Sigurlaug Gissurardóttir 19. mar. 2016

Lokahóf Mottumars 2016

  • Kristján BJörn Tryggvason var í fyrsta sæti í einstaklingskeppni Mottumars
    Kristján BJörn Tryggvason var í fyrsta sæti í einstaklingskeppni Mottumars

Lokahóf Mottumars og verðlaunaafhending fór fram í húsnæði Hvalasýningarinnar að Grandagarði 23-25, föstudaginn 18. mars.

Kristján Björn Tryggvason sigraði Mottukeppni Mottumars með yfirburðum en hann safnaði um 1,6 mkr. Þetta er í sjötta skipti sem Kristján Björn tekur þátt í áheitakeppni Mottumars en alls hefur hann safnað um 5 mkr í keppninni í heildina. Jakob Jóhannsson, formaður stjórnar Krabbameinsfélagsins afhenti verðlaunin. Alls hafa safnast um 6,4 mkr í keppninni en áfram er tekið við framlögum á mottumars.is

Einstaklingskeppnin - úrslit

1. Kristján Björn Tryggvason – safnaði kr. 1.582.843 kr. 
Kristján fékk að launum veglegt gjafabréf að verðmæti 100.000 kr. frá MAX1 á Nokian dekk og umfelgun, gistingu og kvöldverð í boði Stracta hótel, Veiðikortið, miða fyrir alla fjölskylduna á Hvalasafnið, skeggsnyrtisett frá Vikingr.

2. Arnar Hólm Ingvason – safnaði 268.500 kr.
Arnar fékk að launum Buggyferð frá Buggy Adventures, Veiðikortið, Vikingr skeggvörur og miða fyrir alla fjölskylduna á Hvalasýningun .

3. Sturla Magnússon – safnaði 116.139 kr.
Sturla fær gjafabréf frá Artic Rafting, Veiðikortið, Vikingr skeggsnyrtisett, miða fyrir alla fjölskylduna á Hvalasýninguna og gjafabréf fyrir tvo á Gló.

 Liðakeppni - úrslit

1. Alcoa – söfnuðu 668.000 kr.
Alcoa fékk að launum leik hjá Reykjavík Escape og Loftbolta fyrir allt að 10 manns.

2. Actavis – söfnuðu 476.500 kr.
Actavis fékk að launum leik fyrir allt að 10 manns hjá Loftboltum og leik í bogfimi fyrir 6 manns hjá Bogfimisetrinu .

3. Síminn sölu-og þjónustusvið - söfnuðu 348.233 kr.
Lið Símans fékk leik í Loftbolta fyrir allt að 10 manns.

Fegursta Mottan 2016

Sindri Þór Hilmarsson valdi Fegurstu Mottuna í ár en hann rekur fyrirtækin Vikingr sem sérhæfir sig í skeggvörum. Þetta sagði Sindri Þór um mottuna:

„Margar fallegar en þessi stóðu upp úr í mínum huga. Sérlega tignarleg, þétt og falleg motta“.

Vinningshafi var Erlendur Svavarsson en hann fékk að launum gistingu á Hótel Húsafelli, Veiðikortið , miða á Hvalasýninguna fyrir alla fjölskylduna og Vikingr skeggvörusett.

Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þátttakenda og styrktaraðila Mottukeppninnar fyrir dyggan stuðning við baráttuna gegn krabbameini í körlum.

Vinninga þarf að vitja tveimur mánuðum eftir úrdrátt.


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?