Ása Sigríður Þórisdóttir 10. jún. 2020

Lífkraftsgangan með gönguhópnum - Að klífa brattann

Kraftsfélagar ætla að sína stuðning í verki og ganga Búrfellsgjánna til stuðnings Lífskrafti.

Lífskraftur er hópur öflugra kvenna, sem ætla að þvera Vatnajökul á gönguskíðum til stuðnings Krafts og Líf. Til að sýna stuðning í verki ætla Kraftsfélagar að ganga Búrfellsgjánna til stuðnings Lífskrafti, laugardaginn 13. júní kl. 11:00. Nánari upplýsingar um gönguna er að finna hér

Snjódrífurnar

Snjódrífurnar sem standa að baki átaksverkefninu, Lífskraftur, leggja af stað í göngu sína yfir Vatnajökul sunnudaginn 7. júní. Markmiðið með Lífskrafti er að safna áheitum fyrir okkur í Krafti og Líf, styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans. Liður í göngunni er jafnframt að minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu og hvetja þær landsmenn til að ganga með þeim í sinni heimabyggð þá daga sem þær eru á göngu á jöklinum.

Fyrirhugað er að gangan taki um 10 daga og Snjódrífurnar munu ganga um 150 km leið frá Jökulheimum þvert yfir jökulinn í austurátt að Eyjabakkajökli. Hægt verður að fylgjast með göngu Snjódrífanna á jöklinum á síðum Lífskrafts á Facebook og Instagram. Einnig verður hægt að fylgjast með verkefninu og Snjódrífunum á Facebook síðu Krafts og Instagram Krafts.

Félagsmaður í Krafti hún, Sirrý Ágústsdóttir, er upphafsmanneskja átaksins en hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015. Í síðara skiptið var ljóst að krabbameinið var krónískt og töldu læknar að hún ætti eitt til þrjú ár eftir ólifað. Nú árið 2020 eru fimm ár liðin og Sirrý fékk útivistarvinkonur sínar, Snjódrífurnar til að fagna lífinu og þessum tímamótum með sér. „Það er mjög táknrænt fyrir mig og viss kaflaskil að takast á við svona krefjandi útivistaráskorun. Í veikindum mínum hef ég ætíð fókuserað á að taka eitt skref í einu og það sama mun ég gera á jöklinum. Ég er ekki mesta íþróttahetjan en ég hef viljann og þannig hef ég getuna til að klára þessa göngu líkt og með veikindin mín. Lífið er alls konar og maður verður oft að bíta á jaxlinn og halda áfram, því lífið er svo æðislega skemmtilegt og gott. Við erum fjórar í hópnum sem höfum fengið krabbamein og náð að yfirstíga það. Mér finnst mikilvægt að koma þeim skilaboðum á framfæri, lífið er ekki búið þó að þú fáir krabbamein þú verður bara að berjast og halda áfram, þannig munum við allar klára gönguna. Líf og Kraftur studdi okkur og núna viljum við gefa til baka.“

 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?