Guðmundur Pálsson 16. jún. 2022

Löður bíla­þvotta­stöð er stoltur styrktar­aðili Mottumars

Krabbameinsfélaginu færður veglegur styrkur.

Linda Björk Jónsdóttir skrifstofu - og starfsmannastjóri Löðurs kom á dögunum í góða heimsókn í Skógarhlíðina og afhenti Krabbameinsfélaginu myndarlegan styrk að upphæð kr. 850.000, sem var meðal annars afrakstur mottuþrifa á þvottastöð Löðurs á Fiskislóð í mars og bílaþvottar á öllum stöðvum Löðurs á mottudaginn, 11. mars.

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins tók á móti styrknum í blíðviðrinu í Skógarhlíð. Krabbameinsfélagið færir starfsfólki og viðskiptavinum Löðurs sólar- og þakklætiskveðjur!


Fleiri nýjar fréttir

28. jún. 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár: Heildar­verkið lítur dagsins ljós!

Krabbameinsfélagið fagnaði 70 ára afmæli sínu með ýmsum hætti á afmælisárinu sem lauk formlega í gær, mánudaginn 27. júní.

Lesa meira

28. jún. 2022 : „Kær­leik­urinn, hlátur­inn og sam­hugur­inn stækkaði hjarta mitt”

Frásögn Guðnýjar Hansen sem tók þátt í verkefninu „Kastað til bata” í byrjun mánaðarins.

Lesa meira

21. jún. 2022 : Reykja­víkur­mara­þon 2022: „Ég hleyp af því ég get það”

Nú verður hlaupið til góðs á ný eftir nokkurt hlé - loksins! Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi.

Lesa meira

20. jún. 2022 : Sumarhappdrætti 2022: Fékkst þú vinning?

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins. Vinningar eru að þessu sinni 268 talsins að verðmæti ríflega 53 milljónir króna.

Lesa meira

16. jún. 2022 : Sumar­happ­drætti: Dregið 17. júní - átt þú miða?

Hægt er að greiða heimsenda miða í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins til og með 17. júní í heimabanka eða netbanka. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?