Sóley Jónsdóttir 22. ágú. 2017

,,Með von um bata" - málverkauppboð Ingvars Þórs Gylfasonar myndlistarmanns

Ingvar Þór Gylfason myndlistarmaður stendur fyrir verkefninu ,,Með von um bata" og styrkir Krabbameinsfélagið mánaðarlega allt árið 2017 með uppboði á einu málverki. Myndirnar eru 12 talsins og viðfangsefni þeirra allra er fuglar.  

Myndasería Ingvars heitir ,,Von" enda er vonin það dýrmætasta sem við eigum þegar lífið tekur á að mati Ingvars. Myndirnar afhendast í hvítum flotramma og engar eftirprentanir verða gerðar af myndunum.

Uppboðið í ágúst er tvöfalt þar sem hæstbjóðandi síðasta mánaðar dró boð sitt tilbaka eftir að uppboði lauk svo ekki reyndist hægt að finna eiganda fyrir myndina í það skiptið. Svo boðnar verða upp tvær myndir í ágústmánuði eða þær Rjúpa 3 og Hrafn 16. 

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér málverkauppboðið nánar á Facebook síðu Ingvars Þórs og Krabbameinsfélagsins


Fleiri nýjar fréttir

21. feb. 2020 : Umhugað um heilsu og heilbrigði starfsfólks síns

HS Veitur hvetja starfsfólk sitt til þátttöku í Karlahlaupi Krabbameinsfélagsins og greiða þátttökugjald starfsmanna.

Lesa meira

18. feb. 2020 : Niðurstöður skimana nú birtar rafrænt á island.is

Frá og með deginum í dag, 18. febrúar 2020, mun Leitarstöð Krabbameinsfélagsins birta allar rannsóknarniðurstöður skimana í persónulegu pósthólfi kvenna á island.is. 

Lesa meira

17. feb. 2020 : Forseti Íslands verður „héri“ í Karlahlaupinu

Sunnudaginn 1. mars verður Karlahlaup Krabbameinsfélagsins haldið í fyrsta sinn. Hlaupið er frá Hörpu að Laugarnestanga og til baka, alls 5 kílómetra. 

Lesa meira

12. feb. 2020 : Ný og betri útgáfa af NORDCAN

NORDCAN er samnorrænn gagnagrunnur sem nær yfir 70 ára tímabil og býður upp á greiningarmöguleika og tölfræði á upplýsingum á yfir 60 flokkum krabbameina á Norðurlöndunum.

Lesa meira

11. feb. 2020 : Upp með sokkana og í Karlahlaupið

Við skorum á þig að taka þátt í Karlahlaupi Krabbameinsfélagsins í Mottumars. Saman tökum við 5000 skref í rétta átt. Hér eru praktískar upplýsingar um hlaupið og undirbúning. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?