Ása Sigríður Þórisdóttir 9. maí 2020

Minnum mömmu á að passa upp á sjálfa sig

Nú er mæðradagurinn handan við hornið, notum tækifærið og snúum hlutverkunum við og minnum mömmu á að passa upp á sjálfa sig.

Mömmum er oft einna fremst í huga að gæta að þörfum annarra og hættir til að gleyma sjálfum sér.

Nú er mæðradagurinn handan við hornið, notum tækifærið og snúum hlutverkunum við, nú skulum við hugsa um mömmu og huga að því hvað kemur henni vel.

Minnum mömmu á að huga að sjálfri sér:

  • Hvetjum hana til að vera vakandi fyrir líkamlegum einkennum sem bregðast ætti við. Þetta á við ef eitthvað er öðruvísi en venjulega, er án skýrra orsaka eða stendur yfir í langan tíma,  sjá nánar hér.
  • Hvetjum hana til að mæta í skimun fyrir krabbameinum þegar boðsbréf berast.
  • Hvetjum hana til að stunda hreyfingu, það eflir almenna heilsu, sjá nánar hér.
  • Hreyfum okkur saman og eigum gæðastund!
  • Hvetjum hana til að borða mat sem stuðlar að góðri heilsu, sjá nánar hér.
  • Eldum saman góðan og fjölbreyttan mat og njótum samverunnar!

Munum líka að sinna sérstaklega vel þeim mæðrum sem takast á við krabbamein eða aðra sjúkdóma. Litlu hlutirnir geta skipt miklu máli.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður stuðning og ráðgjöf öllum sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra, sjá nánar hér

 


Fleiri nýjar fréttir

24. nóv. 2021 : Fræðslu­mynd í tilefni stór­afmælis

Í tilefni af 40 ára afmæli Stómasamtaka Íslands er nú komin út vönduð fræðslumynd. Samtökin eru hagsmunasamtök stómaþega á Íslandi sem leggja áherslu á aukin lífsgæði stómaþega með fræðslu, stuðningi og hvatningu.

Lesa meira
Birna Þórisdóttir

19. nóv. 2021 : Krabbameinsfélagið tekur þátt í verkefni um nýsköpun í heilsueflingu

Í dag kynnir Birna Þórisdóttir sérfræðingur og nýdoktor við Háskóla Íslands og fyrrum sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu niðurstöður verkefnisins Er það bara ég eða stekkur súkkulaðið sjálft ofan í innkaupakerruna?

Lesa meira

18. nóv. 2021 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Stuðningur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins. Allt frá árinu 1955 hefur Krabba­meins­félagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. 

Lesa meira

18. nóv. 2021 : Ný rafræn samskiptagátt fyrir sjúklinga með krabbamein

Heilsumeðvera er ný rafræn samskiptagátt sem fer í loftið í nóvember. Þar geta krabbameinssjúklingar nálgast upplýsingar um meðferð, sent inn fyrirspurnir og fengið fræðsluefni sniðið að sínum sjúkdómi og meðferð. Heilbrigðisstarfsmaður vaktar þær fyrirspurnir sem berast, til að tryggja greið svör.

Lesa meira

13. nóv. 2021 : Sendu pabba mikilvæg skilboð á Feðradaginn

Í tilefni af Feðradeginum, sunnudaginn 14. nóvember, hvetur Krabbameinsfélagið alla til að senda pabba mikilvæg skilaboð - því við viljum hafa pabbana sem lengst á meðal okkar, við sem besta heilsu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?