Jónas Ragnarsson 23. maí 2016

Nýr formaður Krabbameinsfélagsins

  • Jakob Jóhannsson fráfarandi formaður og Sigrún Gunnarsdóttir nýkjörinn formaður.
    Jakob Jóhannsson fráfarandi formaður og Sigrún Gunnarsdóttir nýkjörinn formaður.

Á aðalfundi Krabbameinsfégs Íslands um síðustu helgi var Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur kosin formaður félagsins í stað Jakobs Jóhannssonar læknis. 

Jakob Jóhannsson hafði verið í stjórn í átta ár, þar af formaður síðustu þrjú árin. Elísabet Arna Helgadóttir læknir og Þorsteinn Pálsson lögfræðingur voru kosin í stjórnina í stað Sigurðar P. Sigmundssonar hagfræðings og Stefáns Eiríkssonar lögfræðings sem höfðu verið í mörg ár í stjórn en gáfu ekki kost á sér lengur. Jón Þorkelsson viðskiptafræðingur og Valgerður Sigurðardóttir læknir voru endurkjörin í stjórn. Fyrir í stjórninni, kosnir í fyrra til tveggja ára, eru Árni Einarsson uppeldisfræðingur og Friðrik Vagn Guðjónsson læknir. Í varastjórn voru kosin þau Guðjón Hauksson hjúkrunarfræðingur og Kristín Halldórsdóttir lífeindafræðingur.


Mynd: Jakob Jóhannsson fráfarandi formaður og Sigrún Gunnarsdóttir nýkjörinn formaður.


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?