Ása Sigríður Þórisdóttir 11. feb. 2021

Mottumars: Einn fyrir alla, allir fyrir einn!

  • Mottumars 2021

Nú styttist í Mottumars, árlega vitundarvakningu Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá körlum. Í ár endurvekjum við Mottukeppnina. Með henni sýna karlar samstöðu sem skiptir öllu máli. Þriðji hver karlmaður getur því miður reiknað með að greinast með krabbamein á lífsleiðinni og hinir tveir eru feður, bræður, synir og vinir.

Hver einasti maður skiptir okkur máli - því segjum við „Einn fyrir alla, allir fyrir einn”. Í Mottukeppninni skorum við á karla að safna bæði mottu og áheitum og sýna þannig samstöðu sína í verki.

Byrjaðu að safna núna!

Skráning í Mottukeppnina hefst í lok febrúar. Hægt er að skrá sig sem einstakling í keppnina og svo er hægt að skrá bæði fyrirtækjalið og hópa. Það geta allar mottur verið með, stærðin skiptir ekki máli! Skráðu þig á póstlistann svo þú verðir fyrstur til að fá fréttirnar þegar formleg skráning byrjar.

Stuðningur þinn skiptir öllu máli

Fjármunum sem safnast í átakinu er varið til fjölbreyttra mikilvægra verkefna:

  • rannsókna á krabbameinum sem greinast hjá körlum.
  • endurgjaldslausa ráðgjöf fagfólks og stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra.
  • fræðslu og forvarna til að koma í veg fyrir krabbamein og fyrirbyggja erfiða fylgikvilla og margt fleira.

Ár hvert greinast að meðaltali 859 karlar á Íslandi með krabbamein.

Við veitum öfum, pöbbum, sonum, frændum og vinum um land allt stuðning og ráðgjöf sálfræðings, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa. Þjónustan er einnig ætluð aðstandendum þeirra sem greinast. Boðið er upp á námskeið og fræðslu bæði í eigin persónu, með fjarþjónustu og á vefsvæðum, Krabb.is og karlaklefinn.is. Allt án endurgjalds.

Lífshorfur hafa batnað mikið. Við viljum enn meiri framfarir!

Um 26% karla sem greindust með krabbamein fyrir fjörutíu árum lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 68% vænst þess að lifa svo lengi. Framfarir byggja á þekkingu sem verður til með rannsóknum. Við stundum rannsóknir á krabbameinum, stuðlum að auknum gæðum í heilbrigðisþjónustunni, m.a. með samanburði við önnur lönd, erum í samstarfi við vísindamenn, til dæmis í Blóðskimun til bjargar og gerum fjölda vísindamanna kleift að stunda sínar rannsóknir með styrkjum úr Vísindasjóði félagsins. 


Fleiri nýjar fréttir

MM21_Sokkar_hvitt

2. mar. 2021 : Tafir á Mottumarssokkunum

Vegna Covid-heimsfaraldursins verða nokkrar tafir á afgreiðslu Mottumarssokkana, sem hafa notið svo mikilla og góðra vinsælda undanfarin ár. Vonandi verður þó ekki langt að bíða, sokkarnir eru á leiðinni. 

Lesa meira
SOS_4643

26. feb. 2021 : Mottumars er farinn af stað!

Þótt febrúar sé enn í andarslitunum var Mottumars settur með formlegum hætti í dag. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þáðu þá skeggsnyrtingu frá Herramönnum. 

Lesa meira
Thorskflok-i-pistuskel

25. feb. 2021 : Mataræði skiptir máli - uppskrift að dýrindis þorskrétti og eftirrétti í kaupbæti

Sigríður Gunnarsdóttir er höfundur fjölda matreiðslubóka og þekktur matgæðingur. Hún er búsett í Antony, í úthverfi Parísar, og leggur ávallt áherslu á hollan og bragðgóðan mat úr úrvalshráefnum. 

Lesa meira

25. feb. 2021 : Sameiginleg yfirlýsing Heilsugæslunnar og Landspítala vegna skimunarverkefnis

Heilsugæslan og Landspítali eru samstíga við yfirfærslu skimunarverkefnis, segir í sameiginlegri yfirlýsingu. Krabbameinsfélagið ítrekar óskir sínar um velfarnað í því mikilvæga verkefni og hvetur konur til þátttöku. 

Lesa meira

24. feb. 2021 : Viðbrögð Krabbameinsfélagsins við hlutaúttekt Embættis landlæknis á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins

Hlutaúttekt Embættis landlæknis er komin út en unnið hefur verið að henni síðan í september 2020. Krabbameinsfélagið fagnar því að niðurstöður liggi fyrir og þakkar embættinu fyrir samstarfið við gerð úttektarinnar. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?