Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 28. feb. 2019

MEIRI MENN í Karlaklefa Mottumars

  • Meiri menn - ljósmyndasýning

Mottumars 2019 hefst formlega á morgun, föstudaginn 1. mars. Opnað verður nýtt vefsvæði fyrir karla, karlaklefinn.is, ljósmyndasýningin Meiri menn opnar á sex stöðum á landinu og sala á Mottumarssokkum hefst á netinu og í verslunum um allt land. 

Mottumars er fjáröflunar- og árveknisátak Krabbameinsfélagsins í þágu karla og krabbameina.

Í Karlaklefanum er að finna fræðsluefni af ýmsum toga sem sérstaklega er ætlað karlmönnum. Karlmenn leita sér upplýsinga í minna mæli en konur varðandi margt sem snertir heilsufar, þeir bregðast síður við einkennum og leita seinna til læknis. Markmið Krabbameinsfélagsins með Karlaklefanum er að auka áhuga karla á fróðleik og upplýsingum um heilbrigðan lífsstíl. Einnig um krabbamein og sjúkdómsferli, réttindamál, stuðning og viðbrögð aðstandenda og vinnufélaga svo dæmi séu tekin. Fyrsti áfangi vefsins opnar þann 1. mars 2019 í tilefni af upphafi Mottumars.

REYNSLUHEIMUR KARLA

Ljósmyndasýningin Meiri menn byggir á persónulegum sögum átta karlmanna víðs vegar af landinu sem greinst hafa með ólíkar tegundir krabbameina. Sýningin fer fram í Karlaklefanum og á sex sýningarstöðum; í Kringlunni, Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, á Glerártorgi Akureyri, í JMJ herradeild á Akureyri, í Ráðhúsi Reykjanesbæjar og í Neistanum á Ísafirði. Það eru ljósmyndararnir Ásta Kristjánsdóttir og Auðunn Níelsson sem eiga heiður að myndunum.

Ljosmyndasyning-2019„Þetta eru magnaðar sögur sem sýna ótrúlegan styrk, jákvæðni og æðruleysi þessara manna. Í þeim kemur skýrt fram það sem hættir ekki að koma mér á óvart, hvað geta fólks til að takast á við ótrúlegar aðstæður er mikil. Krabbameinsfélagið þakkar þessum frábæru liðsmönnum ómetanlegan stuðning og þátttöku í Mottumars 2019. Reynslusögur þeirra eru örugglega fjársjóður fyrir aðra karlmenn sem lenda í svipuðum aðstæðum. Þeir eru svo sannarlega Meiri menn!“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Sokkar_1551377153769

MOTTUMARS-SOKKARNIR

Mottumarssokkarnir eru hannaðir af Önnu Pálínu Baldursdóttur, nemanda í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands, sem bar sigur úr bítum í hönnnunarsamkeppni Mottumars síðastliðið haust. 

 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?