Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 15. jan. 2020

Nýjar áherslur - ný ásýnd

Stjórn Krabbameinsfélagsins hefur ákveðið að breyta merki og ásýnd félagsins til að endurspegla fjölbreytta starfsemi þess. 

Merki félagsins er tæplega 70 ára gamalt og var hannað með vísan í heilbrigðisþjónustu og læknisfræði á sínum tíma. Það hefur verið uppfært einu sinni.

„Við stöndum á tímamótum og um leið og við fögnum nýjum tímum sjáum við aukin tækifæri til að sinna fjölbreyttum verkefnum félagsins,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, formaður stjórnar Krabbameinsfélagsins. 

Að hönnun nýrrar ásýndar félagsins komu auglýsingastofurnar CO+ Iceland og Brandenburg sem hannaði nýtt merki og vann endanlega útlitsvinnu.

Hjartað á réttum stað

Logo-1000_1579114595890

Valgerður segir merkið endurspegla margar hliðar starfseminnar. Lesa megi stafina K og F út úr því sem standi fyrir KrabbameinsFélagið og hringformið vísi til þess að félaginu sé ekkert óviðkomandi þegar krabbamein eru annars vegar.

 

„Og svo höfum við hjartað auðvitað á réttum stað, erum með útbreiddan faðm og í sigurstöðu eða baráttuhug eftir því hvað við á hverju sinni. Við snúum bökum saman, en merkið endurspeglar líka landsfjórðungana og við leggjum mikið upp úr því að vera til staðar fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra um allt land,“ segir Valgerður.

 


Fleiri nýjar fréttir

31. mar. 2020 : Stórt framfaraskref í þjónustu við krabbameinssjúklinga á Landspítala í skugga Covid-19

Á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga verður nú í boði símaráðgjöf í framhaldi af hefðbundnum opnunartíma, alla virka daga frá kl.16:00 og 22:00 fyrir þá sjúklinga sem eru í krabbameinslyfjameðferð á Landspítala og þurfa ráðgjöf.

Lesa meira
Halla Þorvaldsdóttir

28. mar. 2020 : Mottumars snýst um karla og krabbamein

Verum ávallt vakandi fyrir einkennum krabbameina eins og segir í Mottumarslaginu í ár ættu karlmenn að „tékka á sér“ og vera vakandi fyrir ýmsum breytingum á líkama sínum sem geta verið vísbendingar um krabbamein.

Lesa meira

26. mar. 2020 : Heimildarmyndin: Lífið er núna

Rúv sýndi þann 26. mars heimildarmyndina Lífið er núna sem framleidd var í tilefni þess að Kraftur fagnaði 20 ára afmæli á árinu 2019.

Lesa meira

23. mar. 2020 : Temporary stop on cancer screening at The Cancer Detection Clinic (Leitarstöð)

In compliance with the Director of Health we must temporarily suspend all cancer screening procedures beginning Tuesday, 24th of March.

Lesa meira

23. mar. 2020 : Tímabundið hlé á skimunum hjá Leitarstöð

Í samræmi við fyrirmæli Landlæknis verður gert tímabundið hlé á skimunum Leitarstöðvarinnar frá og með þriðjudeginum 24. mars.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?