Sóley Jónsdóttir 22. ágú. 2017

,,Með von um bata" - málverkauppboð Ingvars Þórs Gylfasonar myndlistarmanns

Ingvar Þór Gylfason myndlistarmaður stendur fyrir verkefninu ,,Með von um bata" og styrkir Krabbameinsfélagið mánaðarlega allt árið 2017 með uppboði á einu málverki. Myndirnar eru 12 talsins og viðfangsefni þeirra allra er fuglar.  

Myndasería Ingvars heitir ,,Von" enda er vonin það dýrmætasta sem við eigum þegar lífið tekur á að mati Ingvars. Myndirnar afhendast í hvítum flotramma og engar eftirprentanir verða gerðar af myndunum.

Uppboðið í ágúst er tvöfalt þar sem hæstbjóðandi síðasta mánaðar dró boð sitt tilbaka eftir að uppboði lauk svo ekki reyndist hægt að finna eiganda fyrir myndina í það skiptið. Svo boðnar verða upp tvær myndir í ágústmánuði eða þær Rjúpa 3 og Hrafn 16. 

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér málverkauppboðið nánar á Facebook síðu Ingvars Þórs og Krabbameinsfélagsins


Fleiri nýjar fréttir

21. sep. 2022 : Rannsókn á krabbameinum í Reykjanesbæ: Eru tengsl við starfsemi varnarliðsins og lífsstíl?

Íbúar á Suðurnesjum hafa lengi haft áhyggjur af mengun í tengslum við herstöðina og að hún geti hafa valdið aukinni tíðni krabbameina. Rannsókn Krabbameinsfélagsins beindist að mengun í vatnsbólum og sýnir að mjög fá krabbamein á tímabilinu 1955 - 2010 skýrast af slíkri mengun. En talsverður fjöldi krabbameina reyndist tengjast lifnaðarháttum og voru slík mein marktækt fleiri en annars staðar á landinu.

Lesa meira

16. sep. 2022 : Tryggðu þér miða á Opnunarviðburð Bleiku slaufunnar

Það styttist mjög í Bleikan október og undirbúningurinn í fullum gangi. Opnunarviðburður Bleiku slaufunnar er kominn í sölu. Bleikaslaufan.is er að gera sig klára til að taka vel á móti ykkur, Bleika slaufan sem í ár er hönnuð af Orrifinn Skartgripir er komin í hús og toppar sig enn á ný og er geggjuð!

Lesa meira

16. sep. 2022 : Bleika slaufan er komin í hús!

Það er óhætt að segja að mikil eftirvænting hafi ríkt í húsnæði Krabbameinsfélagsins í blíðunni í gær þegar við fengum símtal um að Bleika slaufan væri komin til landsins og væri væntanleg í hús kl.15:00. Það er alltaf stór stund þegar við tökum á móti Bleiku slaufunum.

Lesa meira

15. sep. 2022 : Málþing í tilefni Alþjóðadags krabbameinsrannsókna

Krabbameinsfélagið og Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) standa fyrir málþingi tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Krabbameinsfélagsins, miðvikudaginn 21. september kl. 17:30-20:00 í Veröld – húsi Vigdísar. Léttar veitingar í boði frá kl. 17:00.

Lesa meira

15. sep. 2022 : Meðferðarkjarninn rís - vandi krabbameinsdeildar er óleystur

Krabbameinsfélagið heldur áfram að vekja athygli á þessu mikilvæga málið þangað til það verður leyst! 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?