Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 14. maí 2019

Mistök í póstsendingu skýra dræma þátttöku í skimun

Eftir frétt sem birt var í gær um dræma þátttöku kvenna í brjóstamyndatöku í Vestmannaeyjum kom í ljós að mistök áttu sér stað í póstsendingu boðsbréfa. 

Einungis hluti þeirra kvenna sem komið var að í skimun fengu bréfið sent. Vegna þessa verða ný boðsbréf send þeim konum sem ekki fengu, og aftur verður boðið upp á brjóstamyndatöku í Vestmannaeyjum seinni hluta ágústmánaðar.

„Þessi dræma þátttaka var svo úr takt við það sem við höfum verið að upplifa undanfarið, að það hlaut að vera skýring á þessu,“ segir Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins: „Eftir að fréttin birtist komu þessi mistök í sendingu bréfanna í ljós og þó þau séu auðvitað mjög miður, þá er gott að skýring fannst á þessu. Og nú vonumst við eftir því að allar konur sem fá bréf mæti, hvort sem er í Vestmannaeyjum eða Reykjavík.“

Konur geta nú skoðað upplýsingar um boðun og eigin þátttöku í skipulegum skimunum fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum rafrænt á mínum síðum Ísland.is. Skimunarsagan er afrakstur samstarfs á milli Krabbameinsfélags Íslands og Þjóðskrár Íslands. Þar sjá konur hvort komið er að skoðun og geta þá pantað tíma.

Hægt er að bóka tíma hjá Heilsugæslunni í Vestmannaeyjum í síma 432 2500 eða hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í síma 540 1919.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?