Ása Sigríður Þórisdóttir 30. apr. 2022

Mikil stemmning og samhugur á Styrkleikum

Stemmningin einstök, gleði og þakklæti skín úr hverju andliti. Nú þegar fjórðungur er liðinn af tímanum hafa 7.250 hringir verið gengnir eða 1600 km.

Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélags Íslands hófust í dag á Selfossi og standa yfir til hádegis á morgun, sunnudag. Um alþjóðlegan viðburð er að ræða sem fer árlega fram á yfir 5000 stöðum í yfir 30 löndum um allan heim. Hátt í 10 milljónir taka þátt í viðburðinum á hverju ári og er sá hópur sífellt að stækka.

3_1651344553236Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri Styrkleikana, segir afar ánægjulegt að sjá hversu margir séu að taka þátt í leikunum en hátt í 250 manns höfðu skráð sig til leiks í 16 liðum við setningu leikanna og sömuleiðis gleðilegt hve margir til viðbótar bætist sífellt í hópinn. Stemmningin sé einstök, gleði og þakklæti skíni úr hverju andliti, allt gangi vel og greinilegt að fólk kunni vel að meta að geta tekið þátt í Styrkleikunum.

8_1651344695230Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður sem snúast um að styðja, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Það að leikarnir standa yfir í heilan sólarhring er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini. Sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn.

Styrkleikarnir ganga þannig fyrir sig að liðin skiptast á að halda boðhlaupskefli gangandi í heilan sólarhring. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir og gefur hver vegalengd ákveðin fjölda smella á sérstökum teljurum sem þátttakendur nota til að telja þá hringi sem gengnir eru. Nú þegar fjórðungur er liðinn af tímanum hafa 7.250 hringir verið gengnir eða 1600 km.

28_1651344779108Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla aldurshópa. Dagskráin nær hámarkmi með Ljósastund sem verður haldin kl. 22 í kvöld þar sem kveikt er á kertum í sérútbúnum pokum sem þátttakendur hafa skreytt og skrifað hugleiðingar eða kveðjur á, sérstaklega ætlaðar til stuðnings eða minningar. Viðburðurinn er öllum opin og þátttaka ókeypis.

71

Myndirnar sem frá viðburðinum segja allt sem segja þarf um stemmninguna sem ríkir á leikunum.

Myndir: Olga Björt Þórðardóttir.

 


Fleiri nýjar fréttir

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?