Ása Sigríður Þórisdóttir 12. feb. 2021

Mataræði skiptir máli - Uppskrift að gómsætu steikarsalati

Með hollu og fjölbreyttu mataræði í hæfilegu magni má minnka líkur á krabbameinum. Ein leið til að draga úr neyslu á rauðu kjöti er að hafa það ekki alltaf í aðalhlutverki þó það sé hluti af máltíðinni.Við fengum spennandi uppskrift af steikarsalati frá Pétri Jónssyni tónskáldi.

Að borða mikið af grænmeti og takmarka neyslu á rauðu kjöti er meðal þeirra mataræðisráðlegginga sem draga úr líkum á krabbameinum. Grænmetisneyslu er m.a. hægt að auka með því að hafa salöt oftar á borðum sem aðalrétt og ein leið til að draga úr neyslu á rauðu kjöti er að hafa það ekki alltaf í aðalhlutverki þó það sé hluti af máltíðinni. Nánari upplýsingar um mataræði til að minnka líkur á krabbameinum.

Krabbameinsfélagið ætlar að birta reglulega uppskriftir að gómsætum réttum og kræsingum á árinu 2021. Pétur Jónsson tónskáld hefur getið sér gott orð sem mikill sælkeri að undanförnu en fólk fær reglulega vatn í munninn þegar hann hleður í sunnudagsmáltíðir og birtir „live“ myndir af matreiðslunni á twitter. Pétur gefur okkur hér uppskrift af steikarsalati með hvítlauks og dijonsinnepsdressingu.

Steikarsalat með hvítlauks og dijonsinnepsdressingu fyrir fjóra


Fyrir nokkrum árum síðan tókum við fjölskyldan meðvitaða ákvörðun um að auka verulega grænmetisneyslu heimilisins. Hluti af því er auðvitað að auka hlut grænmetis á disknum í hefðbundnum réttum, en ekki síður að leita að fleiri réttum þar sem gott grænmeti væri í aðahlutverki. Einn af slíkum réttum sem við gerum nokkuð oft og virkar vel er steikarsalatið okkar. Þetta er einfaldur og tiltölulega fljótlegur réttur.

Salatgrunnur

Í grunninn gengur þetta út á að gera virkilega girnilegt og bragðmikið salat, og nánast skreyta það með góðu kjöti sem þá virkar nánast eins og meðlæti á disknum.


Það er engin ein uppskrift að góðu salati. Aðgengi okkar að góðu grænmeti er misgott eftir árstíðum, og því er bara að velja það sem manni finnst girnilegast þá stundina. Í viðbót við hefðbundið salat er um að gera að nota radísur, rauðlauk, strengjabaunir og lárperu til að dýpka bragðið og líka fyrir útlitið, því við borðum jú líka fyrir augunum. Limesafi hjálpar alltaf til að framkalla smá sýrni og ferskleika. Þegar salatið er tilbúið er gott að rífa örlítið af parmigiano osti yfir það, ekki of mikið, rétt til að fá bragðið, án þess að yfirgnæfa nokkuð annað bragð. Hér gildir líka að nota það sem fáum gott og búa til góða blöndu úr því.

DSCF0950

Salatið sjálft:

Salatbanda að eigin vali eftir aðföngum og árstíð
1/2 mjög fínskorinn rauðlaukur
2 fínskornar radísur
Pakki af strengjabaunum - soðnar í 4-5 mínútur þar til mjúkar
1 lárpera
5-6 smápaprikur
Brauðmolar (croutons)
Safi úr hálfu lime

Þessu er öllu blandað snyrtilega saman. 

DSCF0954

Þá gerum við dressinguna. Henni blöndum við saman og pískum saman. Ef þú átt töfrasprota, er um að gera að beita honum á dressinguna, því að það dýpkar bragðið og gerir hana áferðarfallegri.

Salatdressing:  

1 dl. góð ólívuolía
1 1/2 msk. hvítvínsedik
1 pressaður hvítlauskgeiri - stór
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
1 tsk. dijon sinnep
nýmalaður ferskur pipar eftir smekk. 

Vinagraitte

Þá er það kjötið. Það sama gildir hér, þetta má vera nánast hvaða magra og meyra kjöt sem er. Það þarf ekki eins mikið af því og í hefðbundna kjötrétti, þannig að það má vera svolítið fínna. Mér finnst tilvalið að nota kindalundir í svona rétt. Þær bragðast einstaklega vel, eru örlítið bragðmeiri en lambalundir, en töluvert ódýrara hráefni. 

DSCF0957

Kjötið: 

Kindalundir, um 450-500 gr.
Nokkrar greinar af fersku garðablóðbergi
2-3 marðir hvítlauksgeirar
Örlítil sletta af balsamediki, teskeið af steikarolíu
Svartur pipar

Við byrjum á því að brúna kindalundirnar. Sniðugt er að blanda saman örlitlu balasamediki við olíu, smyrja því á kjötið, pipra með ferskmöluðum svörtum pipar og leggja síðan á sjóðandi heita steikarpönnu með nokkrum greinum af garðablóðbergi og 2-3 mörðum hvítlauksgeirum. Þegar fallegum brúnum lit hefur verið náð, er sniðugt að skella lundunum í bakka inn í ofn í örfáar mínútur við 150°C þar til kjarnhita upp á sirka 54°C hefur verið náð. Þá er gott að taka kjötið út og leyfa því að standa í um 12 mínútur áður en það er skorið í þunnar sneiðar. 

DSCF0971

Sneiðarnar eru síðan lagðar fallega ofan á salatið, og að lokum er dressingunni dreift yfir. 

Létt, gómsætt, og einfalt að laga. 

Verði ykkur að góðu.

 

Tilbuid


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?