Ása Sigríður Þórisdóttir 10. jún. 2020

Norrænu krabbameins­samtökin - Covid-19 og krabbamein

Norrænu krabbameinssamtökin (NCU) hvetja rannsóknarteymi til að sækja um styrki til rannsókna á Norðurlöndunum um krabbamein og Covid-19. Veittir eru styrkir að hámarki 30 milljónum íslenskra króna.

Hvetja til rannsókna á hvernig krabbameinssjúklingum reiðir af eftir Covid-19

Norrænu krabbameinssamtökin (NCU) hvetja rannsóknarteymi til að sækja um styrki til rannsókna á Norðurlöndunum um Covid-19. Veittir eru styrkir að hámarki 30 milljónum íslenskra króna.

Bakgrunnur

Mikið álag hefur verið á heilbrigðiskerfi um allan heim vegna Covid-19. Fyrir krabbameinssjúklinga hefur faraldurinn verið einkar kvíðvænlegur. Auk þess að hafa áhyggjur af sjúkdómnum hafa margir upplifað breytingar á þjónustu heilbrigðiskerfisins vegna áherslu á að takast á við faraldurinn. Margir krabbameinssjúklingar hafa einnig áhyggjur af því að smitast af Covid-19 vegna veiks ónæmiskerfis af völdum krabbameinsmeðferða. Jafnvel þó margt bendi til að krabbameinssjúklingar séu líklegri til að smitast og líkur séu einnig meiri á því að vírusinn leggist harðar á þá, vantar meiri þekkingu bæði alþjóðlega og á Norðurlöndum.

Ein af áskorunum varðandi rannsóknir á Covid-19 og krabbameinum er að jafnvel þó um sé að ræða faraldur er hlutfall krabbameinssjúklinga í Covid-19 rannsóknum oft svo lágt að erfitt er að fá marktækar niðurstöður varðandi þá. Þetta á sérstaklega við um smærri þjóðir eins og á Norðurlöndunum. Rannsóknir sem framkvæmdar eru á Norðurlöndunum með sína 27 milljón íbúa, munu leiða af sér mikilvægar niðurstöður.

Norðurlöndin hafa þann kost að halda framúrskarandi og áreiðanlegar skrár yfir krabbamein sem hægt er að nýta til rannsókna á þessum heimsfaraldri út frá krabbameinssjúklingum. Þær upplýsingar væri erfitt að fá í öðrum löndum.

Hvatning til rannsóknarteyma til að sækja um

Norrænu krabbameinssamtökin samanstanda af krabbameinsfélögum á Norðurlöndunum og bjóða rannsóknarteymum að sækja um styrki með því að leggja fram rannsóknartillögur um Covid-19 og krabbamein. Leitað er eftir verkefnum sem fjalla um eftirfarandi (ekki tæmandi listi):

  • Tíðni Covid-19 meðal krabbameinssjúklinga
  • Dánartíðni krabbameinssjúklinga með Covid-19
  • Alvarleiki og fylgikvillar vegna Covid-19 hjá krabbameinssjúklingum
  • Afleiðingar Covid-19 faraldursins á krabbameinsmeðferðir almennt (t.d. greiningu, meðferð, endurhæfingu og líknandi meðferð)

Rannsóknartillögur þurfa að innihalda gögn frá öllum Norðurlöndunum og skjalfesta rannsóknarsamvinnu milli allra þátttökulanda. Vísindanefnd Norrænu krabbameinssamtakanna mun fara yfir allar umsóknir og stjórn samtakanna tekur endanlega ákvörðun um styrkveitingar.

Umsóknir

Verkefnalýsing skal nema að hámarki fimm blaðsíðum með vinnuáætlun, tímaáætlun og upplýsingum um samstarfsaðila.

  • Tilgreina skal ávinninginn af norrænu samstarfi í verkefnalýsingu
  • Upplýsingar um fjárhagsáætlun ásamt upplýsingum um aðra styrki
  • Stutt ferilskrá umsækjenda, upplýsingar um stöðu, heimilisföng, símanúmer og netfang að minnsta kosti aðalumsækjanda

Viðmið

  • Tímarammi: 2 ár
  • Fjárhagsáætlun: Hámark 200.000 evrur (30 milljónir íslenskra króna)

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur: 1. september, 2020

Ferli

Vísindanefnd NCU mun fara yfir allar umsóknir og endanleg ákvörðun um styrkiveitingar verður tekin af stjórn 10. desember 2020.

Skilmálar

Vinsamlegast lesið leiðbeiningar um umsókn og úthlutun áður en byrjað er á umsóknarferlinu.

Hvernig á að sækja um

Umsóknin skal vera á ensku á rafrænu afritunar- og tilkynningakerfi danska krabbameinsfélagsins smellið hér og veljið ‘NCU - Strategic projects'.

Fjármagnið skal aðeins nota í þeim tilgangi sem fram kemur í umsókninni. Samtökin áskilja sér rétt til að krefjast endurgreiðslu sé misbrestur á því.

Allar breytingar og frávik frá umsókninni verða að vera samþykktar af stjórn Norrænu krabbameinssamtakanna. Verkefnastjórnum er skylt að nefna framlag samtakanna til verkefnisins í öllum ytri samskiptum sem tengjast verkefninu.

Frekari upplýsingar

Umsækjendum er velkomið að hafa samband við rannsóknarskrifstofu NCU fyrir frekari upplýsingar. Spurningar er varða umsóknarform má senda til Anne Mette Bak, á netfangið: amb@cancer.dk eða hafa samband í síma: + 45 3525 7257.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?