Ása Sigríður Þórisdóttir 30. apr. 2022

Mikil stemmning og samhugur á Styrkleikum

Stemmningin einstök, gleði og þakklæti skín úr hverju andliti. Nú þegar fjórðungur er liðinn af tímanum hafa 7.250 hringir verið gengnir eða 1600 km.

Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélags Íslands hófust í dag á Selfossi og standa yfir til hádegis á morgun, sunnudag. Um alþjóðlegan viðburð er að ræða sem fer árlega fram á yfir 5000 stöðum í yfir 30 löndum um allan heim. Hátt í 10 milljónir taka þátt í viðburðinum á hverju ári og er sá hópur sífellt að stækka.

3_1651344553236Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri Styrkleikana, segir afar ánægjulegt að sjá hversu margir séu að taka þátt í leikunum en hátt í 250 manns höfðu skráð sig til leiks í 16 liðum við setningu leikanna og sömuleiðis gleðilegt hve margir til viðbótar bætist sífellt í hópinn. Stemmningin sé einstök, gleði og þakklæti skíni úr hverju andliti, allt gangi vel og greinilegt að fólk kunni vel að meta að geta tekið þátt í Styrkleikunum.

8_1651344695230Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður sem snúast um að styðja, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Það að leikarnir standa yfir í heilan sólarhring er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini. Sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn.

Styrkleikarnir ganga þannig fyrir sig að liðin skiptast á að halda boðhlaupskefli gangandi í heilan sólarhring. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir og gefur hver vegalengd ákveðin fjölda smella á sérstökum teljurum sem þátttakendur nota til að telja þá hringi sem gengnir eru. Nú þegar fjórðungur er liðinn af tímanum hafa 7.250 hringir verið gengnir eða 1600 km.

28_1651344779108Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla aldurshópa. Dagskráin nær hámarkmi með Ljósastund sem verður haldin kl. 22 í kvöld þar sem kveikt er á kertum í sérútbúnum pokum sem þátttakendur hafa skreytt og skrifað hugleiðingar eða kveðjur á, sérstaklega ætlaðar til stuðnings eða minningar. Viðburðurinn er öllum opin og þátttaka ókeypis.

71

Myndirnar sem frá viðburðinum segja allt sem segja þarf um stemmninguna sem ríkir á leikunum.

Myndir: Olga Björt Þórðardóttir.

 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?