Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 28. feb. 2019

MEIRI MENN í Karlaklefa Mottumars

  • Meiri menn - ljósmyndasýning

Mottumars 2019 hefst formlega á morgun, föstudaginn 1. mars. Opnað verður nýtt vefsvæði fyrir karla, karlaklefinn.is, ljósmyndasýningin Meiri menn opnar á sex stöðum á landinu og sala á Mottumarssokkum hefst á netinu og í verslunum um allt land. 

Mottumars er fjáröflunar- og árveknisátak Krabbameinsfélagsins í þágu karla og krabbameina.

Í Karlaklefanum er að finna fræðsluefni af ýmsum toga sem sérstaklega er ætlað karlmönnum. Karlmenn leita sér upplýsinga í minna mæli en konur varðandi margt sem snertir heilsufar, þeir bregðast síður við einkennum og leita seinna til læknis. Markmið Krabbameinsfélagsins með Karlaklefanum er að auka áhuga karla á fróðleik og upplýsingum um heilbrigðan lífsstíl. Einnig um krabbamein og sjúkdómsferli, réttindamál, stuðning og viðbrögð aðstandenda og vinnufélaga svo dæmi séu tekin. Fyrsti áfangi vefsins opnar þann 1. mars 2019 í tilefni af upphafi Mottumars.

REYNSLUHEIMUR KARLA

Ljósmyndasýningin Meiri menn byggir á persónulegum sögum átta karlmanna víðs vegar af landinu sem greinst hafa með ólíkar tegundir krabbameina. Sýningin fer fram í Karlaklefanum og á sex sýningarstöðum; í Kringlunni, Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, á Glerártorgi Akureyri, í JMJ herradeild á Akureyri, í Ráðhúsi Reykjanesbæjar og í Neistanum á Ísafirði. Það eru ljósmyndararnir Ásta Kristjánsdóttir og Auðunn Níelsson sem eiga heiður að myndunum.

Ljosmyndasyning-2019„Þetta eru magnaðar sögur sem sýna ótrúlegan styrk, jákvæðni og æðruleysi þessara manna. Í þeim kemur skýrt fram það sem hættir ekki að koma mér á óvart, hvað geta fólks til að takast á við ótrúlegar aðstæður er mikil. Krabbameinsfélagið þakkar þessum frábæru liðsmönnum ómetanlegan stuðning og þátttöku í Mottumars 2019. Reynslusögur þeirra eru örugglega fjársjóður fyrir aðra karlmenn sem lenda í svipuðum aðstæðum. Þeir eru svo sannarlega Meiri menn!“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Sokkar_1551377153769

MOTTUMARS-SOKKARNIR

Mottumarssokkarnir eru hannaðir af Önnu Pálínu Baldursdóttur, nemanda í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands, sem bar sigur úr bítum í hönnnunarsamkeppni Mottumars síðastliðið haust. 

 


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?