Sigurlaug Gissurardóttir 19. mar. 2016

Lokahóf Mottumars 2016

  • Kristján BJörn Tryggvason var í fyrsta sæti í einstaklingskeppni Mottumars
    Kristján BJörn Tryggvason var í fyrsta sæti í einstaklingskeppni Mottumars

Lokahóf Mottumars og verðlaunaafhending fór fram í húsnæði Hvalasýningarinnar að Grandagarði 23-25, föstudaginn 18. mars.

Kristján Björn Tryggvason sigraði Mottukeppni Mottumars með yfirburðum en hann safnaði um 1,6 mkr. Þetta er í sjötta skipti sem Kristján Björn tekur þátt í áheitakeppni Mottumars en alls hefur hann safnað um 5 mkr í keppninni í heildina. Jakob Jóhannsson, formaður stjórnar Krabbameinsfélagsins afhenti verðlaunin. Alls hafa safnast um 6,4 mkr í keppninni en áfram er tekið við framlögum á mottumars.is

Einstaklingskeppnin - úrslit

1. Kristján Björn Tryggvason – safnaði kr. 1.582.843 kr. 
Kristján fékk að launum veglegt gjafabréf að verðmæti 100.000 kr. frá MAX1 á Nokian dekk og umfelgun, gistingu og kvöldverð í boði Stracta hótel, Veiðikortið, miða fyrir alla fjölskylduna á Hvalasafnið, skeggsnyrtisett frá Vikingr.

2. Arnar Hólm Ingvason – safnaði 268.500 kr.
Arnar fékk að launum Buggyferð frá Buggy Adventures, Veiðikortið, Vikingr skeggvörur og miða fyrir alla fjölskylduna á Hvalasýningun .

3. Sturla Magnússon – safnaði 116.139 kr.
Sturla fær gjafabréf frá Artic Rafting, Veiðikortið, Vikingr skeggsnyrtisett, miða fyrir alla fjölskylduna á Hvalasýninguna og gjafabréf fyrir tvo á Gló.

 Liðakeppni - úrslit

1. Alcoa – söfnuðu 668.000 kr.
Alcoa fékk að launum leik hjá Reykjavík Escape og Loftbolta fyrir allt að 10 manns.

2. Actavis – söfnuðu 476.500 kr.
Actavis fékk að launum leik fyrir allt að 10 manns hjá Loftboltum og leik í bogfimi fyrir 6 manns hjá Bogfimisetrinu .

3. Síminn sölu-og þjónustusvið - söfnuðu 348.233 kr.
Lið Símans fékk leik í Loftbolta fyrir allt að 10 manns.

Fegursta Mottan 2016

Sindri Þór Hilmarsson valdi Fegurstu Mottuna í ár en hann rekur fyrirtækin Vikingr sem sérhæfir sig í skeggvörum. Þetta sagði Sindri Þór um mottuna:

„Margar fallegar en þessi stóðu upp úr í mínum huga. Sérlega tignarleg, þétt og falleg motta“.

Vinningshafi var Erlendur Svavarsson en hann fékk að launum gistingu á Hótel Húsafelli, Veiðikortið , miða á Hvalasýninguna fyrir alla fjölskylduna og Vikingr skeggvörusett.

Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þátttakenda og styrktaraðila Mottukeppninnar fyrir dyggan stuðning við baráttuna gegn krabbameini í körlum.

Vinninga þarf að vitja tveimur mánuðum eftir úrdrátt.


Fleiri nýjar fréttir

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?