Ása Sigríður Þórisdóttir 11. mar. 2022

Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í par!

„Við erum algjörlega í skýjunum yfir frábærum móttökum við Mottumarssokkum ársins“ segir Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins. Salan í ár hefur slegið öll met og er langmesta sala frá upphafi Mottumars, sem hófst árið 2011, enda er hönnun hjónanna Bergþóru og Jóels í Farmers Market á sokkunum einstaklega falleg og ekki skemmir hjartað sem leynist í hverju pari.

„Staðan er þannig að við erum einungis með örfá sokkapör eftir hér í húsi af þeim 40.000 sem við áttum og víða eru sokkarnir uppseldir á sölustöðum“ - segir Kolbrún Silja. „Við erum á fullu að hringja út í sölustaði til að reyna að fá fleiri pör í hús til að geta annað eftirspurn sem er mikil því Mottudagurinn er í dag, föstudaginn, 11. mars“. Á Mottudeginum eru landsmenn hvattir til að gera sér glaðan dag og vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum með fjölbreyttum hætti. Í ár hvetjum við alla karla til að fara inn á mottumars.is – smella á einkenni og taka Mottumarsprófið. Það eru 12 stig í pottinum fyrir þá sem svara öllu rétt og við viljum sjá menn deila skjáskoti af sinni niðurstöðu með #mottumars #12stig

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segist vera afar þakklát yfir þeim mikla stuðningi við starfsemi félagsins sem fólk sýni með kaupum á sokkunum. Allur ágóði sölunnar rennur til fjölbreyttrar starfsemi félagsins með sérstaka áherslu á karlmenn. Þar má nefna endurgjaldslausa ráðgjöf fagfólks og stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra, krabbameinsrannsóknir sem snúa meðal annars að orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga, forvarnir til að draga úr líkum á krabbameinum og þætti til að bæta lífsgæði hjá þeim sem greinast með krabbamein.

Öll starfsemi Krabbameinsfélagsins byggist á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja í landinu.

https://www.youtube.com/watch?v=WQ3jp_hvNzY&t=8s


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?