Ása Sigríður Þórisdóttir 17. sep. 2021

Málþing í tilefni Alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna: Leiðin fram á við

Krabbameinsfélagið og Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) standa fyrir málþingi tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Krabbameinsfélagsins, miðvikudaginn 22. september kl. 18:00-20:00 í Veröld – húsi Vigdísar.

Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna gefur okkur árlegt tækifæri til að fræðast og styðja krabbameinsrannsóknir í orði og gjörðum. Dagurinn gefur okkur líka tækifæri til að gleðjast yfir þeim framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli krabbameinsrannsókna, vísindafólkinu sem starfar við þær og þá sem styrkja þær.

Þátttaka er ókeypis og allir áhugamenn um og stuðningsmenn krabbameinsrannsókna eru velkomnir. 

Dagskrá:

 • 17:45 Húsið opnar og léttar veitingar í boði.
 • 18:00 Setning og ávörp frá Krabbameinsfélaginu og SKÍ – Halla Þorvaldsdóttir og Gunnhildur Ásta Traustadóttir.
 • Innsýn í rannsóknastarf Krabbameinsfélagsins.
 • Sjálfsát í krabbameinum: Greining á spendýrasértæku hlutverki ATG7 – Valgerður Jakobína Hjaltalín.
 • Ummyndunaráhrif HER2 yfirtjáningar í uppruna og framþróun brjóstakrabbameins – Sævar Ingþórsson
 • Gagnsemi stuðningsmeðferðar og fræðslu í að draga úr kynferðislegum áhyggjuefnum hjá konum með krabbamein – Jóna Ingibjörg Jónsdóttir.
 • Hlutverk peroxidasins í eðlilegum brjóstkirtli og brjóstakrabbameini – Anna Karen Sigurðardóttir.
 • Áhrif sviperfða á tjáningu DNA viðgerðargena – Karen Kristjánsdóttir
 • Há tjáning miR-21-3p sýnir fylgni við skemmri lifun brjóstakrabbameinssjúklinga og minnkar tjáningu æxlisbæligena – Inga Reynisdóttir.
 • Heilsumeðvera: Þróun rafrænna samskipta í þjónustu við sjúklinga með krabbamein – Sigríður Gunnarsdóttir.
 • Interplay between TGFß family members and angiogenic factors in breast cancer cells – Clara Valls Ferré.
 • Klínískt notagildi frumuflæðisjárrannsókna í forstigum mergæxlis – Jón Þórir Óskarsson.
 • Kynning á tækifærum til krabbameinsrannsókna gegnum Horizon Europe, Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB 2021-2027 – Rannís.
 • Ávarp frá Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins og málþingi slitið – Sigríður Gunnarsdóttir.

Hér má nálgast auglýsinguna (pdf).

 


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?