Sóley Jónsdóttir 4. maí 2017

Málþing 9. maí: Áfengi, heilsa og samfélag

Grand Hotel Reykjavík (Hvammur) þriðjudaginn 9. maí kl. 10-16

Fræðsla og forvarnir boða til málþings um áfengismál þriðjudaginn 9. maí næstkomandi í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands, Krabbameinsfélag Reykjavíkur, SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, IOGT á Íslandi og Embætti landlæknis.

Fyrirlesarar eru sérfræðingar á ýmsum sviðum áfengismála eða sviðum sem tengjast áfengismálum. 

Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, Fræðslu og forvarna og formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Rafn Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Embætti landlæknis flytja ávörp. 

Aðrir fyrirlesarar eru:  

  • Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum.
  • Laufey Tryggvadóttir, faraldursfræðingur, klínískur prófessor við læknadeild og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands.
  • Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi.
  • Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum við læknadeild Háskóla Íslands.
  • Kristina Sperkova, sálfræðingur og formaður alþjóðahreyfingar IOGT.
  • Ágúst Mogensen, afbrotafræðingur, rannsóknarstjóri umferðarslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa.
  • Guðbjörg S. Bergsdóttir, verkefnastjóri rannsókna og þróunar hjá Ríkislögreglustjóra.
  • Halla Björk Marteinsdóttir, félagsfræðingur hjá Barnaverndarstofu.
  • Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnisstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis. 

Málþingið er öllum opið og gjaldfrjálst. Skráning er á frae@forvarnir.is

 Boðið verður upp á hressingu í hádegishléi kl. 12:30. 

Fundarstjórar eru Ögmundur Jónasson og Siv Friðleifsdóttir, sem bæði eru fyrrverandi heilbrigðisráðherrar. 

Skoða dagskrá málþingsins Áfengi, heilsa og samfélag.


Fleiri nýjar fréttir

2. júl. 2020 : Tólf velunnarar segja af hverju þeir styrkja Krabbameinsfélagið

Velunnarar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við krabbamein.


Lesa meira

19. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins - útdráttur

Dregið var í Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins þann 17. júní. Félagið þakkar frábærar viðtökur og er þakklátt þeim fjölmörgu sem leggja starfinu lið með því að taka þátt.

Lesa meira
Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

18. jún. 2020 : Tímamót í þjónustu á Austurlandi

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Lesa meira

14. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Við drögum 17. júní - átt þú miða?

Vinningar eru 266 talsins að verðmæti um 46,8 milljónir króna. Peugeot bifreið að verðmæti 6,6 milljónir króna gæti orðið þín! 

Lesa meira

12. jún. 2020 : Viðtökur við Áttavitanum fram úr björtustu vonum

Boðsbréf sem send voru út í vikunni til markhóps í rannsókn Krabbameins­félagsins, Áttavitans, sem fjallar um reynslu fólks af greiningu og meðferð krabbameins, hafa fengið góð viðbrögð og mikill fjöldi nú þegar skráð sig í rannsóknina.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?