Björn Teitsson 8. apr. 2021

Mottumarsherferðin frá 2020 tilnefnd til Lúðursins

  • KRA_MM2020_krabb-is_banner-hreyfing_1000x538_at2x

Mottumarsherferðin frá 2020, þar sem Laddi hvatti þjóðina til að hreyfa sig með dyggri aðstoð góðra manna, hefur verið tilnefnd til Lúðursins í flokki kvikmyndaðra auglýsinga í flokki samfélagsauglýsinga. 

Það var okkar ástkæri Laddi sem var sögumaðurinn í eftirminnilegri auglýsingu Mottumars ársins 2020. Hann notaðist þar við gamlan smell úr eigin ranni, Súperman frá árinu 1983, en í þetta sinn sunginn með nýjum texta sem ætlað var að hreyfa við þjóðinni. 

Laddi fór fyrir stjörnum prýddum hópi karla sem kynntu til leiks Heilsuráð Mottumars. Þeir kenndu þjóðinni að drepa í [sígarettunni], minnka [áfengis]sullið, maka sólarvörn, fá sér göngutúr, taka skriðsund, dansa og hreyfa sig á fjölbreyttan hátt, borða rétt, drekka vatn, sofa vel, tékka á sér [vera vakandi fyrir breytingum á líkamanum] og klóra sér í pungnum [þreifa eftir hnút í eista]. Þetta eru helstu þættirnir sem geta komið í veg fyrir 30-50% krabbameina og gert það að verkum að krabbamein greinist snemma og hefur hvað bestar horfur.

Það var Brandenburg sem sá um framleiðslu auglýsingarinnar og herferðarinnar en samstarf stofunnar við Krabbameinsfélagsins hefur reynst einstaklega árangursríkt. Hafa Mottumarsherferðirnar hlotið alls sex Lúðra á síðustu sex árum og hafa þær frá því að fyrstu herferðinni var hleypt af stokkunum árið 2011 alls hlotið 20 tilnefningar til Lúðursins! 

Nú er að krossa putta og vona að sjöundi Lúðurinn detti í hús í Skógarhlíðina. 


https://www.youtube.com/watch?v=hGZ-wLVGUec

Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?