Sóley Jónsdóttir 4. maí 2017

Málþing 9. maí: Áfengi, heilsa og samfélag

Grand Hotel Reykjavík (Hvammur) þriðjudaginn 9. maí kl. 10-16

Fræðsla og forvarnir boða til málþings um áfengismál þriðjudaginn 9. maí næstkomandi í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands, Krabbameinsfélag Reykjavíkur, SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, IOGT á Íslandi og Embætti landlæknis.

Fyrirlesarar eru sérfræðingar á ýmsum sviðum áfengismála eða sviðum sem tengjast áfengismálum. 

Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, Fræðslu og forvarna og formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Rafn Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Embætti landlæknis flytja ávörp. 

Aðrir fyrirlesarar eru:  

  • Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum.
  • Laufey Tryggvadóttir, faraldursfræðingur, klínískur prófessor við læknadeild og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands.
  • Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi.
  • Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum við læknadeild Háskóla Íslands.
  • Kristina Sperkova, sálfræðingur og formaður alþjóðahreyfingar IOGT.
  • Ágúst Mogensen, afbrotafræðingur, rannsóknarstjóri umferðarslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa.
  • Guðbjörg S. Bergsdóttir, verkefnastjóri rannsókna og þróunar hjá Ríkislögreglustjóra.
  • Halla Björk Marteinsdóttir, félagsfræðingur hjá Barnaverndarstofu.
  • Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnisstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis. 

Málþingið er öllum opið og gjaldfrjálst. Skráning er á frae@forvarnir.is

 Boðið verður upp á hressingu í hádegishléi kl. 12:30. 

Fundarstjórar eru Ögmundur Jónasson og Siv Friðleifsdóttir, sem bæði eru fyrrverandi heilbrigðisráðherrar. 

Skoða dagskrá málþingsins Áfengi, heilsa og samfélag.


Fleiri nýjar fréttir

20. des. 2019 : Jóladagatal: Kjöt og krabbamein

Sagt er að þegar íslensku jólasveinarnir komi til byggða leiti þeir einna helst í eldhús og búr. Ketkrókur og Bjúgnakrækir næla sér í kjötbita á meðan Stúfur hirðir agnirnar sem hafa brunnið við pönnuna. En eru tengsl milli kjötneyslu og krabbameins?

Lesa meira

16. des. 2019 : Jóladagatal: Gómsætar fiskuppskriftir í aðdraganda jóla

Þar sem kjöt er ómissandi þáttur jólahalds hjá mörgum Íslendingum er upplagt síðustu vikurnar fyrir jól að borða vel af fiski og jurtafæði. Ríkuleg neysla af heilkornavörum, grænmeti, ávöxtum, baunum og linsubaunum dregur úr líkum á krabbameini. Lax í mangó eða pönnusteikt rauðspretta? Fáðu uppskriftirnar!

Lesa meira

13. des. 2019 : Jóladagatal: Hreyfum okkur í desember

Hreyfing minnkar líkur á krabbameini og flestir hafa gott af því að hreyfa sig meira og sitja minna. Þó jólasveinarnir séu miklir matarunnendur þá hreyfa þeir sig líka mikið, milli fjalla, sveita og bæja. Hér eru hugmyndir að hreyfingu sem hægt er að gera heima og í heimabyggð, sóttar í smiðju jólasveinanna.

Lesa meira

13. des. 2019 : Hamingjan á erfiðum tímum

Anna Lóa Ólafsdóttir, sérfræðingur og atvinnutengill hjá Virk og stofnandi Hamingjuhornsins, sagði okkur eitt og annað um hamingjuna.

Lesa meira
Hlaðvarp

12. des. 2019 : Nýtt: Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins

Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins hefur göngu sína í dag. Þættirnir verða sendir út vikulega og munu fjalla um ýmislegt sem tengist betri heilsu og líðan.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?