Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 27. maí 2019

Mikilvægur stuðningur að lífshlaupi loknu

Í gegnum árin hefur Krabbameinsfélagið hlotið erfðagjafir frá einstaklingum sem kjósa að láta hluta af eigum sínum renna til félagsins eftir sinn dag. Ástæðurnar eru af ýmsum toga, en oftast er það vegna persónulegrar reynslu og stuðnings við málstað félagsins eða til minningar um ástvin.

Erfðagjafir hafa skipt Krabbameinsfélagið miklu máli. Með þeim hefur félagið geta tekist á við ýmis brýn verkefni sem eru til hagsbóta fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra.

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands var sem dæmi stofnaður að hluta með fjármagni úr tveimur minningarsjóðum. Sjóðurinn styður árlega vísindarannsóknir sem snúa að orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Í byrjun mánaðarins var þriðja úthlutun úr sjóðnum og hlutu 12 vísindamenn styrki upp á samanlagt 60 milljónir.

Erfðagjafir hafa einnig stutt við Ráðgjafarþjónustu félagsins sem veitir ráðgjöf og stuðning fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra þeim að kostnaðarlausu.

Íbúðir sem félagið rekur á Rauðarárstíg hafa notið góðs af erfðagjöfum, en þær eru til afnota fyrir krabbameinssjúklinga á landsbyggðinni sem þurfa að sækja meðferð eða rannsókn til Reykjavíkur. Íbúðirnar eru í göngufæri við Landspítalann og létta mjög á tímabundinni húsnæðisþörf þessa hóps.

„Það er með miklu þakklæti, hlýhug og auðmýkt sem Krabbameinsfélagið veitir erfðagjöfum móttöku. Margir þeirra sem ákveða að gefa erfðagjöf hafa stutt félagið reglulega með ýmsum hætti í gegnum lífið og taka auk þess þá stóru ákvörðun að láta enn frekar gott af sér leiða eftir sinn dag. Fyrir þetta erum við óendanlega þakklát og við leggjum metnað í að nýta hverja krónu til hins ýtrasta í baráttunni gegn krabbameinum,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Nánari upplýsingar um erfðagjafir er að finna hér.


Fleiri nýjar fréttir

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?