Björn Teitsson 21. apr. 2021

Mataræði skiptir máli - Langa „en papillote“

  • 174229936_3585584828332525_7536389210977135457_n

Ragnar Eiríksson er einn fremsti matreiðslumeistari okkar Íslendinga. Hann hefur sem slíkur hlotið fyrir Michelin-stjörnu, sem er einn mesti heiður sem kokki getur hlotnast. Hér er frábær uppskrift að bakaðri löngu í umslagi.

Ragnar Eiríksson var lengi vel yfirmatreiðslumaður á Dill Restaurant og hefur verið einn af okkar fremstu matreiðslumönnum. Hann tók sem slíkur við Michelin-stjörnu, fyrstur íslenskra matreiðslumeistara, árið 2017. Hann starfar í dag á Vínstúkunni 10 sopum.

Raggi_eiriks

Hugmyndafræði Ragnars þegar kemur að mat er einfaldleiki, góð hráefni sem eiga að fá að njóta sín. Um leið og hráefnin eru góð er maturinn langoftast hollur. Stundum má þó leyfa sér aðeins, eins og til dæmis henda smá smjöri á fisk. Auðvitað. Gefum Ragnari orðið. 

Langa “en papillote” með bökuðu brokkolí 

Persónulega finnst mér það skipta höfuðmáli að nota bestu mögulegu hráefni og þá er alls engin þörf á að flækja hlutina. Hér er lítil uppskrift þar sem einfaldleikinn leyfir hráefninu að njóta sín til þess ítrasta. Að baka fisk í smjörpappírs umslagi gefur okkur möguleika á fanga bragðið í fiskholdið og um leið verður til dýrindis sósa í umslaginu þegar safi úr fisknum blandast smjerinu og sítrónusafanum. Umslagi er gott að halda saman, til dæmis með bréfaklemmu eða hárspennu. 

174010694_136144705149613_6678982721546340279_nOg svo brjóta saman: 

174100206_1837242393112305_9198073151484433932_n


-Langa (Gott er að gera ráð fyrir sirka 200g af fisk á manneskju.) 

-Þrjár sítrónusneiðar 

- Þrír kramdir hvítlauksgeirar

-Væn klípa ( 50-80g) af smjeri 

-Ferskt timían, slatti. Það er mikilvægt að nískast ekki með ferskar kryddjurtir

174229936_3585584828332525_7536389210977135457_n

Þetta er það sem ég notaði í þessa uppskrift en hér er gullið tækifæri á að gera tilraunir með hvaðeina sem ykkur dettur í hug. Gott er að miða við með að vera með eitthvað súrt, eitthvað feitt og eitthvað arómatískt. Til dæmis má nota lime í staðinn fyrir sítrónu, ólífuolíu í staðinn fyrir smjer og þar fram eftir götunum. 

-Saltið fiskinn vandlega með góðu sjávarsalti. 

-Látið fiskinn sitja ofan á sítrónunni og timíaninu en setjið smjerið ofan á fiskinn. 

-Bakið í ofni við 160°c í 10-15mín. 

Þetta fer mikið eftir ofnum og stærð fiskflaksins, jafnvel í einhverjum tilfellum gæti fiskurinn þurft lengri tíma. Best er að stinga prjóni í gegnum umslagið og í gegnum fiskinn, þegar lítil sem engin fyrirstaða er í fisknum er hann tilbúinn. 

 Bakað Brokkolí 

 -Skerið í granna stöngla og leyfið endilega hluta af stilknum að halda sér með. 

174074714_2871030803165281_8256675772480029573_n

-Dressið í skál með bestu ólífu olíu sem þið eigið og salti 

-Bakið með fisknum í 15 mín. 

 -Eftir eldun er gott að sulla smá meira af ofangreindri ólífuolíu yfir brokkolíið ásamst nýkreistum sítrónusafa. 

173981652_498371054906157_4300325665369712297_n

Hér er áriðandi að of elda ekki brokkolíið, það er ekkert verra en of-eldað grænmeti nema kannski of-eldaður fiskur.

175006493_1120743175074456_4350013780730803789_n

Bon appetit! 


Fleiri nýjar fréttir

16. feb. 2024 : Veruleg ánægja með námskeiðið og hefur fólk ekki látið misgott veður stöðva sig

Göngurnar eru leiddar af leiðsögumönnum frá Ferðafélaginu sem jafnframt fræða um ýmislegt áhugavert sem tengist þeim slóðum sem gengið er um. Rúmlega fjörutíu þátttakendur á námskeiðinu sem mun standa alveg fram í júní.

Lesa meira
2023-j

12. feb. 2024 : Kastað til bata: Konum boðið til veiðiferðar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í verkefnið „Kastað til bata“ sem er endurhæfingarverkefni á vegum Brjóstaheilla - Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar.

Lesa meira

10. feb. 2024 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Við erum á ferðinni í Hafnarfirði og Mosfellsbæ.

Lesa meira

9. feb. 2024 : Endurskoðaðar ráðleggingar embættis landlæknis um hreyfingu

Embætti landlæknis kynnti endurskoðaðar ráðleggingar um hreyfingu ásamt því að setja lífshlaupið 2024 af stað í samstarfi við Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands.

Lesa meira

7. feb. 2024 : Styrkir til Krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 4. mars. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. 45 rannsóknarverkefni af fjölbreyttum toga hafa fengið styrki úr sjóðnum frá árinu 2017.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?