Sóley Jónsdóttir 22. ágú. 2017

,,Með von um bata" - málverkauppboð Ingvars Þórs Gylfasonar myndlistarmanns

Ingvar Þór Gylfason myndlistarmaður stendur fyrir verkefninu ,,Með von um bata" og styrkir Krabbameinsfélagið mánaðarlega allt árið 2017 með uppboði á einu málverki. Myndirnar eru 12 talsins og viðfangsefni þeirra allra er fuglar.  

Myndasería Ingvars heitir ,,Von" enda er vonin það dýrmætasta sem við eigum þegar lífið tekur á að mati Ingvars. Myndirnar afhendast í hvítum flotramma og engar eftirprentanir verða gerðar af myndunum.

Uppboðið í ágúst er tvöfalt þar sem hæstbjóðandi síðasta mánaðar dró boð sitt tilbaka eftir að uppboði lauk svo ekki reyndist hægt að finna eiganda fyrir myndina í það skiptið. Svo boðnar verða upp tvær myndir í ágústmánuði eða þær Rjúpa 3 og Hrafn 16. 

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér málverkauppboðið nánar á Facebook síðu Ingvars Þórs og Krabbameinsfélagsins


Fleiri nýjar fréttir

15. ágú. 2019 : Aukaskoðun í Vestmannaeyjum 22. og 23. ágúst

Afar dræm þátttaka var í skimun fyrir brjóstakrabbameini í Vestmannaeyjum í vor og kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í póstsendingu boðsbréfa sem ekki bárust öllum konum sem komið var að í skimun.

Lesa meira

12. ágú. 2019 : Opið fyrir umsóknir í vísindasjóð norrænu krabbameinssamtakanna

Vakin er athygli á því að opið er fyrir umsóknir í vísindasjóð NCU (Norrænu krabbameinssamtakanna). Umsóknarfrestur er til og með 2. september næstkomandi.

Lesa meira
Brjóstaskoðun á Leitarstöð

9. ágú. 2019 : Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 

Lesa meira

29. júl. 2019 : Hleypur fyrir pabba og frænda ... af því hún getur það

Berglind Alda Ástþórsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Berglind hefur sterka tengingu við krabbamein, en faðir hennar hefur síðustu tvö ár glímt við nýrnakrabbamein og 14 ára gamall frændi er með krabbamein í eitlum. 

Lesa meira
Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir

27. júl. 2019 : Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari til að minnka líkur á krabbameini

Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til reglulegrar hreyfingar, því í henni felst góð forvörn gegn krabbameinum. Félagið hvetur hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni til dáða með því að gefa bönd með slagorðinu „Ég hleyp af því ég get það.“

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?