Björn Teitsson 8. apr. 2021

Mottumarsherferðin frá 2020 tilnefnd til Lúðursins

  • KRA_MM2020_krabb-is_banner-hreyfing_1000x538_at2x

Mottumarsherferðin frá 2020, þar sem Laddi hvatti þjóðina til að hreyfa sig með dyggri aðstoð góðra manna, hefur verið tilnefnd til Lúðursins í flokki kvikmyndaðra auglýsinga í flokki samfélagsauglýsinga. 

Það var okkar ástkæri Laddi sem var sögumaðurinn í eftirminnilegri auglýsingu Mottumars ársins 2020. Hann notaðist þar við gamlan smell úr eigin ranni, Súperman frá árinu 1983, en í þetta sinn sunginn með nýjum texta sem ætlað var að hreyfa við þjóðinni. 

Laddi fór fyrir stjörnum prýddum hópi karla sem kynntu til leiks Heilsuráð Mottumars. Þeir kenndu þjóðinni að drepa í [sígarettunni], minnka [áfengis]sullið, maka sólarvörn, fá sér göngutúr, taka skriðsund, dansa og hreyfa sig á fjölbreyttan hátt, borða rétt, drekka vatn, sofa vel, tékka á sér [vera vakandi fyrir breytingum á líkamanum] og klóra sér í pungnum [þreifa eftir hnút í eista]. Þetta eru helstu þættirnir sem geta komið í veg fyrir 30-50% krabbameina og gert það að verkum að krabbamein greinist snemma og hefur hvað bestar horfur.

Það var Brandenburg sem sá um framleiðslu auglýsingarinnar og herferðarinnar en samstarf stofunnar við Krabbameinsfélagsins hefur reynst einstaklega árangursríkt. Hafa Mottumarsherferðirnar hlotið alls sex Lúðra á síðustu sex árum og hafa þær frá því að fyrstu herferðinni var hleypt af stokkunum árið 2011 alls hlotið 20 tilnefningar til Lúðursins! 

Nú er að krossa putta og vona að sjöundi Lúðurinn detti í hús í Skógarhlíðina. 


https://www.youtube.com/watch?v=hGZ-wLVGUec

Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?