Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri KÍ 31. ágú. 2016

Líkamsfita eykur hættu á krabbameini í 13 líffærum

Af íbúum jarðar eru um 640 milljónir fullorðnir offeitir og 110 milljónir barna og unglinga (tölur frá árinu 2014), þ.e. eru með líkamsþyngdarstuðul (BMI, Body-Mass Index) 30 og yfir. Líkamsþyndarstuðull er reiknaður sem líkamsþyngd deilt með hæð í öðru veldi. Tíðni offitu hefur sexfaldast síðan 1975 eða á 40 árum og hefur orsök offitufaraldsins verið rakin til sykurbættra gosdrykkja og sætinda ásamt hreyfingarleysi.

Í vísindaheiminum er tiltölulega stutt síðan of mikil líkamsfita var tengd við krabbamein, enda þurfa oft tugi ára að líða frá því að krabbameinsfrumur byrja að myndast og þangað til hægt er að greina það. Það var svo árið 2002 að Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnunin (IARC) gaf út yfirlýsingu um að of mikil líkamsfita væri ein af þekktum orsökum krabbameina í fimm líffærum. Stóra fréttin er sú að í síðustu viku bættust átta líffæri í hópinn þannig að nú er of mikil líkamsfita þekkt orsök krabbameina í þrettán líffærum: ristli, vélinda, nýr­um, brjóst­um eft­ir tíðahvörf, legi, maga, lif­ur, gall­blöðru, briskirtli, eggja­stokkum, skjald­kirtli, mer­gæxlum og himnuæxlum í heila. Niðurstöðurnar voru byggðar á yfir eitt þúsund faraldsfræðirannsóknum.

Þeir sem lifa mjög heilbrigðu lífi geta einnig greinst

Mikilvægt er samt að átta sig á því að margir sem lifa fullkomlega heilbrigðu lífi geta einnig greinst með krabbamein og það er aldrei hægt að yfirfæra þessar niðurstöður á einstakling. Við getum sjaldnast sagt til um af hverju ákveðinn einstaklingur greindist með krabbamein en ekki annar, heldur eru þessar rannsóknir einungis skoðaðar út frá líkindum hjá hópum sem eru með misháan líkamsþyngdarstuðul. Eins er, að þó svo að fólk með háan líkamsþyngdarstuðul sé í aukinni hættu þá eru flestir sem greinast ekki með þessi krabbamein.

Að nálgast tóbaksreykingar

Með þessari frétt er offita að nálgast tóbaksreykingar sem er þekkt orsök í sautján líffærum. Ekki er þó hægt að setja ofþyngd og offitu í sama flokk og reykingar hvað varðar áhættu á krabba·meini, því um sjötíu krabba­meinsvald­andi efni finnast í síga­rett­ur·eyk en sam·band offitu og krabba­meins er flókn­ara og áhrif·in oft­ast væg­ari. Við offitu truflast efnaskipta- og innkirtlastarfsemi líkamans. Sem dæmi þá framleiðir fituvefur hjá konum eftir tíðahvörf estrógen sem tengist áhættu á krabbameini í legi og brjóstakrabbameini eftir barneignaaldur. Við of mikla líkamsfitu myndast bólguástand í líkamanum og er það talið eiga þátt í myndun krabbameina.

Nauru-íbúar og vestrænt fæði

En hvað er til ráða? Það erum við samfélagið sem sköpum þessar aðstæður í flestum tilfellum. Gosdrykkir, sælgætisát, skyndibitafæði og hreyfingaleysi er helsta ástæða offitufaralds í vestrænum löndum. Gott dæmi um það er eyjan Nauru í Kyrrahafi. Íbúar Nauru voru við góða heilsu fyrir árið 1980, þeir lifðu á sjávarfangi, ávöxtum og rótargrænmeti ásamt því að vera duglegir í garðrækt. Eftir að efnahagurinn vænkaðist fluttu þeir inn í auknum mæli vestrænt skyndibitafæði og tóku upp kyrrsetulífsstíl. Nú eru 94,5% íbúa of þungir eða of feitir og 31% með áunna sykursýki.

Samfélagið þarf að vinna saman

Það er enginn einn sem breytir þróun offitufaraldsins og áhættu okkar á að fá krabbamein en við sem samfélag getum skapað umhverfi sem gerir okkur auðveldara að taka ákvarðanir sem leiða til heilbrigðs lífs og hjálpar þeim sem veikst hafa að ná aftur heilsu. Það er meðal efnis sem rætt verður á Fundi fólksins í Norræna húsinu föstudaginn 2. september kl.13:30. Allir velkomnir.

Sjá frétt á mbl og fróðleik um krabbamein á vef Krabbameinsfélagsins.


Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?