Sóley Jónsdóttir 22. ágú. 2017

,,Með von um bata" - málverkauppboð Ingvars Þórs Gylfasonar myndlistarmanns

Ingvar Þór Gylfason myndlistarmaður stendur fyrir verkefninu ,,Með von um bata" og styrkir Krabbameinsfélagið mánaðarlega allt árið 2017 með uppboði á einu málverki. Myndirnar eru 12 talsins og viðfangsefni þeirra allra er fuglar.  

Myndasería Ingvars heitir ,,Von" enda er vonin það dýrmætasta sem við eigum þegar lífið tekur á að mati Ingvars. Myndirnar afhendast í hvítum flotramma og engar eftirprentanir verða gerðar af myndunum.

Uppboðið í ágúst er tvöfalt þar sem hæstbjóðandi síðasta mánaðar dró boð sitt tilbaka eftir að uppboði lauk svo ekki reyndist hægt að finna eiganda fyrir myndina í það skiptið. Svo boðnar verða upp tvær myndir í ágústmánuði eða þær Rjúpa 3 og Hrafn 16. 

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér málverkauppboðið nánar á Facebook síðu Ingvars Þórs og Krabbameinsfélagsins


Fleiri nýjar fréttir

18. des. 2019 : Jóladagatal Krabbameinsfélagsins: Svefn og krabbamein

Gera má ráð fyrir að lítill svefnfriður hafi verið á heimilum landsmanna í nótt þegar Hurðaskellir kom til byggða. Um fjórðungur fullorðinna Íslendinga og 75% ungmenna sofa of lítið. En eru einhver tengsl milli svefnleysis og krabbameins? Í jóladagatali Krabbameinsfélagsins eru venjur íslensku jólasveinanna skoðaðar með nýstárlegum hætti.

Lesa meira

10. des. 2019 : Starfsemi yfir jólin

Hefðbundin starfsemi verður yfir jólahátíðina hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, Ráðgjafarþjónustu og á skrifstofum félagsins.

Lesa meira
Óveður

10. des. 2019 : Starfsemi riðlast vegna veðurs

Leitarstöð Krabbameinsfélagsins lokar í dag kl 14:15 vegna veðurs og starfsemi Ráðgjafarþjónustunnar fellur niður eftir hádegi.

Lesa meira

5. des. 2019 : Hvernig nennirðu þessu?

Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða og Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins skrifar:

Lesa meira

4. des. 2019 : Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?