Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 11. mar. 2019

Stenst hjónabandið mottumissinn?

  • 16
  • 9

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og lögmaður, hefur tekið áskorun vina og ættingja um að raka af sér 50 ára gamalt yfirvaraskegg ef meira en ein milljón safnast til styrktar Mottumars.

Jón Steinar er líklega flestum kunnur og hann skartar áreiðanlega einni rótgrónustu mottu sem íslenska þjóðin þekkir. Mottuna hefur hann borið sleitulaust frá árinu 1969 og hún fagnar því 50 ára afmæli um þessar mundir.

Jón Steinar þekkir á eigin skinni að missa einhvern úr krabbameini, en bróðir hans lést fyrir aldur fram árið 2002 eftir illvíga baráttu við krabbamein í heila. Hann telur því afar mikilvægt að vel sé hlúð að sjúklingum og aðstandendum.

„Hingað til hef ég ekki hætt á að raka yfirvaraskeggið af þar sem mín heittelskaða, Kristín Pálsdóttir, heillaðist af mottunni á sínum tíma og hefur aldrei séð mig án hennar. Ég tek auðvitað ákveðna áhættu á að missa hana frá mér ef henni líkar alls ekki við mig mottulausan,“ segir Jón Steinar.

3

Þura Garðarsdóttir, tengdadóttir Jóns Steinars, fer fyrir stuðningshópnum og segist vona innilega að sem mest safnist: „Þessi hugmynd kom upp hjá okkur í barnaafmæli í byrjun mánaðarins og hann tók henni bara vel.“

Náist markmiðið verður mottan rökuð af við hátíðlega athöfn í rakarastól Kormáks og Skjaldar á Laugavegi 59 sunnudaginn 31. mars: „Vonandi stendur hjónabandið á styrkari stoðum en að það standi og falli með einni milljón króna mottu,“ segir Jón Steinar að lokum.

Þeir sem vilja leggja Mottumars lið og sjá Jón Steinar skegglausan geta lagt inn á reikning Krabbameinsfélagsins nr. 0301-26-005035, kt. 700169-2789.

Hér að neðan má sjá myndir af Jóni Steinar og mottunni góðu frá ýmsum æviskeiðum:

2

Received_326391571558179

16978
 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?