Ása Sigríður Þórisdóttir 1. feb. 2023

Mottumarssokkar til góðs

Við erum ákaflega þakklát Krabbameinsfélaginu fyrir verðmæta sokkagjöf. Þessir 7.000 sokkapör munu nýtast okkar skjólstæðingum afar vel. Hópurinn sem við erum að þjónusta er afar fjölbreyttur og þörfin þar er víða mikil fyrir aðstoð segir Davíð Jón Kristjánsson deildarstjóri hjá Vinnumálastofnun.

Fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins Mottumars er landsmönnum flestum afar vel kunnugt. Í átakinu eru sokkar sem hannaðir eru í samstarfi við valda samstarfsaðila hverju sinni seldir til stuðnings Krabbameinsfélaginu í baráttunni gegn krabbameinum hjá karlmönnum. Sokkarnir eru seldir í fjölda verslana og sölustaða um allt land.

„Mottumarssokkana má ekki selja nema í mjög takmarkaðan tíma, vegna skattalaga. Til að dreifingin sé nægjanlega mikil þarf alltaf að kaupa svolítið umframmagn og því hefur safnast svolítill lager hjá félaginu. Í geymslu verða sokkarnir að litlu gagni og við vorum fljót að stökkva á hugmynd Bjarna í fasteignaumsjóninni hjá okkur um að við kæmum þeim til Vinnumálastofnunar sem hefur umsjón með þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Enda teljum við það afar mikilvægt og jákvætt að sokkarnir okkar fínu haldi áfram að leiða til góðs, segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagins.“

„Við erum ákaflega þakklát Krabbameinsfélaginu fyrir verðmæta sokkagjöf. Þessir 7.000 sokkapör munu nýtast okkar skjólstæðingum afar vel. Hópurinn sem við erum að þjónusta er afar fjölbreyttur og þörfin þar er víða mikil fyrir aðstoð. Við höfum átt bakhjarla sem hafa aðstoðað okkur með fatagjafir en sokkar og nærföt eru ekki þar á meðal. Sokkunum verður dreift til okkar núverandi þjónustuþega ásamt því að þeim verður dreift sem hluta af startpakka þegar þau koma í þjónustu okkur. Það er ekki síst mikilvægt í kuldatíð eins og núna segir Davíð Jón Kristjánsson deildarstjóri hjá Vinnumálastofnun.

Á myndinni má sjá Höllu Þorvaldsdóttur og Davíð Jón Kristjánsson með nokkrar tegundir af Mottumarsokkum. 


Fleiri nýjar fréttir

27. mar. 2023 : Stuðningur í verki

Viðtal við hjónin Hildi Ýr Kristinsdóttur og Helga Rúnar Bragason, þátttakanda í Skeggkeppni Mottumars og heiðursfélaga Round Table Ísland. Söfnunarsíðu Helga Rúnars í Skeggkeppni Mottumars má nálgast hér.

Lesa meira

27. mar. 2023 : Krabbameinsfélagið á ferð og flugi

Eitt af verkefnum Krabbameinsfélagsins er að sinna fræðslu og forvarnarstarfi, en vinnustöðum og fyrirtækjum stendur til boða að fá fræðsluerindi fyrir starfsmannahópa frá sérfræðingum félagsins. 

Lesa meira

25. mar. 2023 : Svona nýtist þinn stuðningur

Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar kemur að krabbameinum. Starfsemi og þjónusta félagsins er fyrir alla en í Bleiku slaufunni í október er athyglinni beint að krabbameinum hjá konum og í Mottumars að krabbameinum hjá körlum með áherslu á forvarnir og fræðslu af ýmsu tagi.

Lesa meira

25. mar. 2023 : Örþing Krabba­meins­félags­ins í tilefni Mottumars

Á Mottudeginum 31. mars stendur Krabbameinsfélagið fyrir málþingi sem ber yfirskriftina „Ekki humma fram af þér heilsuna!“ 

Lesa meira

24. mar. 2023 : Einstakrar konu minnst

Í dag er kvödd frá Hallgrímskirkju Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og stofnandi samtakanna Göngum saman. Með Gunnhildi er gengin einstök kona sem skildi mikið eftir sig. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnhildi víða í samfélaginu en mestur er auðvitað missir fjölskyldu Gunnhildar. Hjá Krabbameinsfélaginu er Gunnhildar minnst með mikilli hlýju og virðingu og aðstandendum Gunnhildar sendir félagið innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?