Björn Teitsson 26. feb. 2021

Mottumars er farinn af stað!

  • SOS_4643

Þótt febrúar sé enn í andarslitunum var Mottumars settur með formlegum hætti í dag. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þáðu þá skeggsnyrtingu frá Herramönnum. 

Árveknisátak Krabbameinsfélagsins um krabbamein í körlum, Mottumars, var keyrt formlega í gang föstudaginn 26. febrúar kl. 13 í húsakynnum Slökkviliðsins í Skógarhlíð 14. Þar þáðu fulltrúar Slökkviliðsins og Landhelgisgæslunnar skeggsnyrtingu frá rakarastofunni Herramönnum í Kópavogi. Þessir sömu fulltrúar tóku sig vægast sagt glæsilega út að snyrtingunni lokinni, eins og sjá má á þessum myndum. 

SOS_4785Þeir Einar Ingi Reynisson og Snorri Hrafnkelsson voru fulltrúar Landhelgisgæslunnar og voru stórglæsilegir. (MYND: Sigurður Ólafur Sigurðsson).

Mottumars hefur farið fram óslitið frá árinu 2011 og er átakinu ætlað að safna fé til rannsókna á krabbameinum í körlum, til ráðgjafar og stuðnings þeim sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra og forvarna gegn krabbameinum. Með því safna mottu sýna karlmenn hver öðrum stuðning og samstöðu í verki, en yfirskrift átaksins er einmitt „einn fyrir alla og allir fyrir einn.“

Á hverju ári greinast hátt í 900 karlmenn með krabbamein og um 320 látast af völdum krabbameina. Til að setja það í samhengi má benda á að á Ísafirði búa í heild sinni um 900 fullorðnir karlmenn.

Þó er rétt að benda á að yfir 7100 karlar sem hafa greinst með krabbamein eru enn á lífi en lífhorfur hafa batnað mikið á undanförnum áratugum. Um 26% karla sem greindust með krabbamein fyrir 40 árum lifðu í fimm ár eða lengur eftir greiningu en nú geta 68% vænst þess að lifa svo lengi eða lengur. 

_SOS4093Birkir Ágústsson, Freysteinn Oddsson og Jón Kristinn Valsson voru á heimavelli í dag. Kvenkyns fulltrúar Krabbameinsfélagsins sögðust hafa „kiknað í hnjánum“ þegar þeir stóðu upp úr rakarastólnum. (MYND: Sigurður Ólafur Sigurðsson). 

Við hvetjum alla landsmenn til að fara á www.mottumars.is og skrá sig til leiks, eða styðja við einhvern af fjölda þátttakenda sem safna nú mottu - og safna um leið fé til rannsókna á krabbameinum, fyrir fræðslu og forvarnarstarfsmi gegn krabbameinum, og til ráðgjafar-og stuðningsþjónustu fyrir karlmenn sem greinast, sem og aðstandendur þeirra. 


Fleiri nýjar fréttir

KRA_MM2020_krabb-is_banner-hreyfing_1000x538_at2x

8. apr. 2021 : Mottumarsherferðin frá 2020 tilnefnd til Lúðursins

Mottumarsherferðin frá 2020, þar sem Laddi hvatti þjóðina til að hreyfa sig með dyggri aðstoð góðra manna, hefur verið tilnefnd til Lúðursins í flokki kvikmyndaðra auglýsinga í flokki samfélagsauglýsinga. 

Lesa meira
Silla

7. apr. 2021 : „Þetta er ekki aðeins til hins verra.“ Jens Pétur Jensen í Segðu mér á Rás 1

Jens Pétur Jensen fór að finna fyrir óvenjulegum verkjum en hugsaði ekki mikið út í þá. Hann fór sjaldan til læknis og kveinkaði sér aldrei. En þetta var krabbamein. Frá greiningu hefur Jens hins vegar sett sér ákveðin markmið og ákvað að sjá ljósið í myrkrinu. 

Lesa meira
Skógarhlíð

6. apr. 2021 : Covid-19 og nýgengi krabbameina - grein í Læknablaðinu

Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins má finna grein sem er meðal annarra skrifuð af sérfræðingum sem starfa við rannsókna -og skráningarsetur Krabbameinsfélagsins. 

Lesa meira
Screen-Shot-2021-03-31-at-11.18.46

31. mar. 2021 : Mataræði skiptir máli - frábær Mexíkó-fiskréttur frá Sigurveigu

Sigurveig Káradóttir er landsþekkt fyrir fádæma góðan smekk og tilþrif við matreiðslu. Hún var svo væn að leyfa okkur að fá afar girnilega uppskrift að Mexíkó-fiskrétti sem væri frábær á föstudaginn langa. 

Lesa meira

28. mar. 2021 : Kastað í lag til stuðnings starfi Krabba­meins­félagsins

„Mig langar til að láta gott af mér leiða og leggja mitt af mörkum til að styðja öflugt starf Krabbameinsfélagsins“ segir Kristján R. Guðnason sem var að gefa út lagið „Lífsins ljós” sem tileinkað er félaginu og starfi þess.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?