Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 15. jan. 2020

Nýjar áherslur - ný ásýnd

Stjórn Krabbameinsfélagsins hefur ákveðið að breyta merki og ásýnd félagsins til að endurspegla fjölbreytta starfsemi þess. 

Merki félagsins er tæplega 70 ára gamalt og var hannað með vísan í heilbrigðisþjónustu og læknisfræði á sínum tíma. Það hefur verið uppfært einu sinni.

„Við stöndum á tímamótum og um leið og við fögnum nýjum tímum sjáum við aukin tækifæri til að sinna fjölbreyttum verkefnum félagsins,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, formaður stjórnar Krabbameinsfélagsins. 

Að hönnun nýrrar ásýndar félagsins komu auglýsingastofurnar CO+ Iceland og Brandenburg sem hannaði nýtt merki og vann endanlega útlitsvinnu.

Hjartað á réttum stað

Logo-1000_1579114595890

Valgerður segir merkið endurspegla margar hliðar starfseminnar. Lesa megi stafina K og F út úr því sem standi fyrir KrabbameinsFélagið og hringformið vísi til þess að félaginu sé ekkert óviðkomandi þegar krabbamein eru annars vegar.

 

„Og svo höfum við hjartað auðvitað á réttum stað, erum með útbreiddan faðm og í sigurstöðu eða baráttuhug eftir því hvað við á hverju sinni. Við snúum bökum saman, en merkið endurspeglar líka landsfjórðungana og við leggjum mikið upp úr því að vera til staðar fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra um allt land,“ segir Valgerður.

 


Fleiri nýjar fréttir

27. jan. 2020 : „Af hverju ekki ég?

Vigdís Finnbogadóttir var 48 ára þegar hún greindist með brjóstakrabbamein og fór í brjóstnám. Hún rifjar upp þennan tíma fyrir rúmum 40 árum þegar ekki var talað jafn opinskátt um hlutina og gert er í dag.

Lesa meira

17. jan. 2020 : Miðlun eflist - nýtt blað komið út

Blað Krabbameinsfélagsins er komið út. Í því er að finna viðtöl, fróðleik, fréttir og greinar um fjölbreytt starf félagsins. 

Lesa meira

8. jan. 2020 : Þetta reddast ekki ... án aðgerða!

Að undanförnu hefur umræða um ástand á Landspítala verið áberandi í fjölmiðlum, sérstaklega ástand á bráðamóttöku spítalans. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins skrifar.

Lesa meira

27. des. 2019 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Vinnings­tölurnar komnar í loftið – takk fyrir stuðninginn!

Dregið hefur verið Í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Happdrættið hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins um áratugaskeið og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?