Guðmundur Pálsson 11. maí 2022

Málþing: Krabba­meins­áætlun - á áætlun?

Málþing Krabbameinsfélags Íslands, laugardaginn 21. maí kl. 10 – 12 í Skógarhlíð 8, Reykjavík. Erindi á málþinginu flytja fulltrúar Krabba­meins­félagsins, Landspítala, heilbrigðis­ráðu­neytisins auk landlæknis.

Spár benda til að krabbameinstilvikum muni fjölga gríðarlega á næstu árum og lifendum sömuleiðis. Krabbameinsáætlanir eru lykilverkfæri í baráttunni við krabbamein til framtíðar.

DAGSKRÁ:

 • Íslensk krabbameinsáætlun: Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, læknir og formaður ráðgjafarhóps sem skipaður var árið 2013 vegna vinnu við gerð krabbameinsáætlunar
 • Krabbamein á Íslandi – staðan í dag: Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins
 • Framfaraskref: Katrín Hilmarsdóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu
 • En þarf krabbameinsáætlun? Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins
 • Áhrif krabbameinsáætlana í Danmörku: Hans H. Storm, yfirlæknir hjá danska krabbameinsfélaginu
 • Gagnsemi krabbameinsáætlana frá sjónarhóli:
  • heilbrigðisráðuneytisins: Guðlaug Einarsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu
  • Landspítala: Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
  • landlæknis: Alma Dagbjört Möller, landlæknir

 • Skráning
 • Sækja auglýsingu

Malthing2022-krabbameinsaetlun3


Fleiri nýjar fréttir

17. maí 2022 : 70 ár fyrir 70 andlit - Bjarni Bjarnason

Bjarni Bjarnason læknir var formaður Krabbameinsfélags Íslands frá 1966 til 1973 en hafði áður verið varaformaður þess síðan 1960. Hann var í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1951 og formaður frá 1960 til 1965. 

Lesa meira

16. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Guðbjartur Hannesson

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn 4. febrúar 2011 var merkisdagur. Þá tilkynnti Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra á árunum 2011 til 2013, að hann hygðist láta vinna krabbameinsáætlun fyrir Ísland. Ákvörðunina tengdi hann 60 ára afmæli Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

12. maí 2022 : Bjóðum Hörpu velkomna

Við erum stolt af því að bjóða nýjan starfsmann, Hörpu Ásdísi félagsráðgjafa, til starfa í ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins. Harpa vann hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur í 9 ár, áður en hún færði sig yfir á Reykjalund þar sem hún starfaði síðastliðin 22 ár.

Lesa meira

11. maí 2022 : 70 andlit í 70 ár - Lára Vigfúsdóttir

Fólk sem vill láta gott af sér leiða eftir sinn dag arfleiðir Krabbameinsfélagið reglulega að eigum sínum eða hluta þeirra. Lára Vigfúsdóttir, innanhússarkitekt frá Vestmannaeyjum er ein þeirra. Hennar erfðagjöf gerði Krabbameinsfélaginu mögulegt að bjóða fyrstu árgöngum sem boðið var í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum á árinu 2020 ókeypis skimun. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?