Ása Sigríður Þórisdóttir 9. maí 2020

Minnum mömmu á að passa upp á sjálfa sig

Nú er mæðradagurinn handan við hornið, notum tækifærið og snúum hlutverkunum við og minnum mömmu á að passa upp á sjálfa sig.

Mömmum er oft einna fremst í huga að gæta að þörfum annarra og hættir til að gleyma sjálfum sér.

Nú er mæðradagurinn handan við hornið, notum tækifærið og snúum hlutverkunum við, nú skulum við hugsa um mömmu og huga að því hvað kemur henni vel.

Minnum mömmu á að huga að sjálfri sér:

  • Hvetjum hana til að vera vakandi fyrir líkamlegum einkennum sem bregðast ætti við. Þetta á við ef eitthvað er öðruvísi en venjulega, er án skýrra orsaka eða stendur yfir í langan tíma,  sjá nánar hér.
  • Hvetjum hana til að mæta í skimun fyrir krabbameinum þegar boðsbréf berast.
  • Hvetjum hana til að stunda hreyfingu, það eflir almenna heilsu, sjá nánar hér.
  • Hreyfum okkur saman og eigum gæðastund!
  • Hvetjum hana til að borða mat sem stuðlar að góðri heilsu, sjá nánar hér.
  • Eldum saman góðan og fjölbreyttan mat og njótum samverunnar!

Munum líka að sinna sérstaklega vel þeim mæðrum sem takast á við krabbamein eða aðra sjúkdóma. Litlu hlutirnir geta skipt miklu máli.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður stuðning og ráðgjöf öllum sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra, sjá nánar hér

 


Fleiri nýjar fréttir

_C3A0757_minni

22. jan. 2021 : Lífið er núna - vitundarvakning of fjáröflun Krafts

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, verður með vitundarvakningu og fjáröflunarherferð dagana 21. janúar til 4. febrúar. Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á hversu marga krabbamein hefur áhrif á, selja húfur til styrktar félaginu og starfsemi þess sem og afla styrkja fyrir félagið.  

Lesa meira

21. jan. 2021 : Mottukeppnin snýr aftur

Mottumars er handan við hornið og í ár ætlar Krabbameinsfélagið að endurvekja Mottukeppnina. Nú söfnum við í góða mottu og kætum maka okkar og vini en söfnum um leið áheitum fyrir góðu málefni. 

Lesa meira

13. jan. 2021 : Breytingum á neðri aldursmörkum fyrir brjóstaskimun frestað

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breytingar á neðri mörkum skimunaraldurs fyrir brjóstakrabbameinum verði frestað. Hefja átti boðun í brjóstaskimun um 50 ára aldur, en nú verður horfið aftur til fyrra kerfis, þar sem 40-49 ára konur verða áfram boðaðar. 

Lesa meira

11. jan. 2021 : Fréttatilkynning vegna breytinga á skimunum fyrir krabbameinum

Nýtt fyrirkomulag skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum tók gildi 1. janúar 2021. Krabbameinsfélagið leggur áherslu á virkt samtal við konur og alla þjóðina þegar kemur að skimunum. Skimunaraldri fyrir brjóstakrabbamein hefur verið breytt úr 40-69 í 50-74. 

Lesa meira
Áfengi

8. jan. 2021 : Því minna áfengi, því betra

Metsala var á áfengi í Vínbúðum árið 2020. Jafnvel þótt skýringuna megi finna í færri ferðum á veitingastaði eða Fríhöfnina, er rétt að staldra við og minna á að áfengisneysla er áhættuþáttur þegar kemur að krabbameinum. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?