Ása Sigríður Þórisdóttir 30. apr. 2022

Mikil stemmning og samhugur á Styrkleikum

Stemmningin einstök, gleði og þakklæti skín úr hverju andliti. Nú þegar fjórðungur er liðinn af tímanum hafa 7.250 hringir verið gengnir eða 1600 km.

Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélags Íslands hófust í dag á Selfossi og standa yfir til hádegis á morgun, sunnudag. Um alþjóðlegan viðburð er að ræða sem fer árlega fram á yfir 5000 stöðum í yfir 30 löndum um allan heim. Hátt í 10 milljónir taka þátt í viðburðinum á hverju ári og er sá hópur sífellt að stækka.

3_1651344553236Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri Styrkleikana, segir afar ánægjulegt að sjá hversu margir séu að taka þátt í leikunum en hátt í 250 manns höfðu skráð sig til leiks í 16 liðum við setningu leikanna og sömuleiðis gleðilegt hve margir til viðbótar bætist sífellt í hópinn. Stemmningin sé einstök, gleði og þakklæti skíni úr hverju andliti, allt gangi vel og greinilegt að fólk kunni vel að meta að geta tekið þátt í Styrkleikunum.

8_1651344695230Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður sem snúast um að styðja, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Það að leikarnir standa yfir í heilan sólarhring er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini. Sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn.

Styrkleikarnir ganga þannig fyrir sig að liðin skiptast á að halda boðhlaupskefli gangandi í heilan sólarhring. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir og gefur hver vegalengd ákveðin fjölda smella á sérstökum teljurum sem þátttakendur nota til að telja þá hringi sem gengnir eru. Nú þegar fjórðungur er liðinn af tímanum hafa 7.250 hringir verið gengnir eða 1600 km.

28_1651344779108Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla aldurshópa. Dagskráin nær hámarkmi með Ljósastund sem verður haldin kl. 22 í kvöld þar sem kveikt er á kertum í sérútbúnum pokum sem þátttakendur hafa skreytt og skrifað hugleiðingar eða kveðjur á, sérstaklega ætlaðar til stuðnings eða minningar. Viðburðurinn er öllum opin og þátttaka ókeypis.

71

Myndirnar sem frá viðburðinum segja allt sem segja þarf um stemmninguna sem ríkir á leikunum.

Myndir: Olga Björt Þórðardóttir.

 


Fleiri nýjar fréttir

23. jan. 2023 : Vilt þú taka þátt í undir­búningi Styrk­leik­anna?

Styrkleikarnir verða haldnir í annað sinn á Selfossi laugardaginn 29. apríl til sunnudagsins 30. apríl. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Laust starf: Viltu hafa áhrif til góðs?

Til að ná enn meiri árangri í starfi félagsins viljum við fjölga í öflugu teymi sérfræðinga okkar og efla kynningar- og fræðslustarf félagsins enn frekar og auglýsum eftir sérfræðingi í miðlun. Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem brennur fyrir að ná árangri í starfi, fólkinu í landinu til heilla.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Er ekki langt síðan þú fórst í vísindaferð? Nú er komið að því!

Krabbameinsfélagið býður heilbrigðisstarfsfólki í vísindaferð, fimmtudaginn 12. janúar kl. 16:30 – 18:00 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8.  

Lesa meira

3. jan. 2023 : Reyklaust nýtt ár

Innan Krabbameinsfélagsins er áratuga reynsla af stuðningi við fólk sem vill hætta að reykja. Hægt er að bóka ókeypis samtal við sérfræðinga í reykbindindi, bæði á íslensku, pólsku og ensku. 

Lesa meira

3. jan. 2023 : Bláa Lónið styrkir Vísinda­sjóð Krabba­meins­fé­lagsins

Í ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?