttökugjald starfsmanna.

Lesa meira

18. feb. 2020 : Niðurstöður skimana nú birtar rafrænt á island.is

Frá og með deginum í dag, 18. febrúar 2020, mun Leitarstöð Krabbameinsfélagsins birta allar rannsóknarniðurstöður skimana í persónulegu pósthólfi kvenna á island.is. 

Lesa meira

17. feb. 2020 : Forseti Íslands verður „héri“ í Karlahlaupinu

Sunnudaginn 1. mars verður Karlahlaup Krabbameinsfélagsins haldið í fyrsta sinn. Hlaupið er frá Hörpu að Laugarnestanga og til baka, alls 5 kílómetra. 

Lesa meira

12. feb. 2020 : Ný og betri útgáfa af NORDCAN

NORDCAN er samnorrænn gagnagrunnur sem nær yfir 70 ára tímabil og býður upp á greiningarmöguleika og tölfræði á upplýsingum á yfir 60 flokkum krabbameina á Norðurlöndunum.

Lesa meira

11. feb. 2020 : Upp með sokkana og í Karlahlaupið

Við skorum á þig að taka þátt í Karlahlaupi Krabbameinsfélagsins í Mottumars. Saman tökum við 5000 skref í rétta átt. Hér eru praktískar upplýsingar um hlaupið og undirbúning. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?