Björn Teitsson 21. jan. 2021

Mottukeppnin snýr aftur

Mottumars er handan við hornið og í ár ætlar Krabbameinsfélagið að endurvekja Mottukeppnina. Nú söfnum við í góða mottu og kætum maka okkar og vini en söfnum um leið áheitum fyrir góðu málefni. 

Við höfum beðið eftir smá kryddi í tilveruna og Krabbameinsfélagið lætur ekki sitt eftir liggja. Nú er Mottumars, árlegt árverknisátak vegna krabbameina í körlum, handan við hornið. Átakið hefur farið fram árlega síðan 2010 og reglulega vakið athygli allrar þjóðarinnar. En nú eru stóru fréttirnar: Mottukeppnin snýr aftur, nú ætla íslenskir karlmenn að láta ljós sitt skína og skeggið kitla í fyrsta sinn síðan 2016! 

Kjörorð átaksins eru einn fyrir alla, allir fyrir einn. Með mottusöfnuninni sýnum við samstöðu og söfnum áheitum fyrir rannsóknum á krabbameinum sem greinast helst í körlum, við söfnum fyrir ráðgjöf og stuðningi til handa þeim sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra. Við söfnum fyrir fræðslu og forvörnum og leggjum okkur fram við að kynna auðveldar lífsstílsbreytingar sem hjálpa okkur í að koma í veg fyrir krabbamein. 

Eins og áður verða einnig seldir hinir rómuðu Mottumars-sokkar, sem margir Íslendingar hafa safnað samviskusamlega um árabil. Verða þeir kynntir innnan skamms. 

Stöndum saman, öllsömul, einn fyrir alla, allir fyrir einn

 


Fleiri nýjar fréttir

MM21_Sokkar_hvitt

2. mar. 2021 : Tafir á Mottumarssokkunum

Vegna Covid-heimsfaraldursins verða nokkrar tafir á afgreiðslu Mottumarssokkana, sem hafa notið svo mikilla og góðra vinsælda undanfarin ár. Vonandi verður þó ekki langt að bíða, sokkarnir eru á leiðinni. 

Lesa meira
SOS_4643

26. feb. 2021 : Mottumars er farinn af stað!

Þótt febrúar sé enn í andarslitunum var Mottumars settur með formlegum hætti í dag. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þáðu þá skeggsnyrtingu frá Herramönnum. 

Lesa meira
Thorskflok-i-pistuskel

25. feb. 2021 : Mataræði skiptir máli - uppskrift að dýrindis þorskrétti og eftirrétti í kaupbæti

Sigríður Gunnarsdóttir er höfundur fjölda matreiðslubóka og þekktur matgæðingur. Hún er búsett í Antony, í úthverfi Parísar, og leggur ávallt áherslu á hollan og bragðgóðan mat úr úrvalshráefnum. 

Lesa meira

25. feb. 2021 : Sameiginleg yfirlýsing Heilsugæslunnar og Landspítala vegna skimunarverkefnis

Heilsugæslan og Landspítali eru samstíga við yfirfærslu skimunarverkefnis, segir í sameiginlegri yfirlýsingu. Krabbameinsfélagið ítrekar óskir sínar um velfarnað í því mikilvæga verkefni og hvetur konur til þátttöku. 

Lesa meira

24. feb. 2021 : Viðbrögð Krabbameinsfélagsins við hlutaúttekt Embættis landlæknis á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins

Hlutaúttekt Embættis landlæknis er komin út en unnið hefur verið að henni síðan í september 2020. Krabbameinsfélagið fagnar því að niðurstöður liggi fyrir og þakkar embættinu fyrir samstarfið við gerð úttektarinnar. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?