Sigrún Elva Einarsdóttir 5. feb. 2019

#3 - Þekkjum einkennin: Óútskýrt þyngd­ar­tap eða lang­varandi óþægindi frá meltingar­vegi

Vissir þú að því fyrr sem krabbamein greinist, því líklegra er að meðferð beri árangur?

Óútskýrt þyngdartap eða langvarandi óþægindi frá meltingarvegi

Óútskýrt þyngdartap eða langvarandi óþægindi frá meltingarvegi, til dæmis magaverkir eða uppþemba, geta verið vísbending um krabbamein.

Þessi einkenni geta einnig stafað af öðru en krabbameini en mikilvægt er að fá úr því skorið hjá lækni. 

Eger-banner-blar

Yfir 600 rannsóknir á krabbameinum í 65 ár

Krabbameinsfélag Íslands hefur stutt dyggilega við margvíslegar rannsóknir í tengslum við krabbamein allt frá árinu 1954. Krabbameinsskráin vistar upplýsingar um alla sem greinast með krabbamein hér á landi og vinnur úr gögnunum til að afla þekkingar á orsökum og eðli krabbameina.

Skráin er lýðgrunduð og er ein fárra slíkra í heiminum, þ.e. hún tekur til heillar þjóðar og því á engan hátt bjöguð varðandi val í skráningu.

Gögn frá Krabbameinsskrá liggja til grunndvallar yfir 600 birtum vísindarannsókna sem hafa verið gerðar af innlendum og erlendum aðilum. Auk þess er Krabbameinsskráin virkur frumkvöðull eða þáttakandi í fjölda rannsókna. Á síðasta ári voru birtar á annan tug vísindagreina úr gögnum frá skránni í ritrýndum erlendum tímaritum. Rannsóknarefnin hafa verið margvísleg, svo sem að kanna tengsl atvinnu við krabbamein, að skoða tengsl tíðahvarfahormóna við brjóstakrabbameinsáhættu, að skoða áhrif bóluefnis gegn leghálskrabbameini o.s.frv.

Rannsóknir þessar hafa mikla þýðingu til að skilja orsakir og eðli krabbameina sem er nauðsynlegt til að hægt sé fyrirbyggja og bæta greiningu og meðferð.

Vísindasjóður eflir rannsóknir

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins var stofnaður 2015 og hefur að markmiði að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum. Úr sjóðnum eru veittir styrkir til rannsókna á orsökum krabbameina, forvörnum og lífsgæðum sjúklinga. 

Á síðustu tveimur árum hefur 98 milljónum króna verið veitt til 24 rannsókna hér á landi. 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr sjóðnum árið 2019 og er umsóknarfrestur til 4. mars.

Rannsóknir sem hlotið hafa styrki spanna vítt svið. Sem dæmi má nefna rannsóknir um þróun krabbameina, meðferðarúrræða, betri meðferð barna og andlega heilsu og lífsgæði sjúklinga. 

 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?