Ása Sigríður Þórisdóttir 1. mar. 2023

Mottumars er hafinn

Í dag er 1. mars og það þýðir að Mottumars er hafinn. Eins og fyrri ár er hann tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum, en árlega greinast 892 karlmenn með krabbamein. Í dag eru 7.630 karlmenn á lífi sem greinst hafa með krabbamein.

Skartaðu mottunni

Einkennismerki Mottumars er yfirvaraskeggið. Mottukeppnin er hafin og lýkur 31. mars og því er ekki eftir neinu að bíða. Þátttakendur eru hvattir til að skarta mottu og skrá sig til leiks á mottumars.is. Þar geta vinir, vandamenn og landsmenn allir lagt málefninu lið með því að heita á keppendur. Nánari upplýsingar um keppnina má nálgast hér.

Upp með sokkana

Sokkarnir koma í sölu í glænýjum búningi þann 9. mars næstkomandi. Það ríkti mikil gleði í Skógarhlíðinni þegar sokkunum var pakkað til flutnings og hlökkum við mikið til að sjá þá á fótum landsmanna. Vonandi verða sem flestir búnir að næla sér í par fyrir Mottudaginn 31. mars.

Fjölbreytt fræðsla og viðburðir

Að venju verður ýmislegt um að vera hjá félaginu í tengslum við Mottumars. Vefverslunin verður í Mottumarsbúningi, aðildarfélög Krabbameinsfélagsins standa fyrir viðburðum og félagið býður upp á margs konar fræðslu um karlmenn og krabbamein.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur málið nánar á mottumars.is.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?