Jónas Ragnarsson 23. maí 2016

Nýr formaður Krabbameinsfélagsins

  • Jakob Jóhannsson fráfarandi formaður og Sigrún Gunnarsdóttir nýkjörinn formaður.
    Jakob Jóhannsson fráfarandi formaður og Sigrún Gunnarsdóttir nýkjörinn formaður.

Á aðalfundi Krabbameinsfégs Íslands um síðustu helgi var Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur kosin formaður félagsins í stað Jakobs Jóhannssonar læknis. 

Jakob Jóhannsson hafði verið í stjórn í átta ár, þar af formaður síðustu þrjú árin. Elísabet Arna Helgadóttir læknir og Þorsteinn Pálsson lögfræðingur voru kosin í stjórnina í stað Sigurðar P. Sigmundssonar hagfræðings og Stefáns Eiríkssonar lögfræðings sem höfðu verið í mörg ár í stjórn en gáfu ekki kost á sér lengur. Jón Þorkelsson viðskiptafræðingur og Valgerður Sigurðardóttir læknir voru endurkjörin í stjórn. Fyrir í stjórninni, kosnir í fyrra til tveggja ára, eru Árni Einarsson uppeldisfræðingur og Friðrik Vagn Guðjónsson læknir. Í varastjórn voru kosin þau Guðjón Hauksson hjúkrunarfræðingur og Kristín Halldórsdóttir lífeindafræðingur.


Mynd: Jakob Jóhannsson fráfarandi formaður og Sigrún Gunnarsdóttir nýkjörinn formaður.


Fleiri nýjar fréttir

2. júl. 2020 : Tólf velunnarar segja af hverju þeir styrkja Krabbameinsfélagið

Velunnarar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við krabbamein.


Lesa meira

19. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins - útdráttur

Dregið var í Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins þann 17. júní. Félagið þakkar frábærar viðtökur og er þakklátt þeim fjölmörgu sem leggja starfinu lið með því að taka þátt.

Lesa meira
Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

18. jún. 2020 : Tímamót í þjónustu á Austurlandi

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Lesa meira

14. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Við drögum 17. júní - átt þú miða?

Vinningar eru 266 talsins að verðmæti um 46,8 milljónir króna. Peugeot bifreið að verðmæti 6,6 milljónir króna gæti orðið þín! 

Lesa meira

12. jún. 2020 : Viðtökur við Áttavitanum fram úr björtustu vonum

Boðsbréf sem send voru út í vikunni til markhóps í rannsókn Krabbameins­félagsins, Áttavitans, sem fjallar um reynslu fólks af greiningu og meðferð krabbameins, hafa fengið góð viðbrögð og mikill fjöldi nú þegar skráð sig í rannsóknina.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?