Björn Teitsson 10. mar. 2021

Mottumars - Á bak við tjöldin

Það var mikið stuð hjá ljósmyndaranum Svenna Speight þegar 14 frábærir karlmenn mættu í heimsókn. Markmið þeirra var að vekja athygli á krabbameinum í körlum fyrir hið árlega Mottumars-átak. 

Mottumars í ár hefur að mestu farið fram á samfélagsmiðlum en til að vekja athygli á þessu árlega styrktarátaki vegna krabbameina í körlum mættu 14 karlmenn í myndatöku þar sem hver og einn skartaði glæsilegu yfirvaraskeggi. 

Allir gáfu þessir herramenn tíma sinn og vinnu - og það sama gildir um ljósmyndarann Svenna Speight. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Hér má síðan nálgast skemmtilegt myndskeið þar sem má sjá þessa frábæru menn gera sig klára og hafa smá gaman um leið. Áfram Mottumars, munið að styðja ykkar mann á mottumars.is

 

https://www.youtube.com/watch?v=zbdfL6d7Fj4


Fleiri nýjar fréttir

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?