Jónas Ragnarsson 23. maí 2016

Nýr formaður Krabbameinsfélagsins

  • Jakob Jóhannsson fráfarandi formaður og Sigrún Gunnarsdóttir nýkjörinn formaður.
    Jakob Jóhannsson fráfarandi formaður og Sigrún Gunnarsdóttir nýkjörinn formaður.

Á aðalfundi Krabbameinsfégs Íslands um síðustu helgi var Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur kosin formaður félagsins í stað Jakobs Jóhannssonar læknis. 

Jakob Jóhannsson hafði verið í stjórn í átta ár, þar af formaður síðustu þrjú árin. Elísabet Arna Helgadóttir læknir og Þorsteinn Pálsson lögfræðingur voru kosin í stjórnina í stað Sigurðar P. Sigmundssonar hagfræðings og Stefáns Eiríkssonar lögfræðings sem höfðu verið í mörg ár í stjórn en gáfu ekki kost á sér lengur. Jón Þorkelsson viðskiptafræðingur og Valgerður Sigurðardóttir læknir voru endurkjörin í stjórn. Fyrir í stjórninni, kosnir í fyrra til tveggja ára, eru Árni Einarsson uppeldisfræðingur og Friðrik Vagn Guðjónsson læknir. Í varastjórn voru kosin þau Guðjón Hauksson hjúkrunarfræðingur og Kristín Halldórsdóttir lífeindafræðingur.


Mynd: Jakob Jóhannsson fráfarandi formaður og Sigrún Gunnarsdóttir nýkjörinn formaður.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2019 : Hvernig nennirðu þessu?

Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða og Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins skrifar:

Lesa meira

4. des. 2019 : Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Lesa meira

4. des. 2019 : Ljósabekkjanotkun helst óbreytt milli ára

Árlegri könnun á notkun ljósabekkja á Íslandi er nýlega lokið. Könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

2. des. 2019 : Rautt eða hvítt?

Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd.

Lesa meira

29. nóv. 2019 : Býður hjúkrunarfræðingum í Bláa Lónið

Bergljót Inga Kvaran, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Höfða, var dregin út í vinkonuleik Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar í ár og hlaut í verðlaun dekur fyrir 6 á Retreat Spa í Bláa Lóninu og óvissuferð á Lava Restaurant. Bergljót kom og sótti vinninginn í Skógarhlíðina í dag.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?