Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 9. ágú. 2019

Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

  • Guðrún Birgisdóttir, geislafræðingur, í brjóstamyndatöku á Leitarstöð 2019.

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 

Svo virðist sem herferðir félagsins og aukin vitund kvenna um mikilvægi skimana spili þar inní að sögn Halldóru Hálfdánardóttur, deildarstjóra stjórnsviðs Leitarstöðvarinnar.

„Vanalega hafa 2-300 tölvupóstar beðið starfsfólks eftir sumarfrí en nú voru þeir 800 og það er enn að bætast í. Það er mun betri þátttaka í skimun almennt síðustu mánuði. Ég hugsa að það sé samstilltu átaki að þakka, betri kynningu félagsins á starfseminni, áhrifum auglýsinga, sérstaklega á samfélagsmiðlum og fólk er almennt meðvitaðra um mikilvægi skimana,“ segir Halldóra.

Nú er verið að skrá brjóstamyndatökur í september og unnið er að því að fjölga tímum til að stytta biðtíma, en búið er að bæta við tímum í leghálsskoðanir.

Tilraunaverkefni skilar miklum árangri

Í ársbyrjun hófst tilraunaverkefni Krabbameinsfélagsins sem miðar að því að hvetja konur til þátttöku sem boðaðar eru í fyrsta sinn í skimun með því að bjóða þeim skimunina ókeypis. Rannsóknir sýna að ef konur mæta þegar þær eru boðaðar í fyrsta sinn eru meiri líkur á því að þær taki þátt í reglulegri skimun síðar á ævinni. 

Árangur tilraunaverkefnisins er strax kominn í ljós því í þegar verkefnið var hálfnað sýndu tölur að rúmlega tvöfalt fleiri 23ja ára konur höfðu þegið boð um leghálsskimun á þessu ári miðað við 277 í fyrra. Í brjóstaskoðunum fjölgaði komum milli ára úr 254 í 572.

„Við merkjum sérstaklega mikla aukningu hjá þessum hópi og það verður áhugavert að sjá tölfræði í lok ársins þegar verkefninu lýkur,“ segir Halldóra að lokum.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?