Ása Sigríður Þórisdóttir 11. mar. 2022

Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í par!

„Við erum algjörlega í skýjunum yfir frábærum móttökum við Mottumarssokkum ársins“ segir Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins. Salan í ár hefur slegið öll met og er langmesta sala frá upphafi Mottumars, sem hófst árið 2011, enda er hönnun hjónanna Bergþóru og Jóels í Farmers Market á sokkunum einstaklega falleg og ekki skemmir hjartað sem leynist í hverju pari.

„Staðan er þannig að við erum einungis með örfá sokkapör eftir hér í húsi af þeim 40.000 sem við áttum og víða eru sokkarnir uppseldir á sölustöðum“ - segir Kolbrún Silja. „Við erum á fullu að hringja út í sölustaði til að reyna að fá fleiri pör í hús til að geta annað eftirspurn sem er mikil því Mottudagurinn er í dag, föstudaginn, 11. mars“. Á Mottudeginum eru landsmenn hvattir til að gera sér glaðan dag og vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum með fjölbreyttum hætti. Í ár hvetjum við alla karla til að fara inn á mottumars.is – smella á einkenni og taka Mottumarsprófið. Það eru 12 stig í pottinum fyrir þá sem svara öllu rétt og við viljum sjá menn deila skjáskoti af sinni niðurstöðu með #mottumars #12stig

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segist vera afar þakklát yfir þeim mikla stuðningi við starfsemi félagsins sem fólk sýni með kaupum á sokkunum. Allur ágóði sölunnar rennur til fjölbreyttrar starfsemi félagsins með sérstaka áherslu á karlmenn. Þar má nefna endurgjaldslausa ráðgjöf fagfólks og stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra, krabbameinsrannsóknir sem snúa meðal annars að orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga, forvarnir til að draga úr líkum á krabbameinum og þætti til að bæta lífsgæði hjá þeim sem greinast með krabbamein.

Öll starfsemi Krabbameinsfélagsins byggist á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja í landinu.

https://www.youtube.com/watch?v=WQ3jp_hvNzY&t=8s


Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?