Ása Sigríður Þórisdóttir 9. maí 2020

Minnum mömmu á að passa upp á sjálfa sig

Nú er mæðradagurinn handan við hornið, notum tækifærið og snúum hlutverkunum við og minnum mömmu á að passa upp á sjálfa sig.

Mömmum er oft einna fremst í huga að gæta að þörfum annarra og hættir til að gleyma sjálfum sér.

Nú er mæðradagurinn handan við hornið, notum tækifærið og snúum hlutverkunum við, nú skulum við hugsa um mömmu og huga að því hvað kemur henni vel.

Minnum mömmu á að huga að sjálfri sér:

  • Hvetjum hana til að vera vakandi fyrir líkamlegum einkennum sem bregðast ætti við. Þetta á við ef eitthvað er öðruvísi en venjulega, er án skýrra orsaka eða stendur yfir í langan tíma,  sjá nánar hér.
  • Hvetjum hana til að mæta í skimun fyrir krabbameinum þegar boðsbréf berast.
  • Hvetjum hana til að stunda hreyfingu, það eflir almenna heilsu, sjá nánar hér.
  • Hreyfum okkur saman og eigum gæðastund!
  • Hvetjum hana til að borða mat sem stuðlar að góðri heilsu, sjá nánar hér.
  • Eldum saman góðan og fjölbreyttan mat og njótum samverunnar!

Munum líka að sinna sérstaklega vel þeim mæðrum sem takast á við krabbamein eða aðra sjúkdóma. Litlu hlutirnir geta skipt miklu máli.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður stuðning og ráðgjöf öllum sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra, sjá nánar hér

 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?