Guðmundur Pálsson 7. feb. 2019

#5 - Þekkjum einkennin: Sár sem ekki grær, fæðingar­blettir, þykkildi og hnútar

Vissir þú að því fyrr sem krabbamein greinist, því líklegra er að meðferð beri árangur?

Þessi einkenni geta verið til marks um krabbamein:

  • Sár sem ekki grær, til dæmis í munni eða á kynfærum
  • Nýir fæðingarblettir eða breytingar á blettum, til dæmis á stærð, lögun eða lit
  • Þykkildi eða hnútar, til dæmis í pung, brjósti, á hálsi, tungu, handarkrika eða í nára

Einkennin geta einnig stafað af öðru en krabbameini en mikilvægt er að fá úr því skorið hjá lækni. 

Eger-banner-blar

Fræðsla og forvarnir

Birna-ThorisdottirFræðslu- og forvarnadeild Krabbameinsfélags Íslands heldur utan um fjölbreytt fræðsluefni um krabbamein og miðlar því til almennings og sérstakra hópa með fjölbreyttum hætti. Deildin vinnur náið með öðrum deildum félagsins að skilgreindum verkefnum. Meðal annars má nefna öflugt samstarf við kynningar- og fjáröflunardeildir í tengslum við fjáröflunarátökin Mottumars og Bleiku slaufuna og við Ráðgjafarþjónustuna í tengslum við námskeið og kynningarefni fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Einnig kemur deildin að undirbúningi rannsókna og kannana sem snúa meðal annars að upplifun krabbameinssjúklinga af þeirri þjónustu sem þeir fá í heilbrigðiskerfinu og þekkingu almennings á áhrifaþáttum krabbameina.

Deildin leggur sérstaka áherslu á krabbameinsforvarnir og þá sex lykilþætti sem taldir eru áhrifaríkastir til forvarna: tóbaks-, áfengis- og sólvarnir, hreyfingu, hollt mataræði og heilbrigða líkamsþyngd.

„Starfið er afar fjölbreytt og krefst þess að við fylgjumst náið með þekkingarþróun á breiðu sviði. Til að miðla efninu nýtum við okkur heimasíðu og samfélagsmiðla, höldum fyrirlestra og tökum þátt í viðburðum. Við bjóðum vinnustöðum, félagssamtökum og öðrum hópum að fá til sín fyrirlestra þeim að kostnaðarlausu,“ segir Birna Þórisdóttir, sérfræðingur í fræðslu- og forvarnardeild.

Helstu fyrirlestrarnir fjalla um lífsstíl sem krabbameinsforvörn, einkenni krabbameina, ráð til samstarfsfólks og stjórnenda þegar vinnufélagi greinist með krabbamein og mataræði í veikindum. Þá er boðið upp á fyrirlestra með sérstakan karlafókus í tengslum við Mottumars og kvennafókus í tengslum við Bleiku slaufuna.


Fleiri nýjar fréttir

1. jún. 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?