Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 13. maí 2019

Mikil vonbrigði með mætingu kvenna í brjóstaskimun í Eyjum

  • Guðrún Birgisdóttir, geislafræðingur, í brjóstamyndatöku á Leitarstöð 2019.

Einungis um 20% kvenna í Vestmannaeyjum sem boðaðar voru í skimun fyrir brjóstakrabbameini í síðustu viku nýttu tækifærið og bókuðu tíma. 

Tveir geislafræðingar frá Krabbameinsfélaginu fóru til Eyja með röngtentæki fyrir brjóstamyndatökur í upphafi vikunnar, til að sinna skimuninni, en sneru aftur til Reykjavíkur fyrr en áætlað var þar sem bókanir voru langt undir væntingum. Af þeim 500 konum sem fengu boð um að taka þátt í skimuninni bókuðu einungis um 100 konur tíma.

„Þessi dræma þátttaka er mikil vonbrigði fyrir okkur því auk þess að senda konunum bréf, auglýstum við þetta hressilega á samfélagsmiðlum og fengum góð viðbrögð,“ segir Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri Leitarstöðvarinnar.

Góð mæting hefur verið í reglulega skimun fyrir brjóstakrabbameini á landsbyggðinni það sem af er árinu. Skimunin fram með 1-2 ára millibili, mismunandi eftir stöðum en er framkvæmd árlega í Vestmannaeyjum. 

Halldóra hvetur þær konur sem ekki mættu í skimunina í síðustu viku að panta tíma í brjóstamyndatöku á Leitarstöðinni næst þegar þær eiga leið í bæinn. Ekki sé gott að bíða í heilt ár þar til skimun fari aftur fram í Eyjum.

„Eitt ár getur skipt sköpum og eftir því sem lengra líður er erfiðara að meðhöndla og eiga við krabbamein fari það af stað á annað borð,“ segir Halldóra.

Hægt er að panta tíma á Leitarstöðinni hér og í síma 540 1919 kl. 8-15:30 virka daga.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?