Björn Teitsson 26. feb. 2021

Mottumars er farinn af stað!

  • SOS_4643

Þótt febrúar sé enn í andarslitunum var Mottumars settur með formlegum hætti í dag. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þáðu þá skeggsnyrtingu frá Herramönnum. 

Árveknisátak Krabbameinsfélagsins um krabbamein í körlum, Mottumars, var keyrt formlega í gang föstudaginn 26. febrúar kl. 13 í húsakynnum Slökkviliðsins í Skógarhlíð 14. Þar þáðu fulltrúar Slökkviliðsins og Landhelgisgæslunnar skeggsnyrtingu frá rakarastofunni Herramönnum í Kópavogi. Þessir sömu fulltrúar tóku sig vægast sagt glæsilega út að snyrtingunni lokinni, eins og sjá má á þessum myndum. 

SOS_4785Þeir Einar Ingi Reynisson og Snorri Hrafnkelsson voru fulltrúar Landhelgisgæslunnar og voru stórglæsilegir. (MYND: Sigurður Ólafur Sigurðsson).

Mottumars hefur farið fram óslitið frá árinu 2011 og er átakinu ætlað að safna fé til rannsókna á krabbameinum í körlum, til ráðgjafar og stuðnings þeim sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra og forvarna gegn krabbameinum. Með því safna mottu sýna karlmenn hver öðrum stuðning og samstöðu í verki, en yfirskrift átaksins er einmitt „einn fyrir alla og allir fyrir einn.“

Á hverju ári greinast hátt í 900 karlmenn með krabbamein og um 320 látast af völdum krabbameina. Til að setja það í samhengi má benda á að á Ísafirði búa í heild sinni um 900 fullorðnir karlmenn.

Þó er rétt að benda á að yfir 7100 karlar sem hafa greinst með krabbamein eru enn á lífi en lífhorfur hafa batnað mikið á undanförnum áratugum. Um 26% karla sem greindust með krabbamein fyrir 40 árum lifðu í fimm ár eða lengur eftir greiningu en nú geta 68% vænst þess að lifa svo lengi eða lengur. 

_SOS4093Birkir Ágústsson, Freysteinn Oddsson og Jón Kristinn Valsson voru á heimavelli í dag. Kvenkyns fulltrúar Krabbameinsfélagsins sögðust hafa „kiknað í hnjánum“ þegar þeir stóðu upp úr rakarastólnum. (MYND: Sigurður Ólafur Sigurðsson). 

Við hvetjum alla landsmenn til að fara á www.mottumars.is og skrá sig til leiks, eða styðja við einhvern af fjölda þátttakenda sem safna nú mottu - og safna um leið fé til rannsókna á krabbameinum, fyrir fræðslu og forvarnarstarfsmi gegn krabbameinum, og til ráðgjafar-og stuðningsþjónustu fyrir karlmenn sem greinast, sem og aðstandendur þeirra. 


Fleiri nýjar fréttir

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

22. nóv. 2023 : Jóla­happ­drætti: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Dregið verður 24. desember í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins.  Vinningar eru 284 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónir króna.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?