Guðmundur Pálsson 20. apr. 2022

„Manna­mál”: Nám­skeið sem þátt­takendur mæla hik­laust með

Vel heppnuðu námskeiði fyrir karla sem eru með krabbamein eða hafa fengið krabbameinsmeðferð er nýlokið. Tólf þátttakendur tóku þátt og var upplifun þeirra mjög jákvæð.

Tilgangur námskeiðsins er að karlar fái tækifæri til að hitta aðra karla í svipuðum sporum, samhliða því að fá fræðslu og kynningu á ýmsum bjargráðum sem gætu verið hagnýt fyrir karla við þessar aðstæður.

Þetta var í fyrsta sinn sem námskeiðið, sem bar heitið „Mannamál - Karlar og krabbamein” var haldið en það fór fram í tengslum við Mottumars; árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum.

Fyrirmynd námskeiðsins er námskeiðið „Mín leið að lokinni meðferð við brjóstakrabbameini” sem hefur boðist konum undanfarin ár.

Námskeiðið, sem hófst 7. mars, var vikulega í fjögur skipti og tóku tólf karlar þátt. Umsjón með námskeiðinu hafði Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur en ásamt honum komu margir leiðbeinendur að námskeiðinu.

Góð viðbrögð þátttakenda

Í lok námskeiðsins voru þátttakendur beðnir um að leggja mat á námskeiðið. Þar kom m.a. fram að þeim þótti gagnlegt að hitta menn sem höfðu gengið í gegnum svipaða hluti, gott hefði verið að deila sinni reynslu og gagnlegt að heyra af reynslu annarra.

Einnig var það mat þátttakenda að námskeiðið hefði í heildina verið gott og upplýsingar og stuðningur sem veittur var hafi verið góður.

Takk fyrir gott námskeið, mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir aðra í svipuðum sporum. (Umsögn þátttakanda).

Bláalónsferð í bónus

Bláa lónið hefur verið dyggur bakhjarl Krabbameinsfélagsins í fjölmörgum verkefnum á undanförnum árum og svo var einnig nú. Í lok námskeiðsins voru allir þátttakendur leystir út með veglegum gjafapakka frá Bláa lóninu sem innihélt margvíslegar húðvörur úr þeirra einstöku vörulínu sem innihalda m.a. lífvirk efni úr lóninu.

Að þeirri afhendingu lokinni var haldið í sannkallaða ævintýraferð í lónið sjálft. Þar var tekið á móti hópnum með pompi og prakt og boðið upp á allt það besta sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Heimsóknin endaði svo í magnaðri sælkeraupplifun í einstöku umhverfi Lava Restaurant.

Færum við Bláa lóninu bestu kveðjur og þakklæti fyrir að reka svona notalegt smiðshögg á námskeiðið.

Matur_1650460869718

Hér má sjá hluta hópsins sitja að snæðingi í einstöku umhverfi Lava Restaurant.


Fleiri nýjar fréttir

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?