Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 1. feb. 2019

Nýir sendiherrar gegn krabbameinum á Alþjóðlega krabbameinsdaginn

Krabbameinsfélagið hefur fengið fyrirtæki til liðs við sig semskuldbinda sig til þess að láta til sín taka í baráttunni gegn krabbameinum með því að miðla upplýsingum til starfsmanna og stuðla að heilsusamlegu vinnuumhverfi.

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn er haldinn árlega 4. febrúar. Í ár hefst þriggja ára herferð krabbameinsfélaga um allan heim þar sem fyrirtæki, samfélög og einstaklingar eru hvattir til að sýna stuðning, láta í sér heyra og þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir til að fækka krabbameinstilvikum.

Slagorð alþjóðlegu herferðarinnar er: „Ég er... og ég ætla...“ þar sem hverjum fyrir sig gefst færi á að lýsa sinni leið til að vinna gegn krabbameinum. 

Einn af hverjum þremur Íslendingum fær krabbamein einhvern tíma á ævinni. Í dag látast 9,6 milljónir manna úr krabbameinum í heiminum á ári hverju og á Íslandi eru krabbamein önnur algengasta dánarorsökin. Árið 2018 létust tæplega 700 manns vegna krabbameina á Íslandi. Hægt væri að koma í veg fyrir að minnsta kosti þriðjung þessara dauðsfalla með auknum forvörnum, þekkingu á einkennum, snemmgreiningu og meðferð.

Fyrirtækin í landinu hafa öfluga rödd í samfélaginu. Þau eru mikilvægur stuðningur við starfsfólk sitt og geta haft jákvæð áhrif á heilsu þess.

Fyrirtækin skuldbinda sig til að láta til sín taka í að minnsta kosti eina viku á ári í tengslum við Alþjóðlega krabbameinsdaginn með því að:

  • auka vitund meðal starfsmanna, til dæmis með fyrirlestrum frá forvarnar- og fræðsludeild Krabbameinsfélagsins
  • stuðla að heilbrigðu vinnuumhverfi, til dæmis með því að bjóða upp á fjölbreyttan og hollan mat á vinnutíma
  • hvetja til hreyfingar meðal starfsmanna, til dæmis til og frá vinnu
  • kynningar- og markaðsdeild fyrirtækisins miðli reglulega til starfsmanna og viðskiptavina fræðslumolum um einkenni krabbameina og forvarnir gegn þeim. Krabbameinsfélagið útvegi þær upplýsingar eða leiðbeini með hvar þær er að finna
  • gera starfsmönnum kleift að stunda heilsusamlegt líferni til dæmis þeim aðferðum sem lýst hefur verið hér að ofan

Krabbameinsfélagið býður upp á:

  • fjölbreytt kynningarefni fyrir heimasíður og samfélagsmiðla sem hægt er að sérsníða að fyrirtækinu
  • fjölda fyrirlestra um ýmsar hliðar krabbameina, til dæmis um viðbrögð við því þegar vinnufélagi fær krabbamein og hvaða lífsstílsþættir hafi áhrif á krabbameinsáhættu
  • ráðgjöf fyrir þá sem vilja upplýsingar um krabbamein eða stuðning í eigin veikindum eða aðstandenda
  • fjölda námskeiða fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra

Þegar fyrirtæki auðvelda starfsfólki sínu að velja heilbrigða lifnaðarhætti og vera meðvitað um lífsstílsþætti sem eru fyrirbyggjandi gegn krabbameinum, slá þau tvær flugur í einu höggi: styðja við starfsmannahópinn um leið og þau vinna gegn krabbameinum. Aukin þekking hjálpar okkur að vera vakandi fyrir  einkennum, taka upplýstar ákvarðanir um heilsu okkar og takast á við ótta og misskilning um krabbamein.       

Við hjá Krabbameinsfélagi Íslands vonumst til þess að fá þitt fyrirtæki í lið með okkur í þessu mikilvæga málefni. Hafðu samband með tölvupósti á markad@krabb.is og skráðu þitt fyrirtæki til leiks.

KRABBAMEIN SNERTIR OKKUR ÖLL - VIÐ GETUM HAFT ÁHRIF


Fleiri nýjar fréttir

Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir

22. ágú. 2019 : Hvatningarbönd fyrir hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni

Krabbameinsfélagið býður öllum hlaupurum sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu ennisband eða fyrirliðaband með slagorðunum „Ég hleyp af því ég get það.“

Lesa meira

15. ágú. 2019 : Aukaskoðun í Vestmannaeyjum 22. og 23. ágúst

Afar dræm þátttaka var í skimun fyrir brjóstakrabbameini í Vestmannaeyjum í vor og kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í póstsendingu boðsbréfa sem ekki bárust öllum konum sem komið var að í skimun.

Lesa meira

15. ágú. 2019 : Opnunartími Krabbameinsfélagsins í vetur

Starfsfólk Krabbameinsfélags Íslands er að mestu komið til starfa eftir sumarleyfi og hefðbundin starfsemi er hafin. 

Lesa meira

12. ágú. 2019 : Opið fyrir umsóknir í vísindasjóð norrænu krabbameinssamtakanna

Vakin er athygli á því að opið er fyrir umsóknir í vísindasjóð NCU (Norrænu krabbameinssamtakanna). Umsóknarfrestur er til og með 2. september næstkomandi.

Lesa meira
Brjóstaskoðun á Leitarstöð

9. ágú. 2019 : Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?