Björn Teitsson 26. feb. 2021

Mottumars er farinn af stað!

  • SOS_4643

Þótt febrúar sé enn í andarslitunum var Mottumars settur með formlegum hætti í dag. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þáðu þá skeggsnyrtingu frá Herramönnum. 

Árveknisátak Krabbameinsfélagsins um krabbamein í körlum, Mottumars, var keyrt formlega í gang föstudaginn 26. febrúar kl. 13 í húsakynnum Slökkviliðsins í Skógarhlíð 14. Þar þáðu fulltrúar Slökkviliðsins og Landhelgisgæslunnar skeggsnyrtingu frá rakarastofunni Herramönnum í Kópavogi. Þessir sömu fulltrúar tóku sig vægast sagt glæsilega út að snyrtingunni lokinni, eins og sjá má á þessum myndum. 

SOS_4785Þeir Einar Ingi Reynisson og Snorri Hrafnkelsson voru fulltrúar Landhelgisgæslunnar og voru stórglæsilegir. (MYND: Sigurður Ólafur Sigurðsson).

Mottumars hefur farið fram óslitið frá árinu 2011 og er átakinu ætlað að safna fé til rannsókna á krabbameinum í körlum, til ráðgjafar og stuðnings þeim sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra og forvarna gegn krabbameinum. Með því safna mottu sýna karlmenn hver öðrum stuðning og samstöðu í verki, en yfirskrift átaksins er einmitt „einn fyrir alla og allir fyrir einn.“

Á hverju ári greinast hátt í 900 karlmenn með krabbamein og um 320 látast af völdum krabbameina. Til að setja það í samhengi má benda á að á Ísafirði búa í heild sinni um 900 fullorðnir karlmenn.

Þó er rétt að benda á að yfir 7100 karlar sem hafa greinst með krabbamein eru enn á lífi en lífhorfur hafa batnað mikið á undanförnum áratugum. Um 26% karla sem greindust með krabbamein fyrir 40 árum lifðu í fimm ár eða lengur eftir greiningu en nú geta 68% vænst þess að lifa svo lengi eða lengur. 

_SOS4093Birkir Ágústsson, Freysteinn Oddsson og Jón Kristinn Valsson voru á heimavelli í dag. Kvenkyns fulltrúar Krabbameinsfélagsins sögðust hafa „kiknað í hnjánum“ þegar þeir stóðu upp úr rakarastólnum. (MYND: Sigurður Ólafur Sigurðsson). 

Við hvetjum alla landsmenn til að fara á www.mottumars.is og skrá sig til leiks, eða styðja við einhvern af fjölda þátttakenda sem safna nú mottu - og safna um leið fé til rannsókna á krabbameinum, fyrir fræðslu og forvarnarstarfsmi gegn krabbameinum, og til ráðgjafar-og stuðningsþjónustu fyrir karlmenn sem greinast, sem og aðstandendur þeirra. 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?