Ása Sigríður Þórisdóttir 1. mar. 2023

Mottumars er hafinn

Í dag er 1. mars og það þýðir að Mottumars er hafinn. Eins og fyrri ár er hann tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum, en árlega greinast 892 karlmenn með krabbamein. Í dag eru 7.630 karlmenn á lífi sem greinst hafa með krabbamein.

Skartaðu mottunni

Einkennismerki Mottumars er yfirvaraskeggið. Mottukeppnin er hafin og lýkur 31. mars og því er ekki eftir neinu að bíða. Þátttakendur eru hvattir til að skarta mottu og skrá sig til leiks á mottumars.is. Þar geta vinir, vandamenn og landsmenn allir lagt málefninu lið með því að heita á keppendur. Nánari upplýsingar um keppnina má nálgast hér.

Upp með sokkana

Sokkarnir koma í sölu í glænýjum búningi þann 9. mars næstkomandi. Það ríkti mikil gleði í Skógarhlíðinni þegar sokkunum var pakkað til flutnings og hlökkum við mikið til að sjá þá á fótum landsmanna. Vonandi verða sem flestir búnir að næla sér í par fyrir Mottudaginn 31. mars.

Fjölbreytt fræðsla og viðburðir

Að venju verður ýmislegt um að vera hjá félaginu í tengslum við Mottumars. Vefverslunin verður í Mottumarsbúningi, aðildarfélög Krabbameinsfélagsins standa fyrir viðburðum og félagið býður upp á margs konar fræðslu um karlmenn og krabbamein.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur málið nánar á mottumars.is.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?