Ása Sigríður Þórisdóttir 10. jún. 2020

Norrænu krabbameins­samtökin - Covid-19 og krabbamein

Norrænu krabbameinssamtökin (NCU) hvetja rannsóknarteymi til að sækja um styrki til rannsókna á Norðurlöndunum um krabbamein og Covid-19. Veittir eru styrkir að hámarki 30 milljónum íslenskra króna.

Hvetja til rannsókna á hvernig krabbameinssjúklingum reiðir af eftir Covid-19

Norrænu krabbameinssamtökin (NCU) hvetja rannsóknarteymi til að sækja um styrki til rannsókna á Norðurlöndunum um Covid-19. Veittir eru styrkir að hámarki 30 milljónum íslenskra króna.

Bakgrunnur

Mikið álag hefur verið á heilbrigðiskerfi um allan heim vegna Covid-19. Fyrir krabbameinssjúklinga hefur faraldurinn verið einkar kvíðvænlegur. Auk þess að hafa áhyggjur af sjúkdómnum hafa margir upplifað breytingar á þjónustu heilbrigðiskerfisins vegna áherslu á að takast á við faraldurinn. Margir krabbameinssjúklingar hafa einnig áhyggjur af því að smitast af Covid-19 vegna veiks ónæmiskerfis af völdum krabbameinsmeðferða. Jafnvel þó margt bendi til að krabbameinssjúklingar séu líklegri til að smitast og líkur séu einnig meiri á því að vírusinn leggist harðar á þá, vantar meiri þekkingu bæði alþjóðlega og á Norðurlöndum.

Ein af áskorunum varðandi rannsóknir á Covid-19 og krabbameinum er að jafnvel þó um sé að ræða faraldur er hlutfall krabbameinssjúklinga í Covid-19 rannsóknum oft svo lágt að erfitt er að fá marktækar niðurstöður varðandi þá. Þetta á sérstaklega við um smærri þjóðir eins og á Norðurlöndunum. Rannsóknir sem framkvæmdar eru á Norðurlöndunum með sína 27 milljón íbúa, munu leiða af sér mikilvægar niðurstöður.

Norðurlöndin hafa þann kost að halda framúrskarandi og áreiðanlegar skrár yfir krabbamein sem hægt er að nýta til rannsókna á þessum heimsfaraldri út frá krabbameinssjúklingum. Þær upplýsingar væri erfitt að fá í öðrum löndum.

Hvatning til rannsóknarteyma til að sækja um

Norrænu krabbameinssamtökin samanstanda af krabbameinsfélögum á Norðurlöndunum og bjóða rannsóknarteymum að sækja um styrki með því að leggja fram rannsóknartillögur um Covid-19 og krabbamein. Leitað er eftir verkefnum sem fjalla um eftirfarandi (ekki tæmandi listi):

  • Tíðni Covid-19 meðal krabbameinssjúklinga
  • Dánartíðni krabbameinssjúklinga með Covid-19
  • Alvarleiki og fylgikvillar vegna Covid-19 hjá krabbameinssjúklingum
  • Afleiðingar Covid-19 faraldursins á krabbameinsmeðferðir almennt (t.d. greiningu, meðferð, endurhæfingu og líknandi meðferð)

Rannsóknartillögur þurfa að innihalda gögn frá öllum Norðurlöndunum og skjalfesta rannsóknarsamvinnu milli allra þátttökulanda. Vísindanefnd Norrænu krabbameinssamtakanna mun fara yfir allar umsóknir og stjórn samtakanna tekur endanlega ákvörðun um styrkveitingar.

Umsóknir

Verkefnalýsing skal nema að hámarki fimm blaðsíðum með vinnuáætlun, tímaáætlun og upplýsingum um samstarfsaðila.

  • Tilgreina skal ávinninginn af norrænu samstarfi í verkefnalýsingu
  • Upplýsingar um fjárhagsáætlun ásamt upplýsingum um aðra styrki
  • Stutt ferilskrá umsækjenda, upplýsingar um stöðu, heimilisföng, símanúmer og netfang að minnsta kosti aðalumsækjanda

Viðmið

  • Tímarammi: 2 ár
  • Fjárhagsáætlun: Hámark 200.000 evrur (30 milljónir íslenskra króna)

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur: 1. september, 2020

Ferli

Vísindanefnd NCU mun fara yfir allar umsóknir og endanleg ákvörðun um styrkiveitingar verður tekin af stjórn 10. desember 2020.

Skilmálar

Vinsamlegast lesið leiðbeiningar um umsókn og úthlutun áður en byrjað er á umsóknarferlinu.

Hvernig á að sækja um

Umsóknin skal vera á ensku á rafrænu afritunar- og tilkynningakerfi danska krabbameinsfélagsins smellið hér og veljið ‘NCU - Strategic projects'.

Fjármagnið skal aðeins nota í þeim tilgangi sem fram kemur í umsókninni. Samtökin áskilja sér rétt til að krefjast endurgreiðslu sé misbrestur á því.

Allar breytingar og frávik frá umsókninni verða að vera samþykktar af stjórn Norrænu krabbameinssamtakanna. Verkefnastjórnum er skylt að nefna framlag samtakanna til verkefnisins í öllum ytri samskiptum sem tengjast verkefninu.

Frekari upplýsingar

Umsækjendum er velkomið að hafa samband við rannsóknarskrifstofu NCU fyrir frekari upplýsingar. Spurningar er varða umsóknarform má senda til Anne Mette Bak, á netfangið: amb@cancer.dk eða hafa samband í síma: + 45 3525 7257.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?