Guðmundur Pálsson 30. júl. 2020

Notum andlits­grímur í heimsókn á Leitar­stöðina

Þeim sem heimsækja Leitarstöðina ber að nota andlitsgrímur við skimunina. 

Við gerum okkar ýtrasta til að fara eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis, passa upp á fjarlægð á milli einstaklinga og fjölda í hverju rými.

Í samræmi við hertar aðgerðir vegna Covid-19, er athygli þeirra sem heimsækja Leitarstöðina vakin á að samkvæmt sóttvarnaryfirvöldum ber þeim að nota andlitsgrímur við skimunina.

Því er mikilvægt að konur:

  • Komi á þeim tíma sem þær hafa bókað, ekki of snemma og ekki of seint.
  • Komi ekki í fylgd með öðrum inn á Leitarstöðina, þurfi þær aðstoð eru þær beðnar um að hafa samband við Leitarstöðina í síma 540 1919.
  • Bíði með að koma til okkar hafi þær flensulík einkenni.

Við biðjum alla sem koma í Leitarstöðina að sýna þolinmæði og tillitsemi svo unnt sé að fylgja þessum fyrirmælum.

Konur eru sömuleiðis beðnar að afpanta tíma finni þær fyrir Covid-líkum einkennum og kynna sér leiðbeiningar sóttvarnaryfirvalda.

Covid-19 alert:

You need to use face-mask when visiting the clinic for screening.  Please cancel your appointment if you feel unwell. If you have a fever, cough and difficulty breathing, seek medical attention.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?