Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 14. maí 2019

Mistök í póstsendingu skýra dræma þátttöku í skimun

Eftir frétt sem birt var í gær um dræma þátttöku kvenna í brjóstamyndatöku í Vestmannaeyjum kom í ljós að mistök áttu sér stað í póstsendingu boðsbréfa. 

Einungis hluti þeirra kvenna sem komið var að í skimun fengu bréfið sent. Vegna þessa verða ný boðsbréf send þeim konum sem ekki fengu, og aftur verður boðið upp á brjóstamyndatöku í Vestmannaeyjum seinni hluta ágústmánaðar.

„Þessi dræma þátttaka var svo úr takt við það sem við höfum verið að upplifa undanfarið, að það hlaut að vera skýring á þessu,“ segir Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins: „Eftir að fréttin birtist komu þessi mistök í sendingu bréfanna í ljós og þó þau séu auðvitað mjög miður, þá er gott að skýring fannst á þessu. Og nú vonumst við eftir því að allar konur sem fá bréf mæti, hvort sem er í Vestmannaeyjum eða Reykjavík.“

Konur geta nú skoðað upplýsingar um boðun og eigin þátttöku í skipulegum skimunum fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum rafrænt á mínum síðum Ísland.is. Skimunarsagan er afrakstur samstarfs á milli Krabbameinsfélags Íslands og Þjóðskrár Íslands. Þar sjá konur hvort komið er að skoðun og geta þá pantað tíma.

Hægt er að bóka tíma hjá Heilsugæslunni í Vestmannaeyjum í síma 432 2500 eða hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í síma 540 1919.


Fleiri nýjar fréttir

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?