Ása Sigríður Þórisdóttir 1. feb. 2023

Mottumarssokkar til góðs

Við erum ákaflega þakklát Krabbameinsfélaginu fyrir verðmæta sokkagjöf. Þessir 7.000 sokkapör munu nýtast okkar skjólstæðingum afar vel. Hópurinn sem við erum að þjónusta er afar fjölbreyttur og þörfin þar er víða mikil fyrir aðstoð segir Davíð Jón Kristjánsson deildarstjóri hjá Vinnumálastofnun.

Fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins Mottumars er landsmönnum flestum afar vel kunnugt. Í átakinu eru sokkar sem hannaðir eru í samstarfi við valda samstarfsaðila hverju sinni seldir til stuðnings Krabbameinsfélaginu í baráttunni gegn krabbameinum hjá karlmönnum. Sokkarnir eru seldir í fjölda verslana og sölustaða um allt land.

„Mottumarssokkana má ekki selja nema í mjög takmarkaðan tíma, vegna skattalaga. Til að dreifingin sé nægjanlega mikil þarf alltaf að kaupa svolítið umframmagn og því hefur safnast svolítill lager hjá félaginu. Í geymslu verða sokkarnir að litlu gagni og við vorum fljót að stökkva á hugmynd Bjarna í fasteignaumsjóninni hjá okkur um að við kæmum þeim til Vinnumálastofnunar sem hefur umsjón með þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Enda teljum við það afar mikilvægt og jákvætt að sokkarnir okkar fínu haldi áfram að leiða til góðs, segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagins.“

„Við erum ákaflega þakklát Krabbameinsfélaginu fyrir verðmæta sokkagjöf. Þessir 7.000 sokkapör munu nýtast okkar skjólstæðingum afar vel. Hópurinn sem við erum að þjónusta er afar fjölbreyttur og þörfin þar er víða mikil fyrir aðstoð. Við höfum átt bakhjarla sem hafa aðstoðað okkur með fatagjafir en sokkar og nærföt eru ekki þar á meðal. Sokkunum verður dreift til okkar núverandi þjónustuþega ásamt því að þeim verður dreift sem hluta af startpakka þegar þau koma í þjónustu okkur. Það er ekki síst mikilvægt í kuldatíð eins og núna segir Davíð Jón Kristjánsson deildarstjóri hjá Vinnumálastofnun.

Á myndinni má sjá Höllu Þorvaldsdóttur og Davíð Jón Kristjánsson með nokkrar tegundir af Mottumarsokkum. 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?