Guðmundur Pálsson 7. feb. 2019

#5 - Þekkjum einkennin: Sár sem ekki grær, fæðingar­blettir, þykkildi og hnútar

Vissir þú að því fyrr sem krabbamein greinist, því líklegra er að meðferð beri árangur?

Þessi einkenni geta verið til marks um krabbamein:

  • Sár sem ekki grær, til dæmis í munni eða á kynfærum
  • Nýir fæðingarblettir eða breytingar á blettum, til dæmis á stærð, lögun eða lit
  • Þykkildi eða hnútar, til dæmis í pung, brjósti, á hálsi, tungu, handarkrika eða í nára

Einkennin geta einnig stafað af öðru en krabbameini en mikilvægt er að fá úr því skorið hjá lækni. 

Eger-banner-blar

Fræðsla og forvarnir

Birna-ThorisdottirFræðslu- og forvarnadeild Krabbameinsfélags Íslands heldur utan um fjölbreytt fræðsluefni um krabbamein og miðlar því til almennings og sérstakra hópa með fjölbreyttum hætti. Deildin vinnur náið með öðrum deildum félagsins að skilgreindum verkefnum. Meðal annars má nefna öflugt samstarf við kynningar- og fjáröflunardeildir í tengslum við fjáröflunarátökin Mottumars og Bleiku slaufuna og við Ráðgjafarþjónustuna í tengslum við námskeið og kynningarefni fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Einnig kemur deildin að undirbúningi rannsókna og kannana sem snúa meðal annars að upplifun krabbameinssjúklinga af þeirri þjónustu sem þeir fá í heilbrigðiskerfinu og þekkingu almennings á áhrifaþáttum krabbameina.

Deildin leggur sérstaka áherslu á krabbameinsforvarnir og þá sex lykilþætti sem taldir eru áhrifaríkastir til forvarna: tóbaks-, áfengis- og sólvarnir, hreyfingu, hollt mataræði og heilbrigða líkamsþyngd.

„Starfið er afar fjölbreytt og krefst þess að við fylgjumst náið með þekkingarþróun á breiðu sviði. Til að miðla efninu nýtum við okkur heimasíðu og samfélagsmiðla, höldum fyrirlestra og tökum þátt í viðburðum. Við bjóðum vinnustöðum, félagssamtökum og öðrum hópum að fá til sín fyrirlestra þeim að kostnaðarlausu,“ segir Birna Þórisdóttir, sérfræðingur í fræðslu- og forvarnardeild.

Helstu fyrirlestrarnir fjalla um lífsstíl sem krabbameinsforvörn, einkenni krabbameina, ráð til samstarfsfólks og stjórnenda þegar vinnufélagi greinist með krabbamein og mataræði í veikindum. Þá er boðið upp á fyrirlestra með sérstakan karlafókus í tengslum við Mottumars og kvennafókus í tengslum við Bleiku slaufuna.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?