Ása Sigríður Þórisdóttir 13. maí 2020

Mikil eftirspurn eftir skimun hjá Leitarstöðinni

  • Guðrún Birgisdóttir, geislafræðingur, í brjóstamyndatöku á Leitarstöð 2019.

Til að koma til móts við mikla eftirspurn eftir skimun hefur Leitarstöðin fjölgað tímum í legháls- og brjóstaskimunum. Tímapantanir í síma 540 1919

Konur hafa tekið vel við sér eftir að Leitarstöð Krabbameinsfélagsins opnaði á ný þann 4. maí eftir tímabundna lokun vegna Covid-19. Til að koma til móts við mikla eftirspurn eftir skimun hefur Leitarstöðin fjölgað tímum í legháls- og brjóstaskimunum. Þess er gætt að fylgja eftir leiðbeiningum frá sóttvarnaryfirvöldum.

„Þetta eru afar ánægjulegt tíðindi því skimanir eru mikilvægur liður í því að greina krabbamein á forstigi og draga þannig úr líkum á dauðsföllum af völdum þeirra. Við vitum að það er nánast hægt að koma í veg fyrir leghálskrabbamein með reglubundinni skimun og greiningu á forstigi og með skimun fyrir brjóstakrabbameinum aukast líkur á að meinin finnist snemma, sem eykur líkur á lækningu. Við hvetjum konur til að bregðast við og panta tíma hafi þær fengið boð í skimun,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson yfirlæknir Leitarstöðvar.

Gjaldfrjáls skimun skilar árangri

Krabbameinsfélagið telur mikilvægt að skimun verði gjaldfrjáls og hefur lagt það til við stjórnvöld, til að tryggja jafnt aðgengi að skimun.

Félagið hefur unnið markvisst að því undanfarin ár að auka þátttöku kvenna í skimunum með góðum árangri. Á síðasta ári stóð félagið fyrir tilraunaverkefni þar sem konum, sem var boðið í fyrsta sinn í skimun, bauðst hún þeim að kostnaðarlausu. Var það gert til að kanna hvort kostnaður við skimun hefði áhrif á þátttöku kvenna. Verkefnið var fjármagnað af Krabbameinsfélaginu. Niðurstöður verkefnisins voru afgerandi, 27% kvenna á 23. aldursári og 11% kvenna á 40. aldursári sögðust ekki hafa mætt í skimun nema af því að hún var ókeypis. Því er ljóst að gjaldfrjáls skimun skiptir miklu máli en 34% aukning var milli ára á komum í skimun meðal 23 ára kvenna í leghálsskimun og 51% hjá 40 ára konum í brjóstaskimun. Skimun er ókeypis á flestum Norðurlandanna, til að tryggja jafnt aðgengi að henni.

Erfðagjöf frá Láru Vigfúsdóttur kemur þúsundum kvenna til góða

Leitarstöðinni barst á síðasta ári vegleg erfðagjöf frá innanhússarkitektinum Láru Vigfúsdóttur frá Vestmannaeyjum. Ákveðið var að nýta gjöfina í þágu kvenna með því að bjóða áfram gjaldfrjálsa skimun. Þannig má reikna með að á þriðja þúsund konur, sem koma í fyrsta skipti í skimun fyrir krabbameinum njóti góðs af gjöf Láru. Þakklæti til Láru fyrir þessa stóru gjöf til samfélagsins er mikið.


Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?