Sóley Jónsdóttir 4. maí 2017

Málþing 9. maí: Áfengi, heilsa og samfélag

Grand Hotel Reykjavík (Hvammur) þriðjudaginn 9. maí kl. 10-16

Fræðsla og forvarnir boða til málþings um áfengismál þriðjudaginn 9. maí næstkomandi í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands, Krabbameinsfélag Reykjavíkur, SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, IOGT á Íslandi og Embætti landlæknis.

Fyrirlesarar eru sérfræðingar á ýmsum sviðum áfengismála eða sviðum sem tengjast áfengismálum. 

Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, Fræðslu og forvarna og formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Rafn Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Embætti landlæknis flytja ávörp. 

Aðrir fyrirlesarar eru:  

  • Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum.
  • Laufey Tryggvadóttir, faraldursfræðingur, klínískur prófessor við læknadeild og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands.
  • Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi.
  • Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum við læknadeild Háskóla Íslands.
  • Kristina Sperkova, sálfræðingur og formaður alþjóðahreyfingar IOGT.
  • Ágúst Mogensen, afbrotafræðingur, rannsóknarstjóri umferðarslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa.
  • Guðbjörg S. Bergsdóttir, verkefnastjóri rannsókna og þróunar hjá Ríkislögreglustjóra.
  • Halla Björk Marteinsdóttir, félagsfræðingur hjá Barnaverndarstofu.
  • Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnisstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis. 

Málþingið er öllum opið og gjaldfrjálst. Skráning er á frae@forvarnir.is

 Boðið verður upp á hressingu í hádegishléi kl. 12:30. 

Fundarstjórar eru Ögmundur Jónasson og Siv Friðleifsdóttir, sem bæði eru fyrrverandi heilbrigðisráðherrar. 

Skoða dagskrá málþingsins Áfengi, heilsa og samfélag.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?