Björn Teitsson 8. apr. 2021

Mottumarsherferðin frá 2020 tilnefnd til Lúðursins

  • KRA_MM2020_krabb-is_banner-hreyfing_1000x538_at2x

Mottumarsherferðin frá 2020, þar sem Laddi hvatti þjóðina til að hreyfa sig með dyggri aðstoð góðra manna, hefur verið tilnefnd til Lúðursins í flokki kvikmyndaðra auglýsinga í flokki samfélagsauglýsinga. 

Það var okkar ástkæri Laddi sem var sögumaðurinn í eftirminnilegri auglýsingu Mottumars ársins 2020. Hann notaðist þar við gamlan smell úr eigin ranni, Súperman frá árinu 1983, en í þetta sinn sunginn með nýjum texta sem ætlað var að hreyfa við þjóðinni. 

Laddi fór fyrir stjörnum prýddum hópi karla sem kynntu til leiks Heilsuráð Mottumars. Þeir kenndu þjóðinni að drepa í [sígarettunni], minnka [áfengis]sullið, maka sólarvörn, fá sér göngutúr, taka skriðsund, dansa og hreyfa sig á fjölbreyttan hátt, borða rétt, drekka vatn, sofa vel, tékka á sér [vera vakandi fyrir breytingum á líkamanum] og klóra sér í pungnum [þreifa eftir hnút í eista]. Þetta eru helstu þættirnir sem geta komið í veg fyrir 30-50% krabbameina og gert það að verkum að krabbamein greinist snemma og hefur hvað bestar horfur.

Það var Brandenburg sem sá um framleiðslu auglýsingarinnar og herferðarinnar en samstarf stofunnar við Krabbameinsfélagsins hefur reynst einstaklega árangursríkt. Hafa Mottumarsherferðirnar hlotið alls sex Lúðra á síðustu sex árum og hafa þær frá því að fyrstu herferðinni var hleypt af stokkunum árið 2011 alls hlotið 20 tilnefningar til Lúðursins! 

Nú er að krossa putta og vona að sjöundi Lúðurinn detti í hús í Skógarhlíðina. 


https://www.youtube.com/watch?v=hGZ-wLVGUec

Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?