Ása Sigríður Þórisdóttir 10. ágú. 2022

Meðvera ný samskiptagátt bætir þjónustu við krabbameinssjúklinga

Krabbameinsfélagið er afar stolt af því að hafa átt þátt í að koma þessu þarfa verkefni á laggirnar. Það var brýnt að finna nýjar og nútímalegri leiðir til að tryggja og efla samskipti milli fagfólks og þeirra sem eru í krabbameinsmeðferð.

Í krabbameinsþjónustu Landspítala hefur verið tekin í notkun ný rafræn samskiptagátt Meðvera sem bætir þjónustu við sjúklinga umtalsvert.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Embætti landlæknis og er styrkt af Krabbameinsfélagi Íslands og Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins.

https://vimeo.com/726715736


Tilgangur samskiptagáttarinnar er að bæta einstaklingum í heimahúsum aðgengi að upplýsingum og þjónustu og auðvelda heilbrigðisstarfsfólki að hafa yfirsýn yfir sjúklingahópinn, fylgja eftir breytingu á líðan og einkennum og geta á einfaldan hátt haft samskipti við sjúklinginn og sent fræðsluefni.

Hugmyndin að verkefninu er sprottin úr klínísku starfi á Landspítala. Langflestir einstaklingar með krabbamein dvelja meira heima hjá sér en á spítala og hafa því oft þörf fyrir stuðning og fræðslu til þess að takast á við einkenni og aukaverkanir meðferðar og sjúkdóms.

Erlendar rannsóknir sýna að sambærilegar veflausnir hafa meðal annars eflt sjálfsumönnun, bætt líðan og öryggi sjúklinga með krabbamein.

 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?