Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2020

Maður þarf ekki að vera fagaðili til að geta hjálpað

Þegar manneskja greinist með krabbamein fer veröldin á hvolf og svo margt breytist. Ekki bara hjá hinum nýgreinda heldur líka hjá aðstandendum. 

Áherslurnar verða aðrar og nærsamfélagið getur gert ýmislegt til að létta undir með hinum nýgreinda og fjölskyldu hans. 

Krabbameinsfélagið hefur síðustu misseri eflt faglega þjónustu á landsbyggðinni í samstarfi við aðildarfélög, bæjarfélög og heilbrigðisstofnanir. Nú er ráðgjöf veitt á fjórum stöðum á landinu auk höfuðborgarsvæðisins: Akureyri, Austurlandi, Selfossi og á Suðurnesjum. 

„Maður þarf ekki að vera fagaðili til þess að geta hjálpað. Litlu hlutirnir geta skipt alveg ótrúlega miklu máli,“ segir Eva Íris Eyjólfsdóttir, sérfræðingur í málefnum aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins. Hún bendir á bæklinginn Léttu þér lífið ílyfjameðferð sem hefur að geyma góð ráð til þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. 

Bæklingurinn er að erlendri fyrirmynd, tekinn saman af sérfræðingum Krabbameinsfélagsins en byggist einnig á reynslu Íslendinga. Eva Íris Eyjólfsdóttir, sérfræðingur í málefnum aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins. Bæklingurinn liggur frammi hjá félaginu og aðildarfélögum um allt land en hann má einnig finna á heimasíðu félagsins krabb.is. 

„Ef spurningar vakna hvet ég fólk til að hafa samband og fá ráðgjöf um hvernig hver og einn getur orðið að liði. Með stuðningi vina og ættingja er oft hægt að minnka þörf fyrir sérhæfðari aðstoð,“ segir Eva. 

Aðildarfélög Krabbameinsfélagsins starfa um allt land í þeim tilgangi að styðja við fólk í heimabyggð sinni. Sum eru með blómlegt starf þar sem sjúklingar og fjölskyldur þeirra hittast. Önnur einbeita sér að því að veita fjárhagslegan stuðning þegar sjúklingar þurfa til dæmis að ferðast langa leið í krabbameinsmeðferðir. 

„Margt smátt gerir eitt stórt og saman getum við gert þessi erfiðu ár örlítið einfaldari fyrir fjölskyldur sem þurfa að takast á við krabbamein,“ segir Eva að lokum.

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021.Fleiri nýjar fréttir

24. nóv. 2021 : Fræðslu­mynd í tilefni stór­afmælis

Í tilefni af 40 ára afmæli Stómasamtaka Íslands er nú komin út vönduð fræðslumynd. Samtökin eru hagsmunasamtök stómaþega á Íslandi sem leggja áherslu á aukin lífsgæði stómaþega með fræðslu, stuðningi og hvatningu.

Lesa meira
Birna Þórisdóttir

19. nóv. 2021 : Krabbameinsfélagið tekur þátt í verkefni um nýsköpun í heilsueflingu

Í dag kynnir Birna Þórisdóttir sérfræðingur og nýdoktor við Háskóla Íslands og fyrrum sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu niðurstöður verkefnisins Er það bara ég eða stekkur súkkulaðið sjálft ofan í innkaupakerruna?

Lesa meira

18. nóv. 2021 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Stuðningur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins. Allt frá árinu 1955 hefur Krabba­meins­félagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. 

Lesa meira

18. nóv. 2021 : Ný rafræn samskiptagátt fyrir sjúklinga með krabbamein

Heilsumeðvera er ný rafræn samskiptagátt sem fer í loftið í nóvember. Þar geta krabbameinssjúklingar nálgast upplýsingar um meðferð, sent inn fyrirspurnir og fengið fræðsluefni sniðið að sínum sjúkdómi og meðferð. Heilbrigðisstarfsmaður vaktar þær fyrirspurnir sem berast, til að tryggja greið svör.

Lesa meira

13. nóv. 2021 : Sendu pabba mikilvæg skilboð á Feðradaginn

Í tilefni af Feðradeginum, sunnudaginn 14. nóvember, hvetur Krabbameinsfélagið alla til að senda pabba mikilvæg skilaboð - því við viljum hafa pabbana sem lengst á meðal okkar, við sem besta heilsu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?