Ása Sigríður Þórisdóttir 9. maí 2020

Minnum mömmu á að passa upp á sjálfa sig

Nú er mæðradagurinn handan við hornið, notum tækifærið og snúum hlutverkunum við og minnum mömmu á að passa upp á sjálfa sig.

Mömmum er oft einna fremst í huga að gæta að þörfum annarra og hættir til að gleyma sjálfum sér.

Nú er mæðradagurinn handan við hornið, notum tækifærið og snúum hlutverkunum við, nú skulum við hugsa um mömmu og huga að því hvað kemur henni vel.

Minnum mömmu á að huga að sjálfri sér:

  • Hvetjum hana til að vera vakandi fyrir líkamlegum einkennum sem bregðast ætti við. Þetta á við ef eitthvað er öðruvísi en venjulega, er án skýrra orsaka eða stendur yfir í langan tíma,  sjá nánar hér.
  • Hvetjum hana til að mæta í skimun fyrir krabbameinum þegar boðsbréf berast.
  • Hvetjum hana til að stunda hreyfingu, það eflir almenna heilsu, sjá nánar hér.
  • Hreyfum okkur saman og eigum gæðastund!
  • Hvetjum hana til að borða mat sem stuðlar að góðri heilsu, sjá nánar hér.
  • Eldum saman góðan og fjölbreyttan mat og njótum samverunnar!

Munum líka að sinna sérstaklega vel þeim mæðrum sem takast á við krabbamein eða aðra sjúkdóma. Litlu hlutirnir geta skipt miklu máli.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður stuðning og ráðgjöf öllum sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra, sjá nánar hér

 


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?