Björn Teitsson 21. jan. 2021

Mottukeppnin snýr aftur

Mottumars er handan við hornið og í ár ætlar Krabbameinsfélagið að endurvekja Mottukeppnina. Nú söfnum við í góða mottu og kætum maka okkar og vini en söfnum um leið áheitum fyrir góðu málefni. 

Við höfum beðið eftir smá kryddi í tilveruna og Krabbameinsfélagið lætur ekki sitt eftir liggja. Nú er Mottumars, árlegt árverknisátak vegna krabbameina í körlum, handan við hornið. Átakið hefur farið fram árlega síðan 2010 og reglulega vakið athygli allrar þjóðarinnar. En nú eru stóru fréttirnar: Mottukeppnin snýr aftur, nú ætla íslenskir karlmenn að láta ljós sitt skína og skeggið kitla í fyrsta sinn síðan 2016! 

Kjörorð átaksins eru einn fyrir alla, allir fyrir einn. Með mottusöfnuninni sýnum við samstöðu og söfnum áheitum fyrir rannsóknum á krabbameinum sem greinast helst í körlum, við söfnum fyrir ráðgjöf og stuðningi til handa þeim sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra. Við söfnum fyrir fræðslu og forvörnum og leggjum okkur fram við að kynna auðveldar lífsstílsbreytingar sem hjálpa okkur í að koma í veg fyrir krabbamein. 

Eins og áður verða einnig seldir hinir rómuðu Mottumars-sokkar, sem margir Íslendingar hafa safnað samviskusamlega um árabil. Verða þeir kynntir innnan skamms. 

Stöndum saman, öllsömul, einn fyrir alla, allir fyrir einn

 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?