Sigurlaug Gissurardóttir 19. mar. 2016

Lokahóf Mottumars 2016

  • Kristján BJörn Tryggvason var í fyrsta sæti í einstaklingskeppni Mottumars
    Kristján BJörn Tryggvason var í fyrsta sæti í einstaklingskeppni Mottumars

Lokahóf Mottumars og verðlaunaafhending fór fram í húsnæði Hvalasýningarinnar að Grandagarði 23-25, föstudaginn 18. mars.

Kristján Björn Tryggvason sigraði Mottukeppni Mottumars með yfirburðum en hann safnaði um 1,6 mkr. Þetta er í sjötta skipti sem Kristján Björn tekur þátt í áheitakeppni Mottumars en alls hefur hann safnað um 5 mkr í keppninni í heildina. Jakob Jóhannsson, formaður stjórnar Krabbameinsfélagsins afhenti verðlaunin. Alls hafa safnast um 6,4 mkr í keppninni en áfram er tekið við framlögum á mottumars.is

Einstaklingskeppnin - úrslit

1. Kristján Björn Tryggvason – safnaði kr. 1.582.843 kr. 
Kristján fékk að launum veglegt gjafabréf að verðmæti 100.000 kr. frá MAX1 á Nokian dekk og umfelgun, gistingu og kvöldverð í boði Stracta hótel, Veiðikortið, miða fyrir alla fjölskylduna á Hvalasafnið, skeggsnyrtisett frá Vikingr.

2. Arnar Hólm Ingvason – safnaði 268.500 kr.
Arnar fékk að launum Buggyferð frá Buggy Adventures, Veiðikortið, Vikingr skeggvörur og miða fyrir alla fjölskylduna á Hvalasýningun .

3. Sturla Magnússon – safnaði 116.139 kr.
Sturla fær gjafabréf frá Artic Rafting, Veiðikortið, Vikingr skeggsnyrtisett, miða fyrir alla fjölskylduna á Hvalasýninguna og gjafabréf fyrir tvo á Gló.

 Liðakeppni - úrslit

1. Alcoa – söfnuðu 668.000 kr.
Alcoa fékk að launum leik hjá Reykjavík Escape og Loftbolta fyrir allt að 10 manns.

2. Actavis – söfnuðu 476.500 kr.
Actavis fékk að launum leik fyrir allt að 10 manns hjá Loftboltum og leik í bogfimi fyrir 6 manns hjá Bogfimisetrinu .

3. Síminn sölu-og þjónustusvið - söfnuðu 348.233 kr.
Lið Símans fékk leik í Loftbolta fyrir allt að 10 manns.

Fegursta Mottan 2016

Sindri Þór Hilmarsson valdi Fegurstu Mottuna í ár en hann rekur fyrirtækin Vikingr sem sérhæfir sig í skeggvörum. Þetta sagði Sindri Þór um mottuna:

„Margar fallegar en þessi stóðu upp úr í mínum huga. Sérlega tignarleg, þétt og falleg motta“.

Vinningshafi var Erlendur Svavarsson en hann fékk að launum gistingu á Hótel Húsafelli, Veiðikortið , miða á Hvalasýninguna fyrir alla fjölskylduna og Vikingr skeggvörusett.

Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þátttakenda og styrktaraðila Mottukeppninnar fyrir dyggan stuðning við baráttuna gegn krabbameini í körlum.

Vinninga þarf að vitja tveimur mánuðum eftir úrdrátt.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?