Ása Sigríður Þórisdóttir 10. jún. 2020

Lífkraftsgangan með gönguhópnum - Að klífa brattann

Kraftsfélagar ætla að sína stuðning í verki og ganga Búrfellsgjánna til stuðnings Lífskrafti.

Lífskraftur er hópur öflugra kvenna, sem ætla að þvera Vatnajökul á gönguskíðum til stuðnings Krafts og Líf. Til að sýna stuðning í verki ætla Kraftsfélagar að ganga Búrfellsgjánna til stuðnings Lífskrafti, laugardaginn 13. júní kl. 11:00. Nánari upplýsingar um gönguna er að finna hér

Snjódrífurnar

Snjódrífurnar sem standa að baki átaksverkefninu, Lífskraftur, leggja af stað í göngu sína yfir Vatnajökul sunnudaginn 7. júní. Markmiðið með Lífskrafti er að safna áheitum fyrir okkur í Krafti og Líf, styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans. Liður í göngunni er jafnframt að minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu og hvetja þær landsmenn til að ganga með þeim í sinni heimabyggð þá daga sem þær eru á göngu á jöklinum.

Fyrirhugað er að gangan taki um 10 daga og Snjódrífurnar munu ganga um 150 km leið frá Jökulheimum þvert yfir jökulinn í austurátt að Eyjabakkajökli. Hægt verður að fylgjast með göngu Snjódrífanna á jöklinum á síðum Lífskrafts á Facebook og Instagram. Einnig verður hægt að fylgjast með verkefninu og Snjódrífunum á Facebook síðu Krafts og Instagram Krafts.

Félagsmaður í Krafti hún, Sirrý Ágústsdóttir, er upphafsmanneskja átaksins en hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015. Í síðara skiptið var ljóst að krabbameinið var krónískt og töldu læknar að hún ætti eitt til þrjú ár eftir ólifað. Nú árið 2020 eru fimm ár liðin og Sirrý fékk útivistarvinkonur sínar, Snjódrífurnar til að fagna lífinu og þessum tímamótum með sér. „Það er mjög táknrænt fyrir mig og viss kaflaskil að takast á við svona krefjandi útivistaráskorun. Í veikindum mínum hef ég ætíð fókuserað á að taka eitt skref í einu og það sama mun ég gera á jöklinum. Ég er ekki mesta íþróttahetjan en ég hef viljann og þannig hef ég getuna til að klára þessa göngu líkt og með veikindin mín. Lífið er alls konar og maður verður oft að bíta á jaxlinn og halda áfram, því lífið er svo æðislega skemmtilegt og gott. Við erum fjórar í hópnum sem höfum fengið krabbamein og náð að yfirstíga það. Mér finnst mikilvægt að koma þeim skilaboðum á framfæri, lífið er ekki búið þó að þú fáir krabbamein þú verður bara að berjast og halda áfram, þannig munum við allar klára gönguna. Líf og Kraftur studdi okkur og núna viljum við gefa til baka.“

 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?