Ása Sigríður Þórisdóttir 10. ágú. 2022

Meðvera ný samskiptagátt bætir þjónustu við krabbameinssjúklinga

Krabbameinsfélagið er afar stolt af því að hafa átt þátt í að koma þessu þarfa verkefni á laggirnar. Það var brýnt að finna nýjar og nútímalegri leiðir til að tryggja og efla samskipti milli fagfólks og þeirra sem eru í krabbameinsmeðferð.

Í krabbameinsþjónustu Landspítala hefur verið tekin í notkun ný rafræn samskiptagátt Meðvera sem bætir þjónustu við sjúklinga umtalsvert.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Embætti landlæknis og er styrkt af Krabbameinsfélagi Íslands og Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins.

https://vimeo.com/726715736


Tilgangur samskiptagáttarinnar er að bæta einstaklingum í heimahúsum aðgengi að upplýsingum og þjónustu og auðvelda heilbrigðisstarfsfólki að hafa yfirsýn yfir sjúklingahópinn, fylgja eftir breytingu á líðan og einkennum og geta á einfaldan hátt haft samskipti við sjúklinginn og sent fræðsluefni.

Hugmyndin að verkefninu er sprottin úr klínísku starfi á Landspítala. Langflestir einstaklingar með krabbamein dvelja meira heima hjá sér en á spítala og hafa því oft þörf fyrir stuðning og fræðslu til þess að takast á við einkenni og aukaverkanir meðferðar og sjúkdóms.

Erlendar rannsóknir sýna að sambærilegar veflausnir hafa meðal annars eflt sjálfsumönnun, bætt líðan og öryggi sjúklinga með krabbamein.

 


Fleiri nýjar fréttir

26. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira
Eyþór Gylfason, matreiðslumaður.

24. maí 2023 : Kvöldverður til styrktar Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins

Eyþór Gylfason, matreiðslumaður, stendur fyrir styrktarkvöldverði þann 8. júní næstkomandi í samstarfi við veitingastaðinn Monkeys Restaurant. Ágóðinn af kvöldinu rennur óskiptur til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins og mun styðja við íslenskar krabbameinsrannsóknir.

Lesa meira

19. maí 2023 : Sumar­happ­drættið: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins. Í því fá karlar heimsenda miða. Vinningar eru að þessu sinni 253 talsins að verðmæti um 52,4 milljónir króna. 

Lesa meira

17. maí 2023 : Appelsínugul viðvörun í kortunum

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins haldinn 13. maí 2023 skorar á stjórnvöld að hefjast handa þegar í stað og setja á dagskrá viðbrögð við fyrirsjáanlegri fjölgun krabbameinstilvika og lifenda, með öflugri krabbameinsáætlun sem leiði til samhæfðra og markvissra aðgerða.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?