Guðmundur Pálsson 19. mar. 2018

Mottu­mars og háskóla­samfélagið

Aðferðarfræði Krabbameinsfélags Íslands í markaðsstarfi var umfjöllunarefni gestafyrirlesara í viðskiptadeild HÍ fyrr í dag.

Þau Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir og Guðmundur Pálsson héldu rúmlega klukkutíma fyrirlestur  um markaðsstarf Krabbameinsfélags Íslands í morgun en þeim hafði verið sérstaklega boðið til þess að deila reynslu sinni og þekkingu á þessu sviði.

Sigríður er kynningar- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins og Guðmundur er vefstjóri félagsins. Saman hafa þau haldið utan um undirbúning og framkvæmd á árvekni- og fjáröflunarátaki félagsins, Mottumars 2018.

Þau kynntu nemendum aðdraganda verkefnisins, fóru yfir einstaka verkhluta og verkþætti og deildu reynslu sinni að framkvæmdinni. Auk þess var fjallað um upplýsingahegðun karla og kvenna, rýnt í tölfræði og spjallað um markaðs- og kynningarmál mál í víðu samhengi.

Hugmyndin var að eyða saman ca. 40 mín en þessi kennslustund fór langt inn í kaffihlé nemenda því áhuginn var mikill og mikið spurt.


Fleiri nýjar fréttir

23. jan. 2023 : Vilt þú taka þátt í undir­búningi Styrk­leik­anna?

Styrkleikarnir verða haldnir í annað sinn á Selfossi laugardaginn 29. apríl til sunnudagsins 30. apríl. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Laust starf: Viltu hafa áhrif til góðs?

Til að ná enn meiri árangri í starfi félagsins viljum við fjölga í öflugu teymi sérfræðinga okkar og efla kynningar- og fræðslustarf félagsins enn frekar og auglýsum eftir sérfræðingi í miðlun. Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem brennur fyrir að ná árangri í starfi, fólkinu í landinu til heilla.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Er ekki langt síðan þú fórst í vísindaferð? Nú er komið að því!

Krabbameinsfélagið býður heilbrigðisstarfsfólki í vísindaferð, fimmtudaginn 12. janúar kl. 16:30 – 18:00 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8.  

Lesa meira

3. jan. 2023 : Reyklaust nýtt ár

Innan Krabbameinsfélagsins er áratuga reynsla af stuðningi við fólk sem vill hætta að reykja. Hægt er að bóka ókeypis samtal við sérfræðinga í reykbindindi, bæði á íslensku, pólsku og ensku. 

Lesa meira

3. jan. 2023 : Bláa Lónið styrkir Vísinda­sjóð Krabba­meins­fé­lagsins

Í ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?