Jónas Ragnarsson 23. maí 2016

Nýr formaður Krabbameinsfélagsins

  • Jakob Jóhannsson fráfarandi formaður og Sigrún Gunnarsdóttir nýkjörinn formaður.
    Jakob Jóhannsson fráfarandi formaður og Sigrún Gunnarsdóttir nýkjörinn formaður.

Á aðalfundi Krabbameinsfégs Íslands um síðustu helgi var Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur kosin formaður félagsins í stað Jakobs Jóhannssonar læknis. 

Jakob Jóhannsson hafði verið í stjórn í átta ár, þar af formaður síðustu þrjú árin. Elísabet Arna Helgadóttir læknir og Þorsteinn Pálsson lögfræðingur voru kosin í stjórnina í stað Sigurðar P. Sigmundssonar hagfræðings og Stefáns Eiríkssonar lögfræðings sem höfðu verið í mörg ár í stjórn en gáfu ekki kost á sér lengur. Jón Þorkelsson viðskiptafræðingur og Valgerður Sigurðardóttir læknir voru endurkjörin í stjórn. Fyrir í stjórninni, kosnir í fyrra til tveggja ára, eru Árni Einarsson uppeldisfræðingur og Friðrik Vagn Guðjónsson læknir. Í varastjórn voru kosin þau Guðjón Hauksson hjúkrunarfræðingur og Kristín Halldórsdóttir lífeindafræðingur.


Mynd: Jakob Jóhannsson fráfarandi formaður og Sigrún Gunnarsdóttir nýkjörinn formaður.


Fleiri nýjar fréttir

15. ágú. 2019 : Aukaskoðun í Vestmannaeyjum 22. og 23. ágúst

Afar dræm þátttaka var í skimun fyrir brjóstakrabbameini í Vestmannaeyjum í vor og kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í póstsendingu boðsbréfa sem ekki bárust öllum konum sem komið var að í skimun.

Lesa meira

12. ágú. 2019 : Opið fyrir umsóknir í vísindasjóð norrænu krabbameinssamtakanna

Vakin er athygli á því að opið er fyrir umsóknir í vísindasjóð NCU (Norrænu krabbameinssamtakanna). Umsóknarfrestur er til og með 2. september næstkomandi.

Lesa meira
Brjóstaskoðun á Leitarstöð

9. ágú. 2019 : Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 

Lesa meira

29. júl. 2019 : Hleypur fyrir pabba og frænda ... af því hún getur það

Berglind Alda Ástþórsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Berglind hefur sterka tengingu við krabbamein, en faðir hennar hefur síðustu tvö ár glímt við nýrnakrabbamein og 14 ára gamall frændi er með krabbamein í eitlum. 

Lesa meira
Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir

27. júl. 2019 : Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari til að minnka líkur á krabbameini

Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til reglulegrar hreyfingar, því í henni felst góð forvörn gegn krabbameinum. Félagið hvetur hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni til dáða með því að gefa bönd með slagorðinu „Ég hleyp af því ég get það.“

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?