Guðmundur Pálsson 19. mar. 2018

Mottu­mars og háskóla­samfélagið

Aðferðarfræði Krabbameinsfélags Íslands í markaðsstarfi var umfjöllunarefni gestafyrirlesara í viðskiptadeild HÍ fyrr í dag.

Þau Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir og Guðmundur Pálsson héldu rúmlega klukkutíma fyrirlestur  um markaðsstarf Krabbameinsfélags Íslands í morgun en þeim hafði verið sérstaklega boðið til þess að deila reynslu sinni og þekkingu á þessu sviði.

Sigríður er kynningar- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins og Guðmundur er vefstjóri félagsins. Saman hafa þau haldið utan um undirbúning og framkvæmd á árvekni- og fjáröflunarátaki félagsins, Mottumars 2018.

Þau kynntu nemendum aðdraganda verkefnisins, fóru yfir einstaka verkhluta og verkþætti og deildu reynslu sinni að framkvæmdinni. Auk þess var fjallað um upplýsingahegðun karla og kvenna, rýnt í tölfræði og spjallað um markaðs- og kynningarmál mál í víðu samhengi.

Hugmyndin var að eyða saman ca. 40 mín en þessi kennslustund fór langt inn í kaffihlé nemenda því áhuginn var mikill og mikið spurt.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Egils Þórs Jónssonar

Egill Þór telur að hann væri ekki á lífi ef hann hefði þagað í gegnum sína meðferð og hvetur alla til að sækja sér alla þá hjálp sem í boði er, nýta sér stuðningsfélögin sem eru að styðja við þá sem greinast. Jafningjastuðningur hafi verið honum afar mikilvægur, að finna fyrir sterkri tengingu við einhvern sem búinn var að ganga í gegnum það sama og hann var að ganga í gegnum í fyrsta sinn, hafi verið ómetanlegt.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?