Guðmundur Pálsson 19. mar. 2018

Mottu­mars og háskóla­samfélagið

Aðferðarfræði Krabbameinsfélags Íslands í markaðsstarfi var umfjöllunarefni gestafyrirlesara í viðskiptadeild HÍ fyrr í dag.

Þau Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir og Guðmundur Pálsson héldu rúmlega klukkutíma fyrirlestur  um markaðsstarf Krabbameinsfélags Íslands í morgun en þeim hafði verið sérstaklega boðið til þess að deila reynslu sinni og þekkingu á þessu sviði.

Sigríður er kynningar- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins og Guðmundur er vefstjóri félagsins. Saman hafa þau haldið utan um undirbúning og framkvæmd á árvekni- og fjáröflunarátaki félagsins, Mottumars 2018.

Þau kynntu nemendum aðdraganda verkefnisins, fóru yfir einstaka verkhluta og verkþætti og deildu reynslu sinni að framkvæmdinni. Auk þess var fjallað um upplýsingahegðun karla og kvenna, rýnt í tölfræði og spjallað um markaðs- og kynningarmál mál í víðu samhengi.

Hugmyndin var að eyða saman ca. 40 mín en þessi kennslustund fór langt inn í kaffihlé nemenda því áhuginn var mikill og mikið spurt.


Fleiri nýjar fréttir

20. des. 2019 : Jóladagatal: Kjöt og krabbamein

Sagt er að þegar íslensku jólasveinarnir komi til byggða leiti þeir einna helst í eldhús og búr. Ketkrókur og Bjúgnakrækir næla sér í kjötbita á meðan Stúfur hirðir agnirnar sem hafa brunnið við pönnuna. En eru tengsl milli kjötneyslu og krabbameins?

Lesa meira

16. des. 2019 : Jóladagatal: Gómsætar fiskuppskriftir í aðdraganda jóla

Þar sem kjöt er ómissandi þáttur jólahalds hjá mörgum Íslendingum er upplagt síðustu vikurnar fyrir jól að borða vel af fiski og jurtafæði. Ríkuleg neysla af heilkornavörum, grænmeti, ávöxtum, baunum og linsubaunum dregur úr líkum á krabbameini. Lax í mangó eða pönnusteikt rauðspretta? Fáðu uppskriftirnar!

Lesa meira

13. des. 2019 : Jóladagatal: Hreyfum okkur í desember

Hreyfing minnkar líkur á krabbameini og flestir hafa gott af því að hreyfa sig meira og sitja minna. Þó jólasveinarnir séu miklir matarunnendur þá hreyfa þeir sig líka mikið, milli fjalla, sveita og bæja. Hér eru hugmyndir að hreyfingu sem hægt er að gera heima og í heimabyggð, sóttar í smiðju jólasveinanna.

Lesa meira

13. des. 2019 : Hamingjan á erfiðum tímum

Anna Lóa Ólafsdóttir, sérfræðingur og atvinnutengill hjá Virk og stofnandi Hamingjuhornsins, sagði okkur eitt og annað um hamingjuna.

Lesa meira
Hlaðvarp

12. des. 2019 : Nýtt: Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins

Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins hefur göngu sína í dag. Þættirnir verða sendir út vikulega og munu fjalla um ýmislegt sem tengist betri heilsu og líðan.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?