Ása Sigríður Þórisdóttir 12. mar. 2020

Tryggðu þér par!

Nú eru síðustu forvöð að tryggja sér Mottumarssokka. Við höfum fyllt á sölustaði en það eru bara örfá pör eftir í vefverslun Krabbameinsfélagsins. Síðasti dagur sokkasölunnar er 15. mars.

Það hefur verið líf og fjör hér í Skógarhlíðinni undanfarið við að taka á móti sokkapöntunum viðskiptavina, fyrirtækja og verslana. Nú er það svo að lagerinn okkar er að klárast seinustu pörin eru komin í vefverslun Krabbameinsfélagsins. Við höfum fyllt á sölustaði um land allt þannig að allir ættu að geta tryggt sér par. Sokkarnir eru fáanlegir í stærðum 26-45, barnastærðir eru eingöngu seldar í vefverslun.

Síðasti dagur sokkasölunnar er 15. mars.

Þinn stuðningur skiptir okkur öllu máli. Starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir á söfnunarfé. Allur ágóði af sölu sokka í Mottumars rennur til vísindastarfs, rannsókna, fræðslu, forvarna og til að veita endurgjaldslausa þjónustu, stuðning og ráðgjöf með námskeiðahaldi og viðtölum við fagaðila.

Mottumarssokkarnir 2020 eru hannaðir af Gunnari Hilmarssyni hjá Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar og framleiddir af Sokkabúðinni Cobra. 

 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?