Sigrún Elva Einarsdóttir 5. feb. 2019

#3 - Þekkjum einkennin: Óútskýrt þyngd­ar­tap eða lang­varandi óþægindi frá meltingar­vegi

Vissir þú að því fyrr sem krabbamein greinist, því líklegra er að meðferð beri árangur?

Óútskýrt þyngdartap eða langvarandi óþægindi frá meltingarvegi

Óútskýrt þyngdartap eða langvarandi óþægindi frá meltingarvegi, til dæmis magaverkir eða uppþemba, geta verið vísbending um krabbamein.

Þessi einkenni geta einnig stafað af öðru en krabbameini en mikilvægt er að fá úr því skorið hjá lækni. 

Eger-banner-blar

Yfir 600 rannsóknir á krabbameinum í 65 ár

Krabbameinsfélag Íslands hefur stutt dyggilega við margvíslegar rannsóknir í tengslum við krabbamein allt frá árinu 1954. Krabbameinsskráin vistar upplýsingar um alla sem greinast með krabbamein hér á landi og vinnur úr gögnunum til að afla þekkingar á orsökum og eðli krabbameina.

Skráin er lýðgrunduð og er ein fárra slíkra í heiminum, þ.e. hún tekur til heillar þjóðar og því á engan hátt bjöguð varðandi val í skráningu.

Gögn frá Krabbameinsskrá liggja til grunndvallar yfir 600 birtum vísindarannsókna sem hafa verið gerðar af innlendum og erlendum aðilum. Auk þess er Krabbameinsskráin virkur frumkvöðull eða þáttakandi í fjölda rannsókna. Á síðasta ári voru birtar á annan tug vísindagreina úr gögnum frá skránni í ritrýndum erlendum tímaritum. Rannsóknarefnin hafa verið margvísleg, svo sem að kanna tengsl atvinnu við krabbamein, að skoða tengsl tíðahvarfahormóna við brjóstakrabbameinsáhættu, að skoða áhrif bóluefnis gegn leghálskrabbameini o.s.frv.

Rannsóknir þessar hafa mikla þýðingu til að skilja orsakir og eðli krabbameina sem er nauðsynlegt til að hægt sé fyrirbyggja og bæta greiningu og meðferð.

Vísindasjóður eflir rannsóknir

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins var stofnaður 2015 og hefur að markmiði að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum. Úr sjóðnum eru veittir styrkir til rannsókna á orsökum krabbameina, forvörnum og lífsgæðum sjúklinga. 

Á síðustu tveimur árum hefur 98 milljónum króna verið veitt til 24 rannsókna hér á landi. 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr sjóðnum árið 2019 og er umsóknarfrestur til 4. mars.

Rannsóknir sem hlotið hafa styrki spanna vítt svið. Sem dæmi má nefna rannsóknir um þróun krabbameina, meðferðarúrræða, betri meðferð barna og andlega heilsu og lífsgæði sjúklinga. 

 


Fleiri nýjar fréttir

1. jún. 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?