Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 17. jan. 2020

Miðlun eflist - nýtt blað komið út

Blað Krabbameinsfélagsins er komið út. Í því er að finna viðtöl, fróðleik, fréttir og greinar um fjölbreytt starf félagsins. 

Þetta er í fyrsta sinn í 12 ár sem félagið gefur út blað en fréttabréfið Heilbrigðismál kom út frá stofnun félagsins til ársins 2008.

„Það eru stór tímamót hjá okkur í miðlun félagsins þessa dagana því nýverið hófum við einnig útsendingar hlaðvarps sem hefur fengið afar góðar viðtökur. Það skiptir félagið máli að geta miðlað upplýsingum af starfsemi þess til landsmanna og fjölbreytni í miðlun er mikilvæg, því eitt form miðlunar hentar kannski ekki öllum,“ segir Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, ritstjóri blaðsins og kynningarstjóri félagsins.

Meðal efnis í þessu fyrsta blaði er viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands og verndara Krabbameinsfélagsins, Davíð Ólafsson, óperusöngvara og fasteignasala, sem greindist með ristilkrabbamein, og Aminu Gulamo, sem greindist með brjóstakrabbamein þegar hún lék í auglýsingu fyrir Leitarstöð félagsins. 

Blaðið má nálgast rafrænt hér , og efnisyfirlit þess má finna neðar í fréttinni.
Efnisyfirlit:

 • Halla Þorvaldsdóttir - Nýjum tímum fylgja nýjar áskoranir
 • Ástin í skugga krabbameina
 • Saga félagsins - tímalína
 • Karlaklefinn: Gæðasvæði
 • Davíð Ólafsson - Söngurinn er mín endurhæfing
 • Mottumarsmálþing á Akureyri
 • Mottumarssokkarnir komnir til að vera
 • Ósk eftir samstarfi við stjórnvöld um endurhæfingu
 • Eftirspurn eftir ráðgjöf tvöfaldast
 • Stuðningsnetið
 • Matardiskar stækka um 15% á milli kynslóða
 • Keðjuleikur og brjóstakrabbamein
 • Nýr rafrænn samskiptamiðill fyrir sjúklinga
 • Bleika slaufan seldist upp
 • Bleiki dagurinn
 • 160 milljónir til rannsókna á þremur árum
 • Vigdís Finnbogadóttir - Af hverju ekki ég?
 • Rannsóknir félagsins á BRCA2 stökkbreytingu og afleiðingum hennar
 • Býður hjúkrunarfræðingum í Bláa Lónið
 • Vefverslun blómstrar
 • Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019
 • Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hættir
 • Nýjar áherslur - ný ásýnd
 • Tvöfalt fleiri konur í fyrstu skimun
 • Rannsóknir og skráning krabbameina
 • Amina Gulamo - „Ég þakka Allah og ég þakka ykkur“
 • Mat á gæðum krabbameinsmeðferða
 • Endurnýjun íbúða fyrir fólk af landsbyggðinni
 • Velunnurum boðið í heimsókn
 • Þess vegna er ég Velunnari
 • Brýn þörf á að bæta réttarstöðu og þjónustu við börn krabbameinssjúklinga og fjölskyldur þeirra
 • Stuðningur við fagaðila sem vinna með börnum eftir foreldramissi
 • Velferðarnefnd í heimsókn
 • Íslensk krabbameinsáætlun er lykill að árangri
 • Áfengi getur valdið krabbameinum
 • Ný smásjá ígildi eins starfsmanns
 • Þrír fulltrúar í fagráðum landlæknis um lýðheilsu
 • Erfðagjafir
 • Gekk með hjólbörur hringinn í kringum landið
 • Ekki nota ljósabekki!
 • Tengsl á milli mikillar líkamsfitu og illvígs krabbameins í blöðruhálskirtli
 • Karlarnir og kúlurnar í Mosfellsbæ
 • Kastað til bata í Laxá í Laxárdal
 • Miðlun mikilvægari en áður
 • Við erum Krabbameinsfélagið
 • Aðildarfélög 


Fleiri nýjar fréttir

Halla Þorvaldsdóttir

28. mar. 2020 : Mottumars snýst um karla og krabbamein

Verum ávallt vakandi fyrir einkennum krabbameina eins og segir í Mottumarslaginu í ár ættu karlmenn að „tékka á sér“ og vera vakandi fyrir ýmsum breytingum á líkama sínum sem geta verið vísbendingar um krabbamein.

Lesa meira

26. mar. 2020 : Heimildarmyndin: Lífið er núna

Rúv sýndi þann 26. mars heimildarmyndina Lífið er núna sem framleidd var í tilefni þess að Kraftur fagnaði 20 ára afmæli á árinu 2019.

Lesa meira

23. mar. 2020 : Temporary stop on cancer screening at The Cancer Detection Clinic (Leitarstöð)

In compliance with the Director of Health we must temporarily suspend all cancer screening procedures beginning Tuesday, 24th of March.

Lesa meira

23. mar. 2020 : Tímabundið hlé á skimunum hjá Leitarstöð

Í samræmi við fyrirmæli Landlæknis verður gert tímabundið hlé á skimunum Leitarstöðvarinnar frá og með þriðjudeginum 24. mars.

Lesa meira

20. mar. 2020 : Covid-19: Questions and answers

Answers to common questions that concern people with cancer and their caregivers.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?