Ása Sigríður Þórisdóttir 11. feb. 2021

Mottumars: Einn fyrir alla, allir fyrir einn!

  • Mottumars 2021

Nú styttist í Mottumars, árlega vitundarvakningu Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá körlum. Í ár endurvekjum við Mottukeppnina. Með henni sýna karlar samstöðu sem skiptir öllu máli. Þriðji hver karlmaður getur því miður reiknað með að greinast með krabbamein á lífsleiðinni og hinir tveir eru feður, bræður, synir og vinir.

Hver einasti maður skiptir okkur máli - því segjum við „Einn fyrir alla, allir fyrir einn”. Í Mottukeppninni skorum við á karla að safna bæði mottu og áheitum og sýna þannig samstöðu sína í verki.

Byrjaðu að safna núna!

Skráning í Mottukeppnina hefst í lok febrúar. Hægt er að skrá sig sem einstakling í keppnina og svo er hægt að skrá bæði fyrirtækjalið og hópa. Það geta allar mottur verið með, stærðin skiptir ekki máli! Skráðu þig á póstlistann svo þú verðir fyrstur til að fá fréttirnar þegar formleg skráning byrjar.

Stuðningur þinn skiptir öllu máli

Fjármunum sem safnast í átakinu er varið til fjölbreyttra mikilvægra verkefna:

  • rannsókna á krabbameinum sem greinast hjá körlum.
  • endurgjaldslausa ráðgjöf fagfólks og stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra.
  • fræðslu og forvarna til að koma í veg fyrir krabbamein og fyrirbyggja erfiða fylgikvilla og margt fleira.

Ár hvert greinast að meðaltali 859 karlar á Íslandi með krabbamein.

Við veitum öfum, pöbbum, sonum, frændum og vinum um land allt stuðning og ráðgjöf sálfræðings, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa. Þjónustan er einnig ætluð aðstandendum þeirra sem greinast. Boðið er upp á námskeið og fræðslu bæði í eigin persónu, með fjarþjónustu og á vefsvæðum, Krabb.is og karlaklefinn.is. Allt án endurgjalds.

Lífshorfur hafa batnað mikið. Við viljum enn meiri framfarir!

Um 26% karla sem greindust með krabbamein fyrir fjörutíu árum lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 68% vænst þess að lifa svo lengi. Framfarir byggja á þekkingu sem verður til með rannsóknum. Við stundum rannsóknir á krabbameinum, stuðlum að auknum gæðum í heilbrigðisþjónustunni, m.a. með samanburði við önnur lönd, erum í samstarfi við vísindamenn, til dæmis í Blóðskimun til bjargar og gerum fjölda vísindamanna kleift að stunda sínar rannsóknir með styrkjum úr Vísindasjóði félagsins. 


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?