Guðmundur Pálsson 19. mar. 2018

Mottu­mars og háskóla­samfélagið

Aðferðarfræði Krabbameinsfélags Íslands í markaðsstarfi var umfjöllunarefni gestafyrirlesara í viðskiptadeild HÍ fyrr í dag.

Þau Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir og Guðmundur Pálsson héldu rúmlega klukkutíma fyrirlestur  um markaðsstarf Krabbameinsfélags Íslands í morgun en þeim hafði verið sérstaklega boðið til þess að deila reynslu sinni og þekkingu á þessu sviði.

Sigríður er kynningar- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins og Guðmundur er vefstjóri félagsins. Saman hafa þau haldið utan um undirbúning og framkvæmd á árvekni- og fjáröflunarátaki félagsins, Mottumars 2018.

Þau kynntu nemendum aðdraganda verkefnisins, fóru yfir einstaka verkhluta og verkþætti og deildu reynslu sinni að framkvæmdinni. Auk þess var fjallað um upplýsingahegðun karla og kvenna, rýnt í tölfræði og spjallað um markaðs- og kynningarmál mál í víðu samhengi.

Hugmyndin var að eyða saman ca. 40 mín en þessi kennslustund fór langt inn í kaffihlé nemenda því áhuginn var mikill og mikið spurt.


Fleiri nýjar fréttir

2. júl. 2020 : Tólf velunnarar segja af hverju þeir styrkja Krabbameinsfélagið

Velunnarar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við krabbamein.


Lesa meira

19. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins - útdráttur

Dregið var í Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins þann 17. júní. Félagið þakkar frábærar viðtökur og er þakklátt þeim fjölmörgu sem leggja starfinu lið með því að taka þátt.

Lesa meira
Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

18. jún. 2020 : Tímamót í þjónustu á Austurlandi

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Lesa meira

14. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Við drögum 17. júní - átt þú miða?

Vinningar eru 266 talsins að verðmæti um 46,8 milljónir króna. Peugeot bifreið að verðmæti 6,6 milljónir króna gæti orðið þín! 

Lesa meira

12. jún. 2020 : Viðtökur við Áttavitanum fram úr björtustu vonum

Boðsbréf sem send voru út í vikunni til markhóps í rannsókn Krabbameins­félagsins, Áttavitans, sem fjallar um reynslu fólks af greiningu og meðferð krabbameins, hafa fengið góð viðbrögð og mikill fjöldi nú þegar skráð sig í rannsóknina.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?