Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 28. feb. 2019

MEIRI MENN í Karlaklefa Mottumars

  • Meiri menn - ljósmyndasýning

Mottumars 2019 hefst formlega á morgun, föstudaginn 1. mars. Opnað verður nýtt vefsvæði fyrir karla, karlaklefinn.is, ljósmyndasýningin Meiri menn opnar á sex stöðum á landinu og sala á Mottumarssokkum hefst á netinu og í verslunum um allt land. 

Mottumars er fjáröflunar- og árveknisátak Krabbameinsfélagsins í þágu karla og krabbameina.

Í Karlaklefanum er að finna fræðsluefni af ýmsum toga sem sérstaklega er ætlað karlmönnum. Karlmenn leita sér upplýsinga í minna mæli en konur varðandi margt sem snertir heilsufar, þeir bregðast síður við einkennum og leita seinna til læknis. Markmið Krabbameinsfélagsins með Karlaklefanum er að auka áhuga karla á fróðleik og upplýsingum um heilbrigðan lífsstíl. Einnig um krabbamein og sjúkdómsferli, réttindamál, stuðning og viðbrögð aðstandenda og vinnufélaga svo dæmi séu tekin. Fyrsti áfangi vefsins opnar þann 1. mars 2019 í tilefni af upphafi Mottumars.

REYNSLUHEIMUR KARLA

Ljósmyndasýningin Meiri menn byggir á persónulegum sögum átta karlmanna víðs vegar af landinu sem greinst hafa með ólíkar tegundir krabbameina. Sýningin fer fram í Karlaklefanum og á sex sýningarstöðum; í Kringlunni, Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, á Glerártorgi Akureyri, í JMJ herradeild á Akureyri, í Ráðhúsi Reykjanesbæjar og í Neistanum á Ísafirði. Það eru ljósmyndararnir Ásta Kristjánsdóttir og Auðunn Níelsson sem eiga heiður að myndunum.

Ljosmyndasyning-2019„Þetta eru magnaðar sögur sem sýna ótrúlegan styrk, jákvæðni og æðruleysi þessara manna. Í þeim kemur skýrt fram það sem hættir ekki að koma mér á óvart, hvað geta fólks til að takast á við ótrúlegar aðstæður er mikil. Krabbameinsfélagið þakkar þessum frábæru liðsmönnum ómetanlegan stuðning og þátttöku í Mottumars 2019. Reynslusögur þeirra eru örugglega fjársjóður fyrir aðra karlmenn sem lenda í svipuðum aðstæðum. Þeir eru svo sannarlega Meiri menn!“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Sokkar_1551377153769

MOTTUMARS-SOKKARNIR

Mottumarssokkarnir eru hannaðir af Önnu Pálínu Baldursdóttur, nemanda í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands, sem bar sigur úr bítum í hönnnunarsamkeppni Mottumars síðastliðið haust. 

 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?