Björn Teitsson 21. jan. 2021

Mottukeppnin snýr aftur

Mottumars er handan við hornið og í ár ætlar Krabbameinsfélagið að endurvekja Mottukeppnina. Nú söfnum við í góða mottu og kætum maka okkar og vini en söfnum um leið áheitum fyrir góðu málefni. 

Við höfum beðið eftir smá kryddi í tilveruna og Krabbameinsfélagið lætur ekki sitt eftir liggja. Nú er Mottumars, árlegt árverknisátak vegna krabbameina í körlum, handan við hornið. Átakið hefur farið fram árlega síðan 2010 og reglulega vakið athygli allrar þjóðarinnar. En nú eru stóru fréttirnar: Mottukeppnin snýr aftur, nú ætla íslenskir karlmenn að láta ljós sitt skína og skeggið kitla í fyrsta sinn síðan 2016! 

Kjörorð átaksins eru einn fyrir alla, allir fyrir einn. Með mottusöfnuninni sýnum við samstöðu og söfnum áheitum fyrir rannsóknum á krabbameinum sem greinast helst í körlum, við söfnum fyrir ráðgjöf og stuðningi til handa þeim sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra. Við söfnum fyrir fræðslu og forvörnum og leggjum okkur fram við að kynna auðveldar lífsstílsbreytingar sem hjálpa okkur í að koma í veg fyrir krabbamein. 

Eins og áður verða einnig seldir hinir rómuðu Mottumars-sokkar, sem margir Íslendingar hafa safnað samviskusamlega um árabil. Verða þeir kynntir innnan skamms. 

Stöndum saman, öllsömul, einn fyrir alla, allir fyrir einn

 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?