Björn Teitsson 21. apr. 2021

Mataræði skiptir máli - Langa „en papillote“

  • 174229936_3585584828332525_7536389210977135457_n

Ragnar Eiríksson er einn fremsti matreiðslumeistari okkar Íslendinga. Hann hefur sem slíkur hlotið fyrir Michelin-stjörnu, sem er einn mesti heiður sem kokki getur hlotnast. Hér er frábær uppskrift að bakaðri löngu í umslagi.

Ragnar Eiríksson var lengi vel yfirmatreiðslumaður á Dill Restaurant og hefur verið einn af okkar fremstu matreiðslumönnum. Hann tók sem slíkur við Michelin-stjörnu, fyrstur íslenskra matreiðslumeistara, árið 2017. Hann starfar í dag á Vínstúkunni 10 sopum.

Raggi_eiriks

Hugmyndafræði Ragnars þegar kemur að mat er einfaldleiki, góð hráefni sem eiga að fá að njóta sín. Um leið og hráefnin eru góð er maturinn langoftast hollur. Stundum má þó leyfa sér aðeins, eins og til dæmis henda smá smjöri á fisk. Auðvitað. Gefum Ragnari orðið. 

Langa “en papillote” með bökuðu brokkolí 

Persónulega finnst mér það skipta höfuðmáli að nota bestu mögulegu hráefni og þá er alls engin þörf á að flækja hlutina. Hér er lítil uppskrift þar sem einfaldleikinn leyfir hráefninu að njóta sín til þess ítrasta. Að baka fisk í smjörpappírs umslagi gefur okkur möguleika á fanga bragðið í fiskholdið og um leið verður til dýrindis sósa í umslaginu þegar safi úr fisknum blandast smjerinu og sítrónusafanum. Umslagi er gott að halda saman, til dæmis með bréfaklemmu eða hárspennu. 

174010694_136144705149613_6678982721546340279_nOg svo brjóta saman: 

174100206_1837242393112305_9198073151484433932_n


-Langa (Gott er að gera ráð fyrir sirka 200g af fisk á manneskju.) 

-Þrjár sítrónusneiðar 

- Þrír kramdir hvítlauksgeirar

-Væn klípa ( 50-80g) af smjeri 

-Ferskt timían, slatti. Það er mikilvægt að nískast ekki með ferskar kryddjurtir

174229936_3585584828332525_7536389210977135457_n

Þetta er það sem ég notaði í þessa uppskrift en hér er gullið tækifæri á að gera tilraunir með hvaðeina sem ykkur dettur í hug. Gott er að miða við með að vera með eitthvað súrt, eitthvað feitt og eitthvað arómatískt. Til dæmis má nota lime í staðinn fyrir sítrónu, ólífuolíu í staðinn fyrir smjer og þar fram eftir götunum. 

-Saltið fiskinn vandlega með góðu sjávarsalti. 

-Látið fiskinn sitja ofan á sítrónunni og timíaninu en setjið smjerið ofan á fiskinn. 

-Bakið í ofni við 160°c í 10-15mín. 

Þetta fer mikið eftir ofnum og stærð fiskflaksins, jafnvel í einhverjum tilfellum gæti fiskurinn þurft lengri tíma. Best er að stinga prjóni í gegnum umslagið og í gegnum fiskinn, þegar lítil sem engin fyrirstaða er í fisknum er hann tilbúinn. 

 Bakað Brokkolí 

 -Skerið í granna stöngla og leyfið endilega hluta af stilknum að halda sér með. 

174074714_2871030803165281_8256675772480029573_n

-Dressið í skál með bestu ólífu olíu sem þið eigið og salti 

-Bakið með fisknum í 15 mín. 

 -Eftir eldun er gott að sulla smá meira af ofangreindri ólífuolíu yfir brokkolíið ásamst nýkreistum sítrónusafa. 

173981652_498371054906157_4300325665369712297_n

Hér er áriðandi að of elda ekki brokkolíið, það er ekkert verra en of-eldað grænmeti nema kannski of-eldaður fiskur.

175006493_1120743175074456_4350013780730803789_n

Bon appetit! 


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?