Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2020

Maður þarf ekki að vera fagaðili til að geta hjálpað

Þegar manneskja greinist með krabbamein fer veröldin á hvolf og svo margt breytist. Ekki bara hjá hinum nýgreinda heldur líka hjá aðstandendum. 

Áherslurnar verða aðrar og nærsamfélagið getur gert ýmislegt til að létta undir með hinum nýgreinda og fjölskyldu hans. 

Krabbameinsfélagið hefur síðustu misseri eflt faglega þjónustu á landsbyggðinni í samstarfi við aðildarfélög, bæjarfélög og heilbrigðisstofnanir. Nú er ráðgjöf veitt á fjórum stöðum á landinu auk höfuðborgarsvæðisins: Akureyri, Austurlandi, Selfossi og á Suðurnesjum. 

„Maður þarf ekki að vera fagaðili til þess að geta hjálpað. Litlu hlutirnir geta skipt alveg ótrúlega miklu máli,“ segir Eva Íris Eyjólfsdóttir, sérfræðingur í málefnum aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins. Hún bendir á bæklinginn Léttu þér lífið ílyfjameðferð sem hefur að geyma góð ráð til þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. 

Bæklingurinn er að erlendri fyrirmynd, tekinn saman af sérfræðingum Krabbameinsfélagsins en byggist einnig á reynslu Íslendinga. Eva Íris Eyjólfsdóttir, sérfræðingur í málefnum aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins. Bæklingurinn liggur frammi hjá félaginu og aðildarfélögum um allt land en hann má einnig finna á heimasíðu félagsins krabb.is. 

„Ef spurningar vakna hvet ég fólk til að hafa samband og fá ráðgjöf um hvernig hver og einn getur orðið að liði. Með stuðningi vina og ættingja er oft hægt að minnka þörf fyrir sérhæfðari aðstoð,“ segir Eva. 

Aðildarfélög Krabbameinsfélagsins starfa um allt land í þeim tilgangi að styðja við fólk í heimabyggð sinni. Sum eru með blómlegt starf þar sem sjúklingar og fjölskyldur þeirra hittast. Önnur einbeita sér að því að veita fjárhagslegan stuðning þegar sjúklingar þurfa til dæmis að ferðast langa leið í krabbameinsmeðferðir. 

„Margt smátt gerir eitt stórt og saman getum við gert þessi erfiðu ár örlítið einfaldari fyrir fjölskyldur sem þurfa að takast á við krabbamein,“ segir Eva að lokum.

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021.Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?